Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 6
6 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvaða úrræði eru í farvatninu með myntkörfulán fólks hjá eignaleigu- fyrirtækjum? NEYTENDAMÁL Samningaviðræð- ur standa yfir á milli félags- málaráðherra og eignaleigufyr- irtækjanna, um að þau taki á sig afskriftir vegna bílalána. Í ráðu- neytinu er litið svo á sem forsend- ur lánasamninganna séu brostn- ar og bregðast þurfi við stöðunni. Misbrestur hafi verið á því að greiðslugeta fólks hafi verið metin þegar lánin voru veitt. Dæmi eru um að lán séu 2,5-falt verðgildi bíla. Eignaleigurnar sem um ræðir eru Avant, SP-fjármögnun, Íslandsbanki og Lýsing. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þrjú fyrstnefndu fyrirtæk- in öll lýst sig reiðubúin til samn- inga og grundvöllur sé fyrir sam- komulagi við þau. Lýsing hefur hins vegar verið treg í taumi og vill engar afskriftir, samkvæmt heimildum blaðsins. Hugmyndirnar ganga út frá að færa myntkörfulán til móts við íslensk kjör. Við það bætist álag, 10 til 15 prósent, og lánin geti því orðið 110 til 115 prósent í stað 250 prósent eins og nú eru dæmi um. Nauðsynlegt þykir að setja eitt- hvert álag á lánin, annað þykir ósanngjarnt gagnvart þeim sem tóku lán í íslenskri mynt. Mynt- körfulánin báru lægri vexti og í þeim fólst áhætta sem ekki verð- ur horft fram hjá. Nú þykja for- sendurnar brostnar og því verði að afskrifa hluta lánanna. Ljóst er að fyrirtækin munu verða fyrir töluverðu tapi verði þessi leið farin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir það ásættanlegt innan stjórnkerf- isins. Lítillar forsjálni hafi gætt í lánveitingum og fyrirtækin verði að horfast í augu við þá áhættu sem þau tóku, líkt og bankarnir hafa þurft að gera. Á r n i P á l l Árnason félags- málaráðherra vildi lítið tjá sig um innihald viðræðnanna, en sagði þó að þetta mál yrði að klára. „Við viljum gjarnan komast að sameiginlegri niðurstöðu með fyrirtækjunum og mörg þeirra hafa sýnt samstarfs- vilja. Þetta er mál sem við verð- um að klára og við munum höggva á hnútinn ef ekki næst niðurstaða með samningum.“ Það er því ljóst að ríkisstjórn- in er tilbúin til lagasetningar ef ekki nást samningar. Ólíklegt er, samkvæmt heimildum blaðs- ins, að samningar náist. Verði af lagasetningu megi búast við máls- höfðun á hendur ríkisvaldinu. Afskriftir af þessari stærðar- gráðu hafa áhrif á stöðu fyrir- tækjanna. Samkvæmt ársreikn- ingi átti Lýsing, í árslok 2008, útistandandi 8,9 milljarða hjá viðskiptavinum sínum vegna eignaleigusamninga um fasteign- ir, vélar og tæki og samtals 28,5 milljarða í útlánum og kröfum. kolbeinn@frettabladid.is FJÖLDI BÍLA Eignaleigur hafa leyst til sína fjölda bíla eftir efnahagshrunið. Félags- málaráðherra vill færa myntkörfulán til móts við innlend lán, en þó með 10 til 15 prósenta álagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁRNI PÁLL ÁRNASON Lýsing tregust til afskrifta bílalána Félagsmálaráðherra hefur rætt við eignaleigur um afskriftir niður í 110 til 115 prósent af lánsfjárhæð. Samningsgrundvöllur hefur náðst en Lýsing er treg í taumi. Ráðherra boðar lagasetningu náist ekki samningar. ALÞINGI Þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar vændu hvorir aðra um að láta hagsmuni þeirra sem styrkja flokkana ráða málflutningi sínum á Alþingi í gær. Magnús Orri Schram, Samfylk- ingu, sagði að ef til vill væri rétt að skoða tregðu Sjálfstæðisflokksins til að birta upplýsingar um styrki til flokksfélaga á landsbyggðinni í samhengi við andstöðu flokksins við skötuselslögin. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sam- fylkingu, sagði að lög um fjármál stjórnmálaflokka væru fyrir kjós- endur svo að þeir gætu metið mál- flutning flokka og þingmanna í ljósi þess hverjir styðja þá fjár- hagslega. „Í Valhöll er trúnaðurinn enn mestur við þá sem létu fram- lög af hendi rakna,“ sagði hún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði að fjáröflunin hefði á sínum tíma verið fyllilega í sam- ræmi við lög. Styrkir hefðu farið úr böndum. Því hefðu sjálfstæðis- menn skilað háum styrkjum frá FL Group og Landsbankanum. Hún spurði hvort Samfylkingin ætlaði ekki að skila styrkjum frá Baugi, FL Group og tengdum félögum. Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðis- flokki, spurði hvort skýringarinn- ar á afstöðu Samfylkingarinnar til fjölmiðlafrumvarpsins á sínum tíma væri að leita í því hver var duglegastur við að styrkja Sam- fylkinguna á þeim tíma. „Það er verðugt rannsóknarefni,“ sagði Illugi. - pg Samfylking og Sjálfstæðisflokkur skiptast á skotum um fjármál flokkanna: Vændu hvor annan um að vinna í þágu styrktaraðila ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Lögregla telur íkveikju líklegustu orsök brunans í Batteríinu við Hafnarstræti 1 til 3 á þriðjudagsmorgun. Þetta var fullyrt í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, vill þó ekkert segja um upptökin að svo stöddu. Rannsóknin standi enn og þar til niðurstöður liggja að fullu fyrir sé einungis hægt að geta sér til um málið. Talið er að eldurinn hafi kviknað á annarri hæð hússins. Húsið stór- skemmdist í brunanum. - sh Lögregla telur íkveikju líklegustu orsök brunans í Hafnarstræti 1 til 3: Líklega kveikt í Batteríinu FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM MIKLAR SKEMMDIR Húsið er afar illa farið eftir brunann, sem virðist hafa komið upp á annarri hæð. BANDARÍKIN, AP Gosdrykkja- og snakkframleiðandinn PepsiCo ætlar að minnka magn natríums, sykurs og fitu um allt að fjórð- ung í helstu vörum sínum á næstu árum. Fyrirtækið kynnti næringar- stefnu sína til næstu tíu ára í gær. Markmiðið er að minnka viðbætt- an sykur í gosi um 25 prósent og mettaða fitu í snakki um 15 pró- sent. Þá ætlar fyrirtækið að fram- leiða fleiri vörur sem innihalda trefjar, ávexti, grænmeti og fitu- snauðar mjólkurvörur. - bs Pepsi dregur úr óhollustu: Minnkar sykur og fitu í vörum Var rétt af Samtökum atvinnu- lífsins að slíta stöðugleikasátt- málanum? Já 37,9% Nei 62,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Munt þú sakna þess að geta séð nektardans á Íslandi? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.