Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 25. mars 2010 43 Leikarinn og hjartaknúsarinn Brad Pitt er ekkert alltof spenntur fyrir því að heim- sækja Skotland eftir að hann lenti í vandræðum þar áður en hann varð frægur. Pitt var á ferðalagi um Skotland og kynntist þar konu í borginni Glasgow sem átti brjálaðan fyrrverandi kærasta. „Ég fór til Skotlands og ferðaðist þar um fyrir mörgum árum. Ég fór út um allt og sá heilan helling. Edin- borg og Glasgow voru eftirminnilegir stað- ir og arkitektúrinn þarna er stór- merkilegur,“ sagði Pitt. „Þegar ég var í Glasgow kynntist ég stelpu. Svo illa vildi til að hún var fyrrverandi kærasta einhvers rudda. Á endanum þurfti ég að flýja borgina vegna þess að ég fékk slæmt augnaráð frá náunga á bar,“ sagði hann. Leikarinn útilokar þó ekki að taka upp kvik- mynd í Skotlandi ef hlut- verk sem hann tekur að sér krefst þess. Flúði frá Skotlandi BRAD PITT Leikarinn á bæði slæmar og góðar minningar frá veru sinni í Skotlandi. Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.eimskip.is | www.herjolfur.is • Fullorðnir 1.000 • 12–15 ára 500 • Ellilífeyrisþegar 500 • Öryrkjar 500 • Fólksbílar 5 m og styttri 1.500 • Fólksbílar lengri en 5 m 2.000 kl. kl. kl. kl. Frá Vestmannaeyjum 7.30 10.30 17.00 20.00 Frá Landeyjahöfn 09.00 12.30 18.30 21.30 Mán., þri. og mið. verða fjórar ferðir. kl. kl. kl. kl. kl. Frá Vestmannaeyjum 7.30 10.30 14.00 17.00 20.00 Frá Landeyjahöfn 09.00 12.30 15.30 18.30 21.30 Fim. og fös. verða fimm ferðir. kl. kl. kl. kl. kl. Frá Vestmannaeyjum 9.00 12.00 15.00 18.00 21.00 Frá Landeyjahöfn 10.30 13.30 16.30 19.30 22.30 Lau. og sun. verða fimm ferðir. SUMARÁÆTLUN HERJÓLFS 2010 Áætlun gildir 1. júlí til 31. ágúst. Gert er ráð fyrir að hægt verði að byrja að bóka vegna siglinga til og frá Landeyjahöfn frá 20. apríl. Afsláttarkjör og þjóðhátíðaráætlun auglýst fljótlega. Frá og með 1. júlí siglir Herjólfur frá Landeyjahöfn. Fargjöld án afsláttar verða eftirfarandi. „Ég hef engan tíma í þessa þvælu,“ segir Steindi Jr. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að grínistinn Steindi væri kominn í framboð fyrir Vinstri græna í Mosfellsbæ. Hann hefur nú dregið framboð sitt baka af per- sónulegum ástæðum. „Það er nóg að gera fyrir,“ segir Steindi, sem var þó kominn með nokkur stefnu- mál. „Mig langaði að fá þetta fót- boltamark aftur í Mosfellsbæ. Svo langaði mig svolítið að hafa Wes- ley Snipes-viku sem myndi hefjast á afmælisdegi hans 31. júlí. Þá yrðu bæjarbúar skyldaðir til að horfa á ræmur með honum. Loks ætlaði ég að hafa Ritz-kexdag, útfærslan á honum var enn þá í vinnslu – en mér þykir kexið gott. Ég velti fyrir mér hvort að framboð manns með þessi stefnumál sé ekki hreinlega skrumskæling á lýðræðinu. Svik við kjósendur. Nei, ég segi svona.“ Í kjölfar frétta af framboði Steinda veltu vefmiðlar fyrir sér hvort Stöð 2 væri komin í kosn- ingabaráttu, þar sem hann byrj- ar með nýjan grínþátt á stöðinni í apríl. Steindi var kallaður á fund til Pálma Guðmundssonar sjónvarps- stjóra, en þvertekur fyrir að Pálmi hafi reynt að hafa áhrif á ákvörðun sína. „Hann vildi bara vita hvað var í gangi,“ segir Steindi. „Enda bæjar- málin í Mosfellsbæ eitthvað sem fólk hefur litlar áhyggjur af, á ekki eftir að spjalla meira við Gunnar í Krossinum og Jónínu Ben?“ Steindi Jr. verður í viðtali um allt annað en pólitík í POPPi, fylgiriti Fréttablaðsins, á morgun. - afb Tekur grínið fram yfir pólitíkina HÆTTUR VIÐ Steindi Jr. ætlaði í framboð. Sirkus Ísland sýnir í Saln- um í Kópavogi. Fyrsta sýn- ing er á sunnudaginn og svo á að sýna í dymbilvikunni og um páskana, samtals ellefu sýningar. Sýningin er kölluð Sirkus Sóley. „Í fyrra settum við upp sýninguna Stórasti sirkus Íslands í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. Við vorum með fimm sýningar og það var alltaf uppselt. Síðan þá höfum við verið að leita að stað til að sýna á og höfum verið að vinna hugmynda- vinnu. Svo fór þetta allt í gang í janúar þegar við gátum fest okkur niður á leikhús,“ segir Kristín Thor, einn meðlima sirkusins. „Þetta eru allt ný atriði núna. Að mörgu leyti er þetta hefðbund- inn sirkus með öllu sem því fylg- ir, en við sleppum ljóninu. Það er fast úti í Hrísey í einangrun,“ segir Kristín og hlær. Hún er með mastersgráðu í dansi og segist nota þá reynslu í sirkusnum. Allir meðlimir sirkussins eru íslensk- ir nema Ástralinn Lee Nelson. Hann og Kristín sýna loftfimleika saman. „Lee kom hingað fyrir fimm árum, er kvæntur íslenskri konu og er eiginlega orðinn hálfíslensk- ur. Hann hefur mikið komið fram sem trúðurinn Wally og troðið upp úti á götu. Það má eiginlega segja að hann hafi kennt mér allt sem ég kann í sirkus,“ segir Kristín. „Hann fékk leiða á því að hafa ekki nóg að gera hérna svo hann stofnaði sirkusinn árið 2007.“ Kristín segir að Salurinn sé fínn staður fyrir sirkussýningar. „Fólk- ið á efri svölunum getur séð beint framan í mann þegar maður er kominn upp í fimm metrana. Ég læt mömmu sitja þar svo ég nái augnsambandi við hana.“ Og miðaverðið er hagstætt, 1.200 kr. á manninn. „Við hugsum þetta þannig að fimm manna fjölskylda geti komið og líka keypt nammi og gos án þess að fara á hausinn,“ segir Kristín. Miðasala er hafin á midi.is. drgunni@frettabladid.is KRISTÍN THOR OG LEE NELSON Eða Hekla Katla Jökulsdóttir og Massimo. Sirkus Sóley sýnir í Salnum frá og með sunnudegi. Ljónið er fast úti í Hrísey í einangrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.