Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 25. mars 2010 Tískublöð og ritstjórar hafa gríðarleg áhrif í tískuheiminum. Þau geta skipt sköpum fyrir afkomu tískuhúsanna og hrein- lega skipt öllu máli fyrir nýjan hönnuð sem stígur sín fyrstu skref í bransanum. Þeim er mik- ilvægt að fá jákvæða umfjöllun í tískupressunni þegar þeir eru að byrja og reyndar geta gamlir hundar stundum átt erfitt upp- dráttar eftir neikvæða umfjöllun tískuskríbentanna. Samband blaðamanna og tískuiðnaðarins er langt frá því að vera gegnsætt og heilbrigt því tískuhúsin eru mikilvægir auglýsendur hvort sem um er að ræða blöð, tímarit eða jafnvel sjónvarp. Líklegt að blaðamenn og ritstjórar fari sér hægt í að skrifa illa um mikil- væga viðskiptavini þegar auglýs- ingar eru annars vegar. Á tískuvikunni í byrjun mars- mánaðar fréttist að einn af fræg- ari ritstjórum tískupressunni, Carine Roitfeld, ritstjóri franska Vogue, hafði ekki fengið boðs- kort á tískusýningu Balenciaga og var hreinlega bannað að koma á tískusýninguna. Carine Roit- feld er áhrifamikil í tískunni, minnir á hina óviðjafnanlegu Önnu Wintour, ritstjóra banda- ríska Vogue, sem var fyrirmynd aðalpersónu bókarinnar Djöf- ullinn klæðist Prada og Merill Streep gerði ódauðlega á hvíta tjaldinu. Fyrir suma hönnuði hefur hún skipt öllu máli á ferl- inum. En tískuhús Balenciaga kunni illa að meta að Carine Roitfeld hvíslaði í eyra eins sam- keppnisaðila nokkrum hugmynd- um sem reyndust komnar frá tískuhúsinu. Tískuritstjórarnir eru nefnilega ekki aðeins í blaða- mennsku heldur selja sömuleiðis ráðgjöf til tískuhúsanna, ritstjór- arnir skrifa svo aftur um tísku- húsin og markaðsdeildirnar selja tískuhúsunum auglýsingar. Sam- kvæmt tískuráðgjafa sem hefur gert þetta vafasama samband tískuhúsa og tískublaðamanna að umtalsefni getur þessi ráðgjöf kostað 50.000 evrur á dag og jafnvel 10.000 evrur á tímann! Svo eru selja þeir ritstjórar sem eru gráðugastir ráðgjöf sína til fleiri en eins aðila á sama tíma, því mikið vill meira. Að auki hafa þessir tískuritstjórar og blaðamenn oftast 30 prósenta afslátt hjá tískuhúsunum og fá að auki boð á einkaútsölur, svona rétt til að liðka aðeins meira fyrir „jákvæðum og góðum sam- skiptum“. Spurning hvort ekki sé hreinlega hægt að tala um mútur, í það minnsta afskaplega óljós og óskilgreind tengsl svo ekki sé meira sagt. Stundum dugir þó ekki til að hafa ástir Önnu Wintour til að slá í gegn. Olivier Theyskens naut taumlauss stuðnings henn- ar við að endurreisa hið gamla tískuhús Ninu Ricci án þess að nokkuð gengi. Á endanum gafst Theyskens upp. Nú hefur Peter Chopping tekið við hjá Ninu Ricci og síðan leikur allt í lyndi á þeim bænum. bergb75@free.fr Að dæma lifendur og dauða ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Óskar tískunnar er á næsta leiti og voru tilnefningarnar kunn- gjörðar fyrir skemmstu. CFDA-verðlaunin (Counc- il of Fashion Designers of America awards), sem má kalla Óskarsverðlaun tískuiðnaðarins, verða veitt hinn 7. júní næst- komandi. Tilnefning- ar voru kunngjörð- ar á mánudag og í kvenfataflokki mátti heyra nöfnin Marc Jacobs, Donnu Karan og Alexand- er Wang. Í karl- mannsfataflokki voru það hins vegar Tom Ford, Michael Bastian og Mar- cus Wainwright & David Neville fyrir Rag & Bone sem hlutu tilnefningar. Marc Jacobs hlaut einnig tilnefningu í fylgihluta- flokki ásamt Alexis Bittar og Laz- aro Hernandez og Jack McColl- ough sem hanna fyrir Proenza Schouler. Verðlaunanefndin hefur þegar gefið út að Alexand- er McQueen, sem lést fyrr á þessu ári, muni hljóta sérstaka heiðursviður- kenningu fyrir framlag sitt til tískuiðnaðarins auk þess sem banda- ríski fatahönnuður- inn Michael Kors fær verðlaun fyrir ævi- starfið en hann hefur starfað við tískuiðn- aðinn í þrjátíu ár. Þá munu ungir og efni- legir hönnuðir hljóta sérstök hvatningar- verðlaun í öllum flokkum. - ve Hönnuðir heiðraðir Fatahönnuðurinn Donna Karan er tilnefnd í kvenfata- flokki. Tísku- og lífsstílstímaritið Vogue var stofnað í Banda- ríkjunum árið 1892 og hefur verið lífseigasta og farsæl- asta tískutímaritið allar götur síðar. Stofnandi þess var Arthur Baldwin Turnure. Tímaritið er gefið út í átján löndum. Það heldur einnig úti síðunni www.style.com wikipedia.org T H E D A Z Z L I N G R A D I A N C E O F C R Y S TA L F O R Y O U R C O M P L E X I O N Kringlunni 20% afsláttur af GUERLAIN á kynningardögum 25.–31. mars í snyrtivöruverslun Lyfja & heilsu kringlunni. Sérfræðingar GUERLAIN verða á staðnum og veita faglega ráðgjöf. Kynnum nýja farðann frá Guerlain, Parure Aqua, Parure Extreme og Parure Gold. Farði sem dregur fram ljóma húðarinnar, gefur henni raka og fallega áferð. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar. www.jsb.is Vornámskeið 8. apríl - 6. maí 2010 Í form fyrir sumarið 4 vikna vikna JAZZDANS og PÚL námskeið fyrir þá sem elska að dansa og hafa áhuga á að koma sér í gott form. • Kennt er á mánudögum kl.20:00 og fimmtudögum kl.19:30 • Tímar eru fyrir byrjendur og lengra komna • Hver tími er 75 mínútur, áhersla á styrk, liðleika og dansþjálfun. • Kennarar eru Irma Gunnarsdóttir og Þórdís Schram Vertu með! Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is Verð: 8.900 kr. Innifalinn er frjáls aðgangur að tækjasal meðan á námskeiði stendur. Nýtt! STUDIOKORT er árskort sem gildir á öll dansnámskeið í Dansstudioi JSB á tímabilinu. Fjölbreytt námskeið í boði allan ársins hring. Kortið veitir einnig frjálsan aðgang að tækjasal JSB. Verð: 56.900 kr. ¨ Innritun hafin! Sími 581 3730 ansararD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.