Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 34
 25. MARS 2010 FIMMTUDAGUR Under Armor Spectre II (Herra) St: 42–46 Verð 19.990 kr. (svart/blátt) Under Armor Apparition II (Dömu) St: 37–42 Verð 23.590 kr. (hvítur/gulur) Nike Lunarglide+ (herra) St:42–46 Verð 29.990 kr. (grár/grænn) Nike Lunarglide+ (dömu) St: 37–42 Verð 29.990 kr. (grár/bleikur) Útilíf er þekkt fyrir afbragðs úrval af fallegum, hágæða hlaupaskóm frá bestu vöru- merkjum heims. „Útilíf hefur alltaf verið með ríkulegt úrval af hlaupaskóm og er úrvalið nú meira en vana- lega, enda áhugi landsmanna á hlaupum alltaf að aukast og við að koma til móts við aukna eft- irspurn,“ segir Rut Arnardótt- ir, vörustjóri skódeildar Útilífs, sem rekur fjórar verslanir á höf- uðborgarsvæðinu í Holtagörðum, Kringlunni, Glæsibæ og Smára- lind en verslanir Útilífs leit- ast við að bjóða upp á íþrótta- og útivistarfatnað, skó og aðrar íþróttavörur í hæsta gæðaflokki, ásamt því að hafa úrval í helstu verðflokkum. Útilíf tók á haustdögum inn nýja íþróttavörumerkið Under Armour, en því hefur verið tekið fagnandi, ekki síst af dömum, segir Rut. „Under Armour er nýtt merki á heimsvísu og framleiðir há- gæða hlaupaskó sem sameinar topphönnun og fyrsta flokks skó- vísindi. Þá njóta Asics og Adidas samfelldra vinsælda meðal hlaup- ara, sem og Nike-hlaupaskór sem nú hefur sett fram nýju Lunar- línuna sem er afar flott skótau og dálítið speisað í útliti. Lunar mótast vel að fætinum með spán- ýrri tækni og eru einstaklega létt- ir og góðir fyrir lengri hlaup,“ segir Rut og útskýrir að nýjungar berist nánast með hverri nýrri sendingu af hlaupaskóm. „Tækninni fleygir stöðugt fram í hlaupaskógerð og ýmist að nýir eiginleikar bætast við í flóruna eða að eiginleikar sem fyrir voru séu betrumbættir. Hlauparar leita líka sífellt vandaðri skófatnaðar og á það jafnt við um íþróttafólk sem og áhugafólk.“ Rut segir úrvalið af hlaupaskóm svo fjölbreytt að allir geti fund- ið eitthvað við sitt hæfi í Útilífi. „Byrjendur kaupa sér oft einfald- ari skó í byrjun, en finna fljótlega að þeir þurfa vandaðri skó með góðri dempun. Dempunin hefur mikið að segja um álag á hné og virkar almennt þægilegri fyrir lík- amann, en þannig fer hlauparinn nánast um í léttum loftköstum.“ Hlaupið um í loftköstum Rut Arnardóttir er vörustjóri skódeildar Útilífs. Hún segir liti á skóm endurspegla litatísku íþróttafatnaðar, þannig að skór séu í stíl við fatnaðinn. Nú eru bleikir litir allsráðandi í dömutískunni og bláir og skærgrænir í herralínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 og Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 ● MEÐ FYRSTU AUGLÝSINGUNUM Ein fyrsta auglýsing um strigaskó birtist árið 1890 í Ísafold þar sem strigaskór, eða „touristasko“ voru auglýstir á 7 krónur hjá Lárusi G. Lúðvígssyni á Skólavörðustíg. Fjórum áður síðar, árið 1894, birtist auglýsing í Austra þar sem Andrés Rasmussen á Seyðisfirði auglýsir til sölu strigaskó fyrir drengi á 1,50-6 krónur og í klausunni er um leið minnt á að hjá Rasmussen sé hægt að fá „morgunskó í þrem litum“ og „mjög sterka kvenskó“. Átján árum eftir að skóverslun Lárusar auglýsti strigaskó á sjö krónur auglýsti verslunin aftur strigaskó til sölu, árið 1908, í Þjóðólfi. Í greininni eru strigaskórn- ir sagðir ýmist reimaðir, með spennum eða fjöðrum og í brúnum, gráum, svörtum og rauðbrúnum lit. ● UMHIRÐA Með góðri umhirðu geta strigaskórnir enst lengi. Á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna er að finna góð ráð um meðferð á skófatnaði og yfirleitt er þvottaleiðbeiningar að finna innan í strigaskónum. Flesta strigaskó má þvo í vél en þá er gott að setja þá inn í koddaver eða þvottaskjóðu og þvo á mildu kerfi. Strigaskó sem ekki mega fara í vélina má þvo með teppasjampói og svörtum röndum má ná af með kveikjarabensíni. Grasgrænu má ná af strigaskóm með uppþvottalegi og volgu vatni og sniðugt er að nota lítinn bursta eins og tann- eða nagla- bursta við verkið. Bera skal feiti á skó úr gerviefni og þurrka með mjúkum klút svo þeir haldi lengur fallegu útliti. Í skó sem lykta illa, eins og íþróttaskó, má reyna að strá vel af matarsóda og láta standa yfir nótt. Matarsódanum er svo hellt úr eða ryksugaður úr skónum áður en farið er í þá. Eins má setja skóna í plastpoka og frysta til að losna við óværu sem veldur vondri lykt. Það skiptir máli að ganga vel frá skóm sem ekki eru í notkun. Geyma í skóhillum eða jafnvel í skókössum sem anda. Skældum og illa gengnum skóm borgar sig að henda, þeir fara illa með fæturna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.