Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 56
40 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
Þótt enn sé tæpur mánuður
þangað til sumardagurinn
fyrsti verður haldinn hátíð-
legur í kulda og trekki
eru menn þegar farnir
að setja upp sólgler-
augun og bíða eftir
sumarsmellunum.
Poppvélar bíóhús-
anna munu malla
þegar sumarsmell-
ir Hollywood skella
á kvikmyndahúsum borg-
arinnar. Þótt ekkert Avat-
ar-óveður sé í nánd eru þó
nokkrar kvikmyndir sem
gera tilkall til konungsdóms
í miðasölu.
Barnahetjur
Börnin verða dugleg við að teyma
foreldrana í bíó þetta sumarið því
Pixar-fyrirtækið dustar rykið af
tveimur þekktustu teiknimynda-
persónum sögunnnar, Bósa Ljósár
og Vidda kúreka. Að þessu sinni
ákveður góðhjartaði eigandinn
þeirra, Addi, að losa sig við æsku-
vinina og gefa þau á leikskóla. Sér-
lunduðu leikföngin sætta sig auð-
vitað ekki við að vera lamin og
kreist á hverjum degi og undirbúa
magnaðan flótta. Önnur og ógn-
vænlegri persóna undirbýr einnig
endurkomu sína, sjálfur Skrekkur,
en fjórða myndin um græna tröllið
er sögð vera sú síðasta.
Hrói og Prinsinn
Eiginkonur ættu ekki að láta sér
bregða þótt karlpeningurinn grafi
upp gamla trésverðið og skjöldinn
og fari að æfa gamla takta úti í
garði, því sverð og sandalar eru
meginþemað í sumar. Fyrsta ber
að nefna Clash of Titans, endur-
gerð frá 1981, þar sem Avatar-
stjarnan Sam Worthington leikur
Perseus, Sam Neil Seif og Ralph
Fiennes er Hades.
Þær tvær myndir sem marg-
ir spá að eigi eftir að berjast um
hylli sverðelskandi áhorfenda
eru hins vegar Robin Hood eftir
Ridley Scott með Russell Crowe
í hlutverki hjartgóða þjófsins og
svo Prince of Persia með Gísla
„okkar“ Garðarssyni í stóru hlut-
verki. Ef þær eru ekki meiri hátt-
ar klúður hala þær inn nokkrum
krónum.
Testesterón og stelpumyndir
En það er auðvitað ekki bara
drepið með sverðum. Því sjálf-
ur Iron Man mætir aftur til leiks
með Robert Downey innanborðs.
Heill her af stjörnum prýðir
framhaldsmyndina en Mickey
Rourke er skúrkurinn, Testester-
ónið fær síðan óheft flæði í kvik-
myndum á borð við The Expanda-
bles þar sem Sylvester Stallone
lætur ljós sitt skína og A-Team
en hún er gerð eftir samnefndum
sjónvarpsþáttum.
Kvenkynið lætur þetta yfir sig
ganga gegn loforðum um að unn-
ustinn bjóði þeim annaðhvort á
Sex and the City 2 þar sem sjón-
varpspersónurnar frægu glíma
við fylgifiska einkalífsins eða
The Twilight Saga: Eclipse þar
sem skjáþokki Robert Pattin-
son bræðir unglingsstúlkur og
siðvandar húsfreyjur. Vafalítið
verður Knight and Date með þeim
Tom Cruise og Cameron Diaz sú
mynd sem pör og skötuhjú geta
sanmælst um enda rómantísk
hasarmynd fyrir bæði kyn.
freyrgigja@frettabladid.is
SUMAR SANDALA OG SVERÐA
> SMITH UNDIR FELD
Will Smith, peningamaskínan
frá Hollywood, liggur nú undir
feld og reynir að taka ákvörð-
un um hvort hann eigi að
leika í MIB 3 ( Men in Black
3) eða ævintýramyndinni The
City That Sailed. Á meðan bíða
framleiðendur og leikstjórar með
öndina í hálsinum.
Hún gæti ekki verið fjölbreyttari flóran
af kvikmyndum sem verða frumsýndar
um helgina í kvikmyndahúsum borgar-
innar. Fyrsta ber að nefna kvikmyndina
Kóngavegur eftir Valdísi Óskarsdóttur
með Vesturports-leikhópnum í helstu
hlutverkum auk þýska stórstirnisins
Daniel Bruhl. Myndin segir frá upp-
gjafarlistamanninum sem snýr aftur
heim frá Þýskalandi eftir fremur tíð-
indalaus ár og kemst að því að allt
er breytt á gamla, góða Íslandi. Auk
Vesturports-hópsins og Daniels leika
Sigurður Sigurjónsson, Kristbjörg
Kjeld og Þröstur Leó Gunnarsson stór
hlutverk í myndinni.
