Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 32
 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR4 „Hér heima á Íslandi er aðeins hægt að læra klæðskera- og kjóla- saum í Iðnskólanum en enga hönn- un og í Listaháskóla Íslands er aðeins kennd fatahönnun en eng- inn saumur. Mér fannst því vanta skóla í flóruna þar sem kennd væri bæði hönnun og saumur,“ segir Berglind Sigurðardóttir fatahönnuður. Hún hefur fengið leyfi frá menntamálaráðuneyti, Lánasjóði íslenskra námsmanna og fagráði í fatahönnun til að opna fatahönnunarskóla. Berglind sneri heim síðasta sumar eftir tveggja ára fatahönn- unarnám við Margrete-skólann í Danmörku. „Ég kom aðallega heim út af blessuðu kreppunni enda erfitt að vera námsmaður erlend- is í þessu árferði. Þá fór ég að spá í hvað ég gæti gert sem væri öðru- vísi en allir aðrir hönnuðir væru að gera,“ segir hún og datt þá niður á þá hugmynd að opna skóla. Hún komst að því hjá LÍN að um fjörutíu stúlkur fara utan á hverju ári til að nema fatahönnun. Hún taldi því ljóst að markaður væri fyrir slíkan skóla hér á landi. Umsókn Berglindar til mennta- málaráðuneytisins velktist um tíma í kerfinu en nú hafa fengist jákvæð svör þaðan og frá LÍN sem hefur dæmt námið lánshæft dipl- ómanám. „Þá fór umsóknin einn- ig fyrir fagráð í fatahönnun og þaðan fékk ég góð meðmæli,“ segir Berglind sem er búin að útbúa full- komna námskrá og hefur einn- ig fengið Helgu Björnsson fata- hönnuð til liðs við sig við stjórnun skólans. Næsta skref er síðan að auglýsa eftir kennurum og nemendum. Berglind er ekki komin með nafn á skólann en hefur þegar tryggt sér húsnæði. Ef allt fer að óskum hefst skólahald í Bankastræti 5, í gamla verslunarbankanum, í haust. Hún reiknar með að taka inn tuttugu nemendur á ári. Berglind, sem rekur eigið verk- stæði á Skólavörðustíg, tekur við ábendingum í síma 844-0930 eða á netfangið berglind@berglindsig. is. solveig@frettabladid.is Fyrsti fatahönnunarskóli landsins hefst í haust Berglind Sigurðardóttir fatahönnuður vinnur nú að stofnun fatahönnunarskóla sem mun að öllum lík- indum verða opnaður í Bankastræti 5 í haust. Þar munu nemendur læra bæði að hanna og sauma föt. Berglind Sigurðardóttir kom heim úr námi í fyrrasumar. Hún ákvað að sækja um að fá að stofna fatahönnunarskóla þar sem bæði yrði kennd hönnun og saumaskapur. FRÉTTABALÐIÐ/VALLI Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari GALLADAGAR Í FLASH Gallabuxur háar í mittið, s.t 34-48 áður 8.990 Nú 6.990,- Gallapils margar gerðir áður 7990 Nú 5.990,- Gallajakkar áður 9990 Nú 7.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.