Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 60
44 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR Hollustukokkurinn Solla Eiríks er í þættinum Íslandi í dag í kvöld með uppskrift að ólýsanlega góðum jarðarberja- og súkkulaðitertum, eða kökum sem bráðna í munni og eru eins og allt sem hún gerir óhemju hollt og lífrænt. Þessar kökur eru gráupp- lagðar í veisluna eða bara þegar við viljum gera okkur dagamun og njóta gómsætrar hollustu. Þessi er alveg lygilega góð! Uppskrift Botn: 150 g kókosmjöl 225 g döðlur 2 msk. kakóduft Smá himalaya- eða sjávarsalt & cayenne á hnífsoddi Fylling: 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst. (verða um 4 dl) 2 dl kókosmjólk 1-1½ dl agave-sýróp 1½ dl kaldpressuð kókosolía smá himalayasalt 400 g frosin jarðarber Súkkulaðikrem: 1 dl hreint kakóduft ½ dl agavesýróp 1 dl kaldpressuð kókosolía fersk jarðarber til skrauts Botn: kókosmjöl + döðlur + kakóduft + salt + cayenne- pipar í matvinnsluvél og blandið vel. Setjið 1 msk. af botninum í hvert form og þjappið niður. Fylling: Til að bræða kókosolíuna, látið renna á krukkuna heitt vatn (ekki yfir 45° C). Blandið saman hnetum + kókosmjólk + agavesýrópi + kókosolíu þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskrift- inni út í og blandið mjög vel saman. Setjið fylling- una í botninn og geymið í 1 klst. í kæli eða ½ klst. í frysti áður en súkkulaðið er sett á og borið fram. Súkkulaðikrem: Bræðið kókosolíuna á sama hátt og í fyllingunni, setjið hana síðan í skál með agavesýrópi og hrærið saman. Bætið kakóduftinu út í (gott er að sigta það útí), hrærið þetta saman og hellið yfir kökuna. Jarðarberjaterta með súkkulaði REASON TO BELIEVE Vinnur að fyrstu plötunni sinni. Breska leikkonan Keira Knightley hefur skrif- að undir samning um að leika í kvikmynd- inni Emperor’s Child. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölu- bók Claire Messud og segir frá örlögum þriggja New York- búa fyrir og eftir árásirnar á Tvíbura- turnana. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Richard Gere og Eric Bana. Leik- stjóri er Noah Baum- bach en myndin á að vera tilbúin árið 2011. Ný mynd Knightley Einkabarn kanadíska grínistans Mike Myers, Austin Powers, snýr aftur á hvíta tjaldið. Leik- stjórinn Jay Roach hefur skrifað undir samning um að leikstýra fjórðu myndinni en væntanlega vita fáir hvort þeir eiga að gráta eða gleðjast yfir þeim tíðindum. Myers hefur undan- farin ár misst „mojo-ið“ sitt ef undanskilið er lítið hlutverk í Inglorious Basterds. Verne Troyer hvatti Mike nýlega til að hraða skrifum sínum því hann gæti ekki beðið eftir því að byrja á fjórðu mynd- inni. Roach sagði síðan við fjöl- miðla að Myers væri byrjaður að skrifa, allir væru ákaflega spenntir fyrir myndinni og að númer fjögur myndi fara í ferðalag á það fram- andi slóðir að þær ættu eftir að koma öllum í opna skjöldu. Nú er bara að vona að Myers finni brandara-and- ann aftur. Austin kemur aftur AUSTIN NÚMER FJÖGUR Mike Myers er byrjaður að skrifa handrit að fjórðu mynd- inni um þennan tannljóta einkaspæjara. HEILSUHORN Sollu og Völu Matt Hljómsveitirnar Reason To Beli- eve, We Made God og Nögl ætla að troða upp á Dillon Rock Bar í kvöld. Allar spila rokk. Reason To Believe er lítt þekkt nafn en á uppleið. Sveitin var valin hljóm- sveit fólksins á Rokkstokk 2010. Strákarnir vinna nú að sinni fyrstu plötu sem á að koma út á árinu. Þeir spila melódískt rokk. Nögl gáfu út sína fyrstu plötu í september, I proudly present. Bandið hefur verið með fjögur lög í spilun á X-inu. We Made God er hljómsveit sem hefur verið starfandi í nokkur ár. Strákarnir gáfu út sína fyrstu plötu árið 2008, As We Sleep. Þeir spila seiðandi hugsunarrokk. Tónleik- arnir byrja kl. 22. Það kostar 500 krónur inn og það er 18 ára ald- urstakmark. Rokkþrenna á Dillon í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.