Fréttablaðið - 28.05.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 28.05.2010, Síða 10
10 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hafa hross sem hafa verið flutt út borið hestapestina með sér? Frá því að vart varð við smitandi hósta í hrossum í byrjun apríl hafa verið flutt út til Evrópu 59 hross í þeim mánuði og 57 hross í maí. 5. maí fóru ellefu hross til Mið-Evr- ópu, en 8. maí fóru 46 hestar til Norðurlandanna. Sjö hestar voru teknir úr þeim hópi við útflutnings- skoðun vegna gruns um sýkingu. Þetta segir Gunnar Örn Guðmunds- son héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis. „Við höfum rætt við útflytjend- urna eftir að hrossin fóru út og spurst fyrir um hvort þeir hafi frétt af veikum hestum, sem farið höfðu héðan og í ljós hefur komið að vitað er um eina hryssu sem fór til Belgíu, er virtist hafa veikst eftir að hún kom út. Íslenskum hrossum er oft haldið sér eftir að þau koma út, vegna smithættu þeirra í nýju umhverfi, og það hafði verið gert við þessa hryssu. Hún er á góðum batavegi og hefur ekki smitað önnur hross. Spurður um það sem fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag að útflutt hross hefði smitað hross á búgarði í Þýskalandi af hóstanum kveðst Gunnar Örn hafa kynnt sér málið í kjölfar fréttarinnar og rætt við umráðamann hestsins. „Um var að ræða veturgamalt trippi sem hefur ekki fengið nein einkenni veikinnar, en virðist vera dauft. Við hliðina á því var óbólu- settur þýskur hestur, sem heyrir til undantekninga því þeir eru yfirleitt allir bólusettir við öllum hugsanleg- um sjúkdómum. Viku eftir að tripp- ið kom veikist hesturinn af hósta. Af hverju vita menn ekki, né heldur hvort það er frá þessu nýinnflutta trippi komið. Það verður aldrei sannað. Aðrir hestar á búgarðin- um hafa ekki veikst.“ Spurður um grunsemdir þess efnis að folöld séu að fæðast veik, eins og fram hafa komið í Frétta- blaðinu, segir Gunnar Örn að þekkt sé að þegar móðir taki veiki myndi hún mótefni sem berst yfir til fol- aldsins. Það eigi því að vera varið af mótefni móðurinnar í allt að sex vikur. „Til öryggis fékk ég að vita hvað- an folöldin væru sem grunur léki á að hefðu fæðst veik og hringdi í við- komandi eigendur. Ég get alls ekki sagt að þau einkenni sem þessi fol- öld sýna bendi til þess að þarna sé um sama sjúkdóm að ræða og við erum að berjast við, sem betur fer.“ Spurður um hvort hugsanlegt sé að hross séu að endursmitast af hóstanum segir Gunnar Örn að þar sem bakteríusýking fylgi í kjölfar veirusýkingarinnar geti hún end- ursmitað hrossin ef þau verða fyrir síendurteknu smiti og einnig geti hrossunum slegið niður ef brúkun þeirra hefst áður en þau hafa náð fullum bata. jss@frettabladid.is ÚTIVERA Dýralæknar mæla með því að veik hross séu höfð sem mest úti ef veður er gott og þau eru hitalaus. Stöðvuðu útflutning á sjö veikum hrossum Útflutningur sjö hrossa sem grunuð voru um að vera sýkt af hestapestinni var stöðvaður fyrr í mánuðinum. Vitað er um eitt hross sem veiktist eftir að það var komið til Belgíu. Það hefur ekki smitað önnur hross þar ytra. