Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 52
36 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR
Leikhús ★★
Fíasól
Eftir Kristínu Helgu Gunnars-
dóttur
Leikarar: Lára Sveinsdóttir, María
Pálsdóttir, Sindri Birgisson Tónlist:
Ingó í Veðurguðunum Leikmynd:
Högni Sigurþórsson Búningar:
Leila Arge Lýsing: Jóhann Bjarni
Pálmasson Hárgreiðsla: Þóra
Björg Benediktsdóttir Leikgerð:
Kristín Helga Gunnarsdóttir og
Vigdís Jakobsdóttir Leikstjórn:
Vigdís Jakobsdóttir
Litskrúðugt krakkaherbergi tekur
á móti óþreyjufullum ungum áhorf-
endum. Herbergið er heillandi og
bjart og því gersamlega út í hött að
kalla það ruslahaug þó svo að dótinu
sé ekki raðað spikk og span. Fías-
ól er heima ásamt vini sínum Ing-
ólfi þar sem hún er lasin og af og til
kemur mamma hennar hóstandi og
segir frá því að hún sé með flensu.
Í hlutverki Fíusólar sjáum við Láru
Sveinsdóttur sem því miður lék á
frekju-, geiflu- og garg nótum mest-
megnis þó svo að henni hafi tekist
að slaka á inn á milli. Maríu syst-
ur hennar og tiltektarkarlinn, sem
heillaði alla krakka þegar hann
kom með skrítnu ryksuguna sína,
lék María Pálsdóttir, sem hvíldi
betur í sínum hlutverkum. Ing-
ólf, vininn með húfuna, lék Sindri
Birgisson og var hann góður í
sínu hlutverki þótt atkvæðalítill
væri. Fíasól byggist sem kunnugt
er á samnefndum bókum og höfðu
margir áhorfendur greinilega
kynnst henni í ýmsum myndum og
því var eðlilegt að ákveðinnar von-
svikni gætti hjá þeim áhorfendum,
þar sem svo óskaplega lítið gerðist.
Það var beðið eftir ævintýri en það
lét standa á sér.
Ein níu ára gretti sig lítillega
þegar sýningu lauk og sagðist oft
hafa séð skemmtilegri leikrit en
þetta, fyrir utan að Fíasól er ekki í
raun og veru svona asnaleg. Þetta
voru kannski orð að sönnu, hún
var gerð of asnaleg. Það að geifla
sig og hoppa í rúminu sínu með tíu
tíkarspena er ekki nóg til þess að
skemmta, fræða, hræða og ala upp
vitsmunaverur af yngstu kynslóð-
inni. Sumum finnst það uppeldis-
lega skemmtilegt að tala um kúk
og piss og velta sér upp úr mynd-
líkingum um þau fyrirbæri. Per-
sónulega finnst mér það ódýr leið
að ungum hjörtum.
Leikmyndin var heillandi og lit-
irnir vöktu gleði og áhuga en tón-
listaratriðin voru of hvöss einhvern
veginn fyrir utan að bein þátttaka
áhorfenda sem áttu þó að sitja inni
í herbergi Fíusólar varð engin. Um
síðustu helgi sýndu leikarar Mögu-
leikhússins Langafa prakkara, leik-
verk sem alla jafna er sýnt á leik-
skólum en var nú tyllt upp á svið
þar efra í Breiðholti, Gerðubergi.
Þar segir frá lítilli stelpu sem er
í pössun hjá langafa sínum sem er
blindur og mjög uppátektarsamur.
Það má segja, ef verkin eru borin
saman, að prakkarinn hafi lifnað
við og verið skilgreindur hjá Lang-
afa meðan Fíasól var bara með
látalæti.
Lítið er ungs manns gaman
og það er mikilvægt að halda
ungu kynslóðinni að leikhús-
inu snemma, en það verður líka
að gera sér grein fyrir að börnin
eru vitsmunaverur og það verð-
ur að hafa nokkur grunnatriði í
huga við gerð sýninga fyrir börn,
nefnilega uppeldisþáttinn, og að
hræða, fræða og skemmta. Besti
bútur sýningarinnar uppfyllti
þessa þætti, nefnilega hið örstutta
augnablik meðan draugarnir undir
rúminu fengu að leika lausum hala.
Leikmyndin var eftirminnilegust,
veröld sem margir krakkar hefðu
viljað staldra aðeins við í.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Illa nýtt tækifæri til að
búa til leiksýningu eftir vinsælum
barnabókum.
Leikmynd og tíkarspenar
LEIKLIST Höfundurinn Kristín Helga, Lára Sveinsdóttir í hlutverki Fíusólar og leikstjórinn Vigdís Jakobsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Margt er á seyði á Akureyri
næstu daga: Akureyrarakademí-
an skipuleggur fyrirlestur í gamla
Húsmæðraskólanum í dag kl. 17.
Þóroddur Bjarnason, félagsfræð-
ingur við Háskólann á Akureyri,
flytur þar erindi í fyrirlestraröð
Akademíunnar sem hann nefnir
„Ertu á förum? Framtíð búsetu
á norðanverðum Tröllaskaga“.
Erindið er öllum opið og aðgangur
ókeypis.
Í kvöld er dagskrá í Sigurhæð-
um kl. 20. Þórunn Valdimarsdótt-
ir hefur skrifað sögu Matthías-
ar Jochumssonar. Hún þekkir
því vel sögu fátæka drengsins úr
Þorskafirði sem varð eitt ástsæl-
asta skáld þjóðarinnar. Hún rýnir
einnig í ljóð sem fundust á Sigur-
hæðum en höfðu ekki birst í ljóða-
bókum Matthíasar. Stofutónleikar
verða að loknum fyrirlestri, Lára
Sóley Jóhannsdóttir fiðla og Matti
Tapani Saarinen gítar leika.
Á morgun verða tónleikar í
Ketil húsinu kl. 20. Kór Mennta-
skólans í Reykjavík er kominn
norður og syngur þar kirkjuleg
og veraldleg verk, bæði íslensk
og erlend. Þar er að finna útsetn-
ingar úr íslenskum söngarfi eftir
Róbert A. Ottósson, Smára Ólason,
Hjálmar H. Ragnarsson og Árna
Harðarson. Stjórnandi kórsins er
Guðlaugur Viktorsson.
Menning á Akureyri
Fagor hitakútar
TB
W
A
\P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
1
00
81
4
45.900
49.900
56.900
65.900
73.900
82.900
97.900
Landsýn
Vissir þú... að í Gerðubergi er frábær aðstaða
fyrir veislur, fundi, ráðstefnur og námskeið?