Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 Strigaskó gat á áratugum áður vantað í verslanir hér í bæ og þegar sendingar komu í skóbúðir varð oft handagangur í öskjunni þegar fólk reyndi að tryggja sér eitt par. Í Alþýðublaðinu frá 22. júlí 1949 má lesa grein þar sem sagt er frá löngum biðröðum sem mynduðust í Bankastræti daginn áður fyrir utan Skóverslun Lárusar G. Lúð- víkssonar, en strigaskór höfðu komið í verslunina þann sama dag. „Ösin varð svo mikil, að raðirnar náðu alla leið niður undir Lækjar- torg og upp að Ingólfsstræti,“ segir í blaðinu og jafnframt er þess getið að tveir lögregluþjónar hafi hald- ið sig í grennd við dyrnar og gætt þess að ásókn fólksins að dyrunum yrði ekki óhæfileg mikil. - jma Langar vaktaðar biðraðir Skóverslun Lárusar G. Lúðvíkssonar var í marga áratugi stærsta skóbúð Íslendinga en hún var í Bankastræti 5. Nike Sportswear kallast tísku- vörur Nike þar sem uppistaða línunnar er klassískar íþrótta- vörur sem þróast hafa út í að verða flottar og vinsælar tískuvörur. Anna Margrét Gunnarsdóttir ber ábyrgð á Sportswear-línunni hér á landi og segir Nike Dunk-skóna sem tilheyra henni hafa náð miklum vin- sældum. „Nike notar sér þá tækni sem er til staðar í íþróttafötum og -skóm og nýtir einnig í tískuvör- ur sínar. Þannig eru efnin léttari, anda vel og slíkt þannig að fötin eru ekki síður þægileg en að vera há- tískuvara,“ segir Anna Margrét og segir sögu Nike Dunk-skónna vera forvitnilega. „Þessir skór voru upphaflega hannaðir til að vera körfuboltaskór og komu á markað sem slíkir árið 1985. Michael Jordan byrjaði að nota þá og úr því varð sérlína, Jor- dan I, hjá Nike. Nike Dunk-skórn- ir ollu byltingu innan háskólakörfu- boltans í Bandaríkjunum því þeir voru þeir fyrstu sem hægt var að fá í öðrum litum en þeim hefðbundnu, svörtum og hvítum og skórnir komu út í litum háskólaliðanna sjálfra, bláum, appelsínugulum og grænum sem gerði þá strax afar vinsæla.“ Eftir langt tímabil vinsælda fóru Dunk-skórnir að fara á útsölu- markaði og urðu um tíma ódýr- ir en Nike hætti að framleiða þá í bili í kringum 1990. „Hjólabretta- iðkendur gerðu þá skóna að sínum eftirlætisskóm og fyrir tilstilli hjólabrettahópanna urðu þeir aftur vinsælir en skórnir þóttu henta afar vel þar sem þeir voru sterk- ir og á góðu verði. Árið 1998 var eftirspurnin orðin svo mikil að Nike byrjaði að framleiða þá aftur og þá bæði klassísku útgáfuna en einnig nýjar útgáfur svo sem sér- staka hjólabrettatýpu og kven- lega útgáfu,“ segir Anna Margrét og bætir við að kvenskórnir séu fíngerðari, þynnri og með fleiri smáatriðum. „Skórnir fást í dag í öllum regn- bogans litum og eru mjög léttir og þægilegir. Allir ættu að geta fund- ið sér skó, bæði þeir sem vilja gróf- kenndari skó og svo þeir sem vilja tískuskó til daglegra nota. Vin- sældir skónna aukast bara með árunum.“ Alls kyns gerðir og litir Starfsmenn Nike-umboðsins á Íslandi, Anna Margrét Gunnarsdóttir og Þórunn Ingjaldsdóttir, með úrval af Nike Dunk skóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● TIL SKRAUTS Vor er í lofti og þeir sem vilja vera sportlegir í klæða- burði verða að eiga strigaskó til að bregða sér í. Þeir sem vilja vera enn skrautlegri en aðrir í sínum strigaskóm lita þá gyllta og líma á þá pallíettur. Svo má líka smeygja punti upp á reimarnar eins og perlum, pallíettum eða skrautsteinum. Þeir allra frumlegustu hekla pínulitlar dúllur og enn aðrir finna sér eitthvað í skúffunum, til dæmis parta úr eyrnalokkum. Wmns Nike Dunk High Verð 19.990 kr. Fást í skór.is Wmns Nike Dunk Hi Premium Verð 24.990 kr. Fást í Skór.is Nike Dunk High Verð 19.990 kr. Fást í skór.is Nike Dunk High Verð 19.990 kr. Fást í skór.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.