Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 60
44 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR
Hollustukokkurinn Solla Eiríks er í þættinum Íslandi
í dag í kvöld með uppskrift að ólýsanlega góðum
jarðarberja- og súkkulaðitertum, eða kökum sem
bráðna í munni og eru eins og allt sem hún gerir
óhemju hollt og lífrænt. Þessar kökur eru gráupp-
lagðar í veisluna eða bara þegar við viljum gera
okkur dagamun og njóta gómsætrar hollustu. Þessi
er alveg lygilega góð!
Uppskrift
Botn:
150 g kókosmjöl
225 g döðlur
2 msk. kakóduft
Smá himalaya- eða sjávarsalt & cayenne
á hnífsoddi
Fylling:
2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst.
(verða um 4 dl)
2 dl kókosmjólk
1-1½ dl agave-sýróp
1½ dl kaldpressuð kókosolía
smá himalayasalt
400 g frosin jarðarber
Súkkulaðikrem:
1 dl hreint kakóduft
½ dl agavesýróp
1 dl kaldpressuð kókosolía
fersk jarðarber til skrauts
Botn:
kókosmjöl + döðlur + kakóduft + salt + cayenne-
pipar í matvinnsluvél og blandið vel. Setjið 1 msk.
af botninum í hvert form og þjappið niður.
Fylling:
Til að bræða kókosolíuna, látið renna á krukkuna
heitt vatn (ekki yfir 45° C). Blandið saman hnetum
+ kókosmjólk + agavesýrópi + kókosolíu þar til það
er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskrift-
inni út í og blandið mjög vel saman. Setjið fylling-
una í botninn og geymið í 1 klst. í kæli eða ½ klst. í
frysti áður en súkkulaðið er sett á og borið fram.
Súkkulaðikrem:
Bræðið kókosolíuna á sama hátt og í fyllingunni,
setjið hana síðan í skál með agavesýrópi og hrærið
saman. Bætið kakóduftinu út í (gott er að sigta það
útí), hrærið þetta saman og hellið yfir kökuna.
Jarðarberjaterta með súkkulaði
REASON TO BELIEVE Vinnur að fyrstu
plötunni sinni.
Breska leikkonan Keira
Knightley hefur skrif-
að undir samning um
að leika í kvikmynd-
inni Emperor’s Child.
Myndin er gerð eftir
samnefndri metsölu-
bók Claire Messud
og segir frá örlögum
þriggja New York-
búa fyrir og eftir
árásirnar á Tvíbura-
turnana. Meðal
annarra leikara í
myndinni má nefna
Richard Gere og
Eric Bana. Leik-
stjóri er Noah Baum-
bach en myndin á að
vera tilbúin árið 2011.
Ný mynd
Knightley
Einkabarn kanadíska grínistans
Mike Myers, Austin Powers,
snýr aftur á hvíta tjaldið. Leik-
stjórinn Jay Roach hefur skrifað
undir samning um að leikstýra
fjórðu myndinni en væntanlega
vita fáir hvort þeir eiga að
gráta eða gleðjast yfir þeim
tíðindum. Myers hefur undan-
farin ár misst „mojo-ið“ sitt ef
undanskilið er lítið hlutverk í
Inglorious Basterds.
Verne Troyer hvatti Mike
nýlega til að hraða skrifum
sínum því hann gæti ekki beðið
eftir því að byrja á fjórðu mynd-
inni. Roach sagði síðan við fjöl-
miðla að Myers
væri byrjaður að
skrifa, allir væru
ákaflega spenntir
fyrir myndinni og
að númer fjögur
myndi fara
í ferðalag á
það fram-
andi slóðir
að þær ættu
eftir að koma
öllum í opna
skjöldu. Nú er
bara að vona
að Myers finni
brandara-and-
ann aftur.
Austin
kemur aftur
AUSTIN NÚMER
FJÖGUR Mike Myers
er byrjaður að skrifa
handrit að fjórðu mynd-
inni um þennan tannljóta
einkaspæjara.
HEILSUHORN Sollu og Völu Matt
Hljómsveitirnar Reason To Beli-
eve, We Made God og Nögl ætla
að troða upp á Dillon Rock Bar í
kvöld. Allar spila rokk. Reason
To Believe er lítt þekkt nafn en á
uppleið. Sveitin var valin hljóm-
sveit fólksins á Rokkstokk 2010.
Strákarnir vinna nú að sinni
fyrstu plötu sem á að koma út á
árinu. Þeir spila melódískt rokk.
Nögl gáfu út sína fyrstu plötu
í september, I proudly present.
Bandið hefur verið með fjögur
lög í spilun á X-inu. We Made God
er hljómsveit sem hefur verið
starfandi í nokkur ár. Strákarnir
gáfu út sína fyrstu plötu árið
2008, As We Sleep. Þeir spila
seiðandi hugsunarrokk. Tónleik-
arnir byrja kl. 22. Það kostar 500
krónur inn og það er 18 ára ald-
urstakmark.
Rokkþrenna á
Dillon í kvöld