Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 20
20 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Skuggaþing hefur nýverið tekið til starfa eftir að hafa hlotið styrk frá Alþingi. Þingið er umræðuvettvang- ur á Netinu þar sem al- menningi gefst kostur á að fjalla um þau mál sem tekin eru fyrir á Alþingi. „Þetta byrjaði eins og margt annað með hruninu,“ segir Gunn- ar Grímsson, hönnunarstjóri Skuggaþings. „Við vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert til þess að gera gagn og ákváðum að það besta sem við gætum gert væri að reyna að tengja saman þing og þjóð.“ Því fór það svo að Gunnar og félagi hans Róbert Viðar Bjarna- son, tæknistjóri Skuggaþings, ein- settu sér að búa til vef þar sem inn kæmu öll mál frá Alþingi. Vefurinn átti að vera aðgengileg- ur öllum og hægt að skoða allar ræður og málsskjöl um leið og fólki gæfist tækifæri til þess að segja skoðun sína á málunum, hvort heldur sem það væri þeim fylgjandi eða andvígt. „Og fólk gæti komið með rök með og á móti hverju máli fyrir sig,“ segir Gunnar og áréttar að grunnfor- senda í hönnun vefsins sé að rök bæði með og á móti hafi mikið vægi. „Við erum að reyna að koma fólki upp úr skotgröfunum og fá það til að færa rök fyrir máli sínu, í staðinn fyrir að rífast.“ Vefurinn skuggathing.is fór því í loftið í prufuútgáfu skömmu fyrir jól 2008 og rekinn sem slík- ur í nokkurn tíma, þar til stofn- endurna þvarr bæði tími og pen- ingur til að sinna verkefninu. „En núna fengum við styrk á fjárlög- um frá Alþingi, tvær milljónir króna, sem gerði okkur kleift að gera ansi góðan skurk í málun- um. Við settum nýja útgáfu í loftið fyrir um þremur vikum.“ Á nýja vefnum hefur bæst við sá mögu- leiki að almenningur getur sett inn sín eigin mál sem fara svo í svipaðan farveg og gerst með mál á Alþingi. Gunnar segir viðtökurnar mjög góðar, sér í lagi miðað við hversu litla kynningu vefurinn hafi enn fengið. „Við erum komnir með um sautján hundruð notendur og tölu- verð virkni á hverjum degi.“ Hann segir þó að heldur þurfi að aukast virknin til að vefurinn nái tilætl- uðum árangri, en er bjartsýnn á að það hafist þegar fleiri frétta af vefnum. „Við áætlum að það þurfi svona fimm til tíu þúsund notend- ur til þess að þetta verði eins og ég veit að þetta getur orðið.“ Alþingismönnum hefur enn ekki verið kynntur vefurinn sér- staklega, en það mun þó í bígerð. „Við erum að ljúka við gerð við- bótar sem sýnir hvernig mál koma til með að líta út eftir að gengnar eru, ef ganga í gegn, hinar og þessar breytingatillögur, sem stöðugt koma upp í þingstörfun- um. Þegar þetta er komið í loft- ið þá ætlum við að hafa samband við þingmennina og benda þeim á þetta.“ Gunnar veit þó af nokkrum stjórnmálamönnum sem nota vef- inn og hefur heyrt af ánægju þeirra í gegn um samskiptavefinn Facebook, en skuggathing.is styður margvíslegar sendingar inn á hann. „Það er hægt að taka ræðu og/eða ræðustubb og senda beint á Face- book, sem er svolítið skemmtilegt og ein af fjölmörgum leiðum til að vekja athygli á því sem fram fer á skuggaþinginu.“ olikr@frettabladid.is Vilja fólkið úr skotgröfunum GUNNAR GRÍMSSON Vefurinn skuggathing.is var upphaflega settur í loftið skömmu fyrir jólin 2008 og rekinn í prufuútgáfu. Á þessu ári fékk verkefnið styrk frá Alþingi og vefurinn verið keyrður í nýrri mynd í um þriggja vikna skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hættur að strippa? „Ég er nú kominn á þann aldur að ég veit ekki hvort ég nenni að vera í þessu brölti lengur.“ ÁSGEIR DAVÍÐSSON, EIGANDI GOLDFINGER, UM NÝSAMÞYKKT BANN VIÐ NEKTARDANSSTÖÐUM. Fréttablaðið, 24. mars. Hjúkk! „Þetta var allt í hefí dútí flight-keisum, svo þetta gæti hafa sloppið.“ KRUMMI Í MÍNUS UM BASSA- OG GÍTARMAGNARA SEM HLJÓMSVEIT- IN SKILDI EFTIR Á BATTERÍINU ÞEGAR ÞAÐ BRANN. Fréttablaðið, 24. mars. „Það er allt rosalega gott að frétta af mér. Ég eignaðist barn fyrr í mánuðinum og svo fengum við eldgos sem er eiginlega beint fyrir utan gluggann hjá okkur,“ segir Hreinn Óskarsson, verkefnisstjóri Hekluskóga og starfsmaður Skógræktar ríkisins. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er Hreini hugleikið en hann býr í Odda á Rangárvöllum og hann segir heimilisfólk sitja á kvöldin, og stundum á daginn ef tími gefst til, og fylgjast með framvindu gossins. „Þetta er mjög spennandi. Um leið og opnast fyrir ský þá sést beint á gígana, strókana og allt saman.“ Hann segist stundum vaka vegna barnsins að næturlagi. „Barnið vekur okkur þegar það vill drekka og þá fylgjumst við með gosinu. Það var ótrúlega tilkomumikil sjón til dæmis í fyrrinótt.“ Hreinn sinnir tveimur störfum eins og fyrr segir. „Kreppan gerði það að verkum að mér var boðin aftur vinna sem skógarvörður. Ég fæ 100 prósent laun fyrir 200 prósenta starf, sem er mjög skemmtilegt. Nú er verið að undirbúa sumarið, skipuleggja gróðursetn- ingu og ráða fólk í að grisja skógana.“ Í frítíma sínum spilar Hreinn í hljómsveit og syngur í kór. „Ég er í kirkjukór Þykkvabæjar- og Oddakirkju. Það er nú bara af því að konan mín er prestur og ég bý á kirkju- staðnum. Ég spila líka í hljómsveit sem heitir Slow Train. Í þeirri sveit spilum við lög eftir Bob Dylan. Við erum að undirbúa tónleika þessa dagana, ætlum að spila með gospelkórnum Uppsveitasystrum 10. apríl næstkomandi. Við munum spila nokkur Dylan-lög með kórnum, svona gospelútgáfu af þeim.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Hreinn Óskarsson, verkefnisstjóri Hekluskóga, hefur í nógu að snúast Spilar Dylan í gospelútgáfu með kvennakór ■ Orðið skötuselur, sem nú heyr- ist daglega í fréttum, er öllu feg- urra en viðfangið sjálft. Kröfur um gagnsæi virðast þó ekki hafa verið mjög ríkar á framan- verðri nítjándu öld þegar höfundur- inn smíðaði orðið. Þótt sannarlega sé skötuselurinn í flatara lagi á hann nefnilega lítið líffræðilega skylt við skötu – og enn minna við sel. Þessi nýyrðasmið- ur var þó enginn nýgræðingur í faginu. Hann hét Jónas Hall- grímsson og samdi ógrynni íslenskra orða sem notuð eru óspart enn í dag. Skáldið stakk raunar upp á öðru nafni á skötuselinn, sædyfli, sem hefur þurft undan að láta. Erlend orð yfir þennan ófrýnilega fisk eru mörg og misjöfn. Á ensku heitir hann ýmist anglerfish (öngulfiskur) eða monkfish (munkfiskur), og á þýsku er hann jafnan kallaður seeteufel, sem á íslensku mundi útleggjast sem sædjöfull og við notum raunar um annan fisk, skyldan skötusel. Danir og Norð- menn tala um havtaske (hafgálu) eða bredflab (breiðkjaft). - sh TUNGUTAK Jónas skapaði skötuselinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.