Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 25. mars 2010 35 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 25. mars 2010 ➜ Tónleikar 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, flytja verk Pauls Hindemith og Maurice Ravel á tónleikum sem fara fram í Háskólabíói við Hagatorg. Nánari upplýsingar á www.sinfonia.is. 20.00 í tilefni af 75 ára fæðingaraf- mæli Elvis Presley halda Friðrik Ómar og hljómsveit tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. 20.00 Söng- og leikkonan Jana María Guðmunds- dóttir og Valmar Valjaots flytja tónlistardagskrá tileinkaða Ingi- björgu Þorbergs, söngkonu og tónskáldi, í Sam- komuhúsinu við Hafnarstræti á Akureyri. 20.30 Stórsveit Suðurlands heldur tónleika í Iðnó við Vonarstræti. Á efnis- skránni verða hefðbundin swinglög, samba og funk. Sérstakur gestur tón- leikanna er Raggi Bjarna. 21.00 Kvartett Maríu Magnúsdóttur heldur tónleika í kjallara Cafe Cultura við Hverfisgötu. Á efnisskránni verða m.a. lög Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Susönu Baca og Lhasa de Sela. 21.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur tónleika ásamt Myrru Rós á Kaffi Rósen- berg við Klapparstíg. ➜ Opnanir Dagbjört Matthíasardóttir og Magnús Hannibal Traustason opna sýningu í sýningarrýminu Boganum í Gerðubergi (Gerðubergi 3-5) Sýningin verður opin alla virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-16. ➜ Fundir 17.00 Borgarbókasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Reykjavíkur efna til kráarölts um miðbæinn um þar sem staðir við Aðalstræti og Hafnarstræti verða skoðaðir og saga þeirra rakin. Leiðsögumenn eru Einar Ólafsson, Gísli Helgason og Úlfhildur Dagsdóttir. Lagt verður af stað frá Grófarhúsi kl. 20. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. ➜ Sýningar Bóel Ísleifsdóttir og Anna Henriksdóttir hafa opnað myndlistarsýningu á veitingastaðnum Á næstu grösum við Laugaveg 20b. Opið mán.-lau. kl. 11.30-22 og sun. kl. 17-22. Á Listasafninu á Akureyri við Kaup- vangsstræti hefur verið opnuð yfirlits- sýning á verkum Tryggva Ólafssonar sem spannar 40 ár af ferli hans. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 12 til 17. í Sýningarsal Listasafns Reykjanes- bæjar í Duushúsum, hefur verið opnuð ljósmyndasýningin Spegilsýnir. Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Jónatan Grétarsson, Katrín Elvarsdóttir, Spessi og Þórdís Erla Ágústsdóttir. Opið virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-17. ➜ Síðustu forvöð Í Gallerí Fold við Rauðárstíg stendur yfir sýning Hrafnhildar Ingu Sigurðar- dóttur en henni lýkur á sunnudag. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 14-16. ➜ Upplestur 17.15 Ritlistarhópur Kópavogs verð- ur með upplestur í rýminu Kórnum á Bókasafni Kópavogs við Hamraborg 6a. Arngrímur Vídalín og Sigurlaug Bjarney Gísladóttir lesa úr ljóðum sínum. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta-mottu Quiz verður haldið á Enska barnum við Austurstræti. Allir sem mæta með mottu fá frían bjór. Barinn ætlar að tvöfalda aðgangseyr- inn og gefa til átaksins „Karlmenn og Krabba- mein”. Tveir í liði, 30 fótboltaspurningar, mottuþema. Nánari upplýsingar á www. sammarinn.com. ➜ Leikrit 14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda verður með aukasýningu á leikverkinu “Nakinn maður og annar í kjólfötum” eftir Dario Fó í Iðnó við Vonarstræti. Upplýsingar um viðburði sendist á Á Listahátíð í Reykjavík í vor býðst einstakt tækifæri til að sjá rómuð- ustu ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare, í stórbrotinni uppfærslu litháíska leikstjórans Oskaras Koršunovas á Stóra sviði Borgarleikhússins. Forsala á þennan einstaka viðburð hefst í dag kl.10 í miðasölu Borgar- leikhússins, á www.listahatid.is og www.miði.is. Þessi margverðlaun- aða uppsetning hefur ferðast um allan heim síðustu tíu ár og kemur til Íslands í samvinnu Borgarleik- hússins og Listahátíðar í Reykja- vík. Um sannkallaðan hvalreka er ræða fyrir leikhúsáhugafólk því túlkun Koršunovas er einstök á þessu verki. Oskaras Koršunovas er einn fremsti leikstjóri Evrópu í dag og stýrir hann Borgarleikhúsi Vilnius. Koršunovas hefur sett upp leikrit víðs vegar um heiminn en undanfar- in ár hefur hann reynt að einbeita sér að OKT Borgarleikhúsinu í Viln- ius. Hann hefur þó tekið frá tíma til að leikstýra jólaleikriti Borgar- leikhússins nú í ár. Hefur hann valið annað Shakespeare-verk sem hann vill takast á við með íslenska hópn- um, Ofviðrið. Síðasta leikstjórnar- verkefni Koršunovas var nú í mars í Folkoperan í Stokkhómi. Þar vann hann óperu Kurts Weill, Der Silver- see eða Silfurhafið, sem var fyrst frumsýnd árið 1933. Gagnrýnend- ur í Svíþjóð hafa lofað uppsetning- una einróma og gekk gagnrýnandi Dagens Nyheter svo langt að kalla uppsetninguna kraftaverk. Koršunovas lætur Rómeó og Júlíu gerast meðal bakara og berj- ast ættirnar tvær ekki bara um völdin í Verónaborg heldur líka um það hver bakar besta brauð- ið og sætustu kökurnar. Mikill kraftur, húmor og magnað sjónar- spil einkenna sýninguna. Sjálfur segir Koršunovas um nálgun sína að verkinu: „Rómeó og Júlía er þjóðfélagslegt leikverk, þar sem ósköp venjuleg ást dregst inn í harmrænar aðstæð- ur og verður því að harmleik. Það sem heillar mig mest er að ástin kviknar og dafnar í hatursfullum kringumstæðum stríðshrjáðrar Verónu. - pbb Miðasala hafin á ástarsögu LEIKLIST Atriði úr rómaðri sviðsetningu Koršunovas á Rómeó og Júlíu. MYND/BORGARLEIKHÚSIÐ MIÐASALAN ER OPIN FRÁ 13:00-17:00 MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA Á NETINU: WWW.LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS GAMANLEIKRIT EINS OG ÞAÐ GERIS T BEST! 4 LEIKARAR 1 39 HLUTVERK Sýnt í Samkomuhúsinu LEIKHÚSVEISLA Á AKUREYRI UM PÁSKANA! MIÐASALA Í SÍMA 4600 200 TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMA! Þrjár fyndnustu leikkonur landsins saman á sviðinu! Sýnt í Rýminu Sýnt í Samkomuhúsinu Sýnt á Marina, Strandgötu 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.