George Clooney fer fyrir fríðum hópi
leikara í kvikmyndinni The Men Who
Stare at Goats. Hún segir frá blaða-
manni einum sem kemst á snoðir um
að sérsveitarhermenn í Írak hafi reynt
yfirnáttúrulegar aðferðir í stríðinu,
meðal annars hugarstjórnun og annað
slíkt. Meðal annarra leikara má nefna
nýbakaðan Óskarsverðlaunahafa, Jeff
Bridges. Rómantíska gamanmyndin
When in Rome skartar Kirsten Bell og
Josh Duhamel í aðalhlutverkum en hún
segir frá starfsmanni Guggenheim-
safnsins sem trúir ekki á sanna ást.
Fjórða myndin sem verður síðan
frumsýnd er náttúrulífsmyndin Earth
þar sem BBC, Discovery og Disney
leiða saman hesta sína í ferðalagi um
lífríki jarðar. Aðalpersónur myndarinn-
ar eru hvalir, ísbirnir og fílar en þulur
er James Earl Jones, sjálfur Svarthöfði.
- fgg
Fræðsla, Róm og íslenskt hjólhýsahyski
KÓNGAVEGUR FRUMSÝNDUR Kvikmynd Valdísar
Óskarsdóttur, Kóngavegur, verður frumsýnd
um helgina. Vesturport og Daniel Bruhl leika
aðalhlutverkin.
ERU EKKERT AÐ
LEIKA Ewan
McGregor
ætlar ekki að
leika fyrir
Madonnu
og Freida
Pinto er ekki
næsta Bond-
stúlkan.
Robert Pattinson, aðalleikarinn
úr vampírumyndunum Twilight,
var innilokaður á tökustað kvik-
myndarinnar Remember Me í
New York. Pattinson bjóst við
náðugum dögum í stóra eplinu
en kvenkyns aðdáendur hans
gerðu honum lífið leitt. „Ég veit
ekki af hverju ég bjóst ekki við
þessu. Þetta átti bara að vera lítil
mynd en stundum var áreitið frá
ljósmyndurum og aðdáendum of
mikið,“ sagði Pattinson sem gerir
í því að reyna fara huldu höfði til
að sleppa við slíka ásókn.
Innilokaður
á tökustað
ROBERT PATTINSON Komst í hann
krappan.
SMELLVÆNT SUMAR
Bósi Ljósár og Viddi snúa aftur í þriðju Leikfangasögunni og hún verður meira að segja í
þrívídd. Robert Downey birtist aftur sem Tony Stark í Iron Man og Gísli Örn Garðarsson leikur
stórt hlutverk í hugsanlegum smelli sumarsins, Prince of Persia.
Eru ekki með
Fjölmiðlafulltrúi skoska leik-
arans Ewan McGregor hefur
vísað því á bug að hann ætli
að leika í næstu kvikmynd
Madonnu. Fjölmiðlar birtu
fréttir af því að Ewan hygð-
ist leika aðalhlutverkið í kvik-
mynd sem Madonna hefur hug
á að gera um breska konunginn
Játvarð áttunda, sem afsalaði
sér konungsdæminu til að gift-
ast hinni fráskildu Wallis Simp-
son árið 1936. Fjölmiðlafulltrú-
inn vísaði þessi öllu á bug og
sagði Ewan
ekki vera
að íhuga
þetta hlut-
verk.
McGregor er ekki fyrsta
stjarnan sem þarf að lýsa því
yfir að hún sé ekki að leika í
einhverri kvikmynd. Fjölmiðl-
ar greindu frá því að Freida
Pinto, stjarnan úr Slumdog
Millionaire, hefði skrifað undir
samning við aðstandendur nýj-
ustu Bond-myndarinnar um að
leika Bond-gellu. Þetta virtist
allt saman gott og blessað þar
til fjölmiðlafulltrúi leikkon-
unnar sendi frá sér yfirlýsingu
um að Pinto hefði ekki skrif-
að undir neinn samning
sem fæli í sér
leik í næstu
my nd um
leyniþjón-
ustumann-
Aukin og
endurbætt