Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 32
25. mars 2010 FIMMTUDAGUR4
„Hér heima á Íslandi er aðeins
hægt að læra klæðskera- og kjóla-
saum í Iðnskólanum en enga hönn-
un og í Listaháskóla Íslands er
aðeins kennd fatahönnun en eng-
inn saumur. Mér fannst því vanta
skóla í flóruna þar sem kennd
væri bæði hönnun og saumur,“
segir Berglind Sigurðardóttir
fatahönnuður. Hún hefur fengið
leyfi frá menntamálaráðuneyti,
Lánasjóði íslenskra námsmanna
og fagráði í fatahönnun til að opna
fatahönnunarskóla.
Berglind sneri heim síðasta
sumar eftir tveggja ára fatahönn-
unarnám við Margrete-skólann í
Danmörku. „Ég kom aðallega heim
út af blessuðu kreppunni enda
erfitt að vera námsmaður erlend-
is í þessu árferði. Þá fór ég að spá
í hvað ég gæti gert sem væri öðru-
vísi en allir aðrir hönnuðir væru
að gera,“ segir hún og datt þá niður
á þá hugmynd að opna skóla.
Hún komst að því hjá LÍN að um
fjörutíu stúlkur fara utan á hverju
ári til að nema fatahönnun. Hún
taldi því ljóst að markaður væri
fyrir slíkan skóla hér á landi.
Umsókn Berglindar til mennta-
málaráðuneytisins velktist um
tíma í kerfinu en nú hafa fengist
jákvæð svör þaðan og frá LÍN sem
hefur dæmt námið lánshæft dipl-
ómanám. „Þá fór umsóknin einn-
ig fyrir fagráð í fatahönnun og
þaðan fékk ég góð meðmæli,“ segir
Berglind sem er búin að útbúa full-
komna námskrá og hefur einn-
ig fengið Helgu Björnsson fata-
hönnuð til liðs við sig við stjórnun
skólans.
Næsta skref er síðan að auglýsa
eftir kennurum og nemendum.
Berglind er ekki komin með nafn á
skólann en hefur þegar tryggt sér
húsnæði. Ef allt fer að óskum hefst
skólahald í Bankastræti 5, í gamla
verslunarbankanum, í haust. Hún
reiknar með að taka inn tuttugu
nemendur á ári.
Berglind, sem rekur eigið verk-
stæði á Skólavörðustíg, tekur við
ábendingum í síma 844-0930 eða
á netfangið berglind@berglindsig.
is. solveig@frettabladid.is
Fyrsti fatahönnunarskóli
landsins hefst í haust
Berglind Sigurðardóttir fatahönnuður vinnur nú að stofnun fatahönnunarskóla sem mun að öllum lík-
indum verða opnaður í Bankastræti 5 í haust. Þar munu nemendur læra bæði að hanna og sauma föt.
Berglind Sigurðardóttir kom heim úr námi í fyrrasumar. Hún ákvað að sækja um að fá að stofna fatahönnunarskóla þar sem
bæði yrði kennd hönnun og saumaskapur. FRÉTTABALÐIÐ/VALLI
Bæjarlind 6 - Eddufelli 2
Sími 554-7030 Sími 557-1730
www.rita.is
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur 12 Kg · Hljóðlát
· Stórt op > auðvelt að hlaða
· Sparneytin
12 kg
Þvottavél
og þurrkari
GALLADAGAR
Í FLASH
Gallabuxur
háar í mittið,
s.t 34-48
áður 8.990
Nú 6.990,-
Gallapils
margar gerðir
áður 7990
Nú 5.990,-
Gallajakkar
áður 9990
Nú 7.990,-