Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 36
 25. MARS 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● strigaskór Fína og fræga fólkið í Hollywood gengur í strigaskóm til jafns við almúgann. Strigaskór eru orðnir viðurkenndur skóbún- aður við allflest tækifæri. Þótt þeir séu sjald- séðir á rauða dreglinum kemur það þó fyrir að þeir slæðist þangað inn enda eru Holly- wood-leikarar og ekki síst rappstjörnur Banda- ríkjanna sérlegt áhugafólk um flotta strigaskó. Enda geta strigaskór verið æði dýrir og hann- aðir af víðfrægum tískuhönnuðum sem gerir þá enn eftirsóknarverðari fyrir hégómagjarnar stjörnur. - sg Strigaskór við öll tækifæri Þeir eru ekki margir hérlend- is sem geta státað af því að hafa lært hönnun og gerð strigaskóa. Það getur Sindri Páll Sigurðarson hins vegar gert en hann starfaði sem lærlingur hjá þekktu íþrótta- vörufyrirtæki í München í Þýska- landi á síðasta ári. „Ég sá auglýst eftir lærlingi í einhverju blaði og ákvað að sækja um á netinu og fékk svo starfið,“ rifjar Sindri upp. Fyrirtækið sem hann starfaði hjá kallast K1X og sérhæfir sig aðallega í framleiðslu á vörum fyrir körfubolta. Sindri fékk það verkefni að hanna liti inn í eldri skólínu frá fyrirtækinu og bjó að auki til nýja línu frá grunni sem lítur dagsins ljós í haust. „Það sem heillaði mig einna helst við starfið var þessi nýsköp- un og tilraunir til að bæta af- kastagetu íþróttamanna með betri skóm,“ segir Sindri og bætir við að þar hafi bæði komið að góðum notum nám í vöruhönn- un við Lista- háskóla Íslands og starfsreynsla hjá Össuri stoðtækni. „Maður var náttúrlega á fullu í hugmyndasköp- un í skólanum og hjá Össuri öðlað- ist ég reynslu í framleiðslu.“ Sindri lætur vel af reynslunni hjá K1X. „Andrúmsloftið þarna var mjög afslappað. Starfsmenn- irnir fóru alltaf í körfubolta í loks hvers vinnudags og stundum var horft á úrslitaleikina í NBA-deild- inni langt fram á nótt. Þá var bara byrjað aðeins seinna daginn eftir. Þetta var því alls ekki í takt við þær hugmyndir sem ég hafði um þýskt fyrirtæki,“ viðurkennir hann og hlær. Sindri starfaði hjá fyrirtækinu í hálft ár og eftir það lá leiðin aftur til Össurar þar sem hann unir nú hag sínum vel. „Hjá Össuri fæst ég við þá hluta hönnunar sem heilluðu mig mest úti, það er þessi nýsköp- un og eins ýmsar viðbætur til að bæta afköst og koma í veg fyrir meiðsli notenda. Áður sneru þess- ar pælingar að skóm en nú hanna ég allt frá spelkum upp í heilu fæt- urna.“ - rve Úr tískuhönnun í stoðtækjagerð Hér má sjá afrakstur Sindra hjá K1X, skórnir sem hann hannaði frá grunni og kallast H1ke Sport. „Íþróttavörufyrirtæki úti ráða aðallega til sín menn sem eru með reynslu af hönnun íþróttavara. Ég kem auðvitað úr allt annarri átt með mína menntun frá Listaháskól- anum sem var bara skemmtilegt,“ segir Sindri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Strigaskór henta vel stíl Samönthu Ronson. Kanye West mætti í strigaskóm á tískusýn- ingu Lanvin í París. Rapparinn JayZ á vafa- laust ófáa strigaskó. Jared Leto í strigaskóm á rauða dregl- inum. Hinn virðulegi Paul McCartn- ey nýtir hinn frjálslega skóbúnað við jakkaföt. Boy George er þekktur fyrir furðulegt útlit. ● HLUTI AF HIP HOP-MENNINGU Strigaskór hafa verið órjúfanlegur hluti af hip hop-menning- unni allt frá því á áttunda áratugnum. Nú til dags er algengt að rapparar undirriti margra milljóna samninga við fyrirtæki á borð við Nike, Adidas og Puma um að klæðast skóm frá þeim. Þeir sem safna strigaskóm er kallaðir Sneakerheads upp á ensku, sem mætti í lauslegri þýðingu kalla Striga- skóahausar, og skónum klæð- ast þeir eins og hverri annarri tískuvöru. Venjulegir striga- skór eins og Air Force One frá Nike og Superstar frá Adidas eru hátt skrifaðir í dægurmenningu samtím- ans og strigaskór sem hafa verið betrumbættir hafa selst fyrir allt að 500 dollara, eða 64.545 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.