Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 70
54 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR
Björk Guðmundsdóttir syngur
dúett í einu lagi á væntanlegri
plötu Ólafar Arnalds. Lagið verður
eitt þriggja sem er sungið á ensku
á plötunni, hin eru á íslensku. Líkt
og á fyrstu plötu Ólafar, Við og
við sem kom út 2007, vann Kjart-
an Sveinsson (í Sigur Rós) plöt-
una með henni. Platan er tilbú-
in og heitir Innundir skinni, en
ekki er frágengið hvenær hún
kemur út. Það gæti verið í vor eða
í október. Útgefandinn, hið gamal-
gróna fyrirtæki Sykurmolanna og
Bjarkar, One Little Indian, gefur
plötuna út. OLI gaf Við og við út í
Bandaríkjunum í janúar.
Þetta er fyrsti dúett Bjarkar á
plötu með íslenskum listamanni
síðan hún söng „Ó borg mín borg“
með KK í myndinni Sódóma
Reykjavík. Hún og Ólöf eru góðir
kunningjar. Í seinni tíð hefur Björk
meðal annars sungið dúetta með
Anthony Hegarty og Thom Yorke.
Björk hefur verið að kíkja á efni á
nýja plötu í hljóðverum vestanhafs,
en þó er ólíklegt að ný plata með
henni líti dagsins ljós á þessu ári.
Ólöf er nú á fullu við að kynna
sig og tónlist sína. Hún spilaði
á dögunum á SXSW-hátíðinni í
Austin og fékk mikla athygli. Við-
tal við Ólöfu má nú sjá á forsíðu
NPR (National Public
Radio) útvarpsstöðv-
arinnar í Bandaríkj-
unum. Þar er Ísland kynnt,
eins og venjan er þegar
íslenskir popparar fara
í viðtöl erlendis. Mest
púður fer þó vitaskuld
í að lýsa söng Ólafar.
Hann er sagður
framandi og dill-
andi og tónlistin er
sögð tímalaus og
áhrifamikil. Ólöf
kemur næst fram
á Íslandi á Aldrei
fór ég suður á
Ísafirði um
páskana.
- drg
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. fíngerð líkams-
hár, 8. fornafn, 9. bókstafur, 11. leita
að, 12. orðtak, 14. urga, 16. pípa, 17.
til viðbótar, 18. niður, 20. tveir eins,
21. nabbi.
LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. umhverfis,
4. gróðrahyggja, 5. af, 7. ólaglegur,
10. framkoma, 13. gerast, 15. sál, 16.
egna, 19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mér, 9. eff,
11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17.
enn, 18. suð, 20. dd, 21. arða.
LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd,
5. frá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15.
anda, 16. æsa, 19. ðð.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Batteríið.
2 Mínus.
3 Hamar og KR.
Sundlaugin á Hofsósi sem athafnakonurnar Steinunn
Jónsdóttir og Lilja Pálmadóttir gáfu íbúum staðarins
2007 verður vígð á laugardaginn. Afrekskonan Ragn-
heiður Ragnarsdóttir tekur fyrsta sundsprettinn
ásamt grunnskólabörnum en mikil spenna ríkir
meðal íbúa Hofsóss fyrir því að geta loksins
skellt sér í sund. Lilja Pálmadóttir kvaðst ánægð
með að komið væri að þessum tímamótum en
tæp þrjú ár eru liðin frá því að þær Steinunn og
Lilja skrifuðu undir viljayfirlýsingu um verk-
efnið á kvenréttindadaginn 19. júní. „Þetta
er bara skemmtilegt og gaman að þetta
skuli vera búið. Nú er bara að vona að
fólk eigi eftir að njóta þess,“ segir Lilja.
Það var forsetafrúin Dorrit Moussa-
eiff sem tók fyrstu skóflustunguna að
sundlauginni í apríl 2008 en verktaka-
fyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson sá
um að reisa sundlaugina sem er með
útsýni yfir til Drangeyjar. Arkitekt-
inn Sigríður Steinþórsdóttir teiknaði
bygginguna en innifalið í gjöfinni var
vegleg þjónustumiðstöð. Upphaflega
stóð til að byggingu sundlaugarinnar
yrði lokið fyrir jól á síðasta ári en vegna
efnisskorts tafðist það aðeins. „Ég held að
krakkarnir hérna séu mest spenntir fyrir
þessu og þetta verður alveg hryllilega
skemmtilegt,“ segir Lilja. - fgg
Laug Lilju og Steinunnar vígð
ÓLÖF OG BJÖRK Syngja saman
í einu lagi á væntanlegri plötu
Ólafar, Innundir skinni.
Björk syngur á plötu Ólafar Arnalds
KOMIÐ AÐ OPNUNARDEGINUM Afrekskonan
Ragnheiður Ragnarsdóttir mun vígja sundlaugina
ásamt grunnskólabörnum frá Hofsósi en það
eru athafnakonurnar Steinunn Jónsdóttir og Lilja
Pálmadóttir sem gáfu íbúunum hana.
„Ég horfi á Gossip Girl og
Desperate Housewives, þessa
týpísku stelpuþætti.
Elva Dögg Árnadóttir hönnuður.
Tíu ára samstarfi söngkonunnar
Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og
umboðsmannsins Maríu Bjark-
ar Sverrisdóttur lýkur í sumar.
Norskur umboðsmaður tekur þá
við keflinu en söngkonan hyggst
fylgja eftir frábærri frammi-
stöðu í Eurovision-keppninni fyrir
ári. María Björk staðfesti þetta í
samtali við Fréttablaðið í gær.
„Samningurinn milli mín og
Jóhönnu rennur út í sumar og þá
er þetta búið. Norski umboðsmað-
urinn mun smátt og smátt taka
við henni,“ segir María Björk og
tekur fram að þetta hafi allt gerst
í mesta bróðerni, engum hurðum
hafi verið skellt. „Ég er með næg
járn í eldinum sem er ekki tíma-
bært að segja frá og hef nóg á
minni könnu.“ María, sem hefur
um árabil rekið Söngskóla Maríu
Bjarkar, segir þessi tíu ár hafa
verið mikla rússíbanareið en hún
uppgötvaði sönghæfileika Jóhönnu
þegar söngkonan var aðeins níu
ára gömul. „Maður byrjaði nátt-
úrlega með barn sem síðan varð
unglingur og nú er bara komið að
leiðarlokum hjá okkur og við taka
ný verkefni og nýir tímar,“ segir
María. Hún viðurkennir að ævin-
týrið í Moskvu hafi verið ákveðinn
hápunktur þar sem Jóhanna söng
sig inn í hug og hjörtu Evrópubúa
með Is it True? og hafnaði í öðru
sæti.
Jóhanna Guðrún segir að sam-
starfið hafi verið gott á meðan það
var og María hafi staðið sig ákaf-
lega vel. „Enda sjaldgæft að svona
samstarf skuli vara svona lengi,“
segir Jóhanna. Nú hafi aftur á
móti verið rétti tímapunkturinn
að breyta til hjá þeim báðum og
halda áfram, hvor á sinni braut.
Jóhanna segir norska umboðs-
manninn, Eyvind Brydoy, vera
feikilega virtan í sínu fagi, hann sé
með á sínum snærum hljómsveitir
sem hafi verið að gera góða hluti í
Evrópu. „Auðvitað horfir maður til
útlanda þótt auðvitað geti brugð-
ið til beggja vona í þeim bransa.
En þá skiptir máli að vera með góð
sambönd og tengslanetið í lagi þótt
ég sé ekki að segja að María hafi
ekki verið með það,“ segir Jóhanna
sem hefur þegar verið bókuð til að
koma fram á listahátíð í Finnlandi.
freyrgigja@frettabladid.is
JÓHANNA GUÐRÚN: HORFIR TIL ÚTLANDA MEÐ NORSKUM UMBOÐSMANNI
Samstarfi Jóhönnu Guð-
rúnar og Maríu að ljúka
Á GÓÐRI STUNDU Jóhanna Guðrún og María Björk á góðri stundu í Moskvu þar sem
stærsti sigur þeirra vannst. Tíu ára samstarfi þeirra lýkur í sumar og þá tekur norski
reynsluboltinn Eyvind Brydoy við. FRÉTTABLAÐIÐ/ALMA
Endanleg útgáfa af íslenska Euro-
vision-laginu Je ne sais quoi verður
frumflutt í Kastljósinu í kvöld.
Heimildir Fréttablaðsins herma að
lagið sé talsvert breytt frá því að
Íslendingar heyrðu það fyrst í und-
ankeppninni, en skömmu eftir að
lagið vann lýstu höfund-
arnir Hera Björk og
Örlygur Smári því yfir
að lagið yrði gert enn
þá sigurstranglegra.
Örlygur hefur legið
undir feldi undan-
farið og leyfir þjóð-
inni að heyra
herlegheitin
í kvöld.
Heimildarmyndin Íslensk alþýða
hefur verið valin inn á hina virtu
heimildarmyndahátíð Hot Docs
í Toronto. Höfund-
ur myndarinnar er
Þórunn Hafstað en
myndin fjallar um
verkamannabú-
staðina í vesturbæ
Reykjavíkur. Mynd-
in verður sýnd
hinn 7. maí
næstkom-
andi.
Anita Briem og kærastinn hennar,
Dean Paraskevopoulos, sóttu
glæsilega opnun skemmtistaðarins
Drai’s Hollywood. Anita og Dean
voru þar í fríðum
flokki stjarna því
meðal gesta voru
American Idol-
stjörnurnar Ryan
Seacrest og Randy
Jackson. Þess er nú
beðið að nýjasta
mynd Anitu, Dead
of Night, komi í
kvikmyndahús
en þar leikur
hún á móti
Ofurmenn-
inu Brandon
Routh.
- afb, hdm, fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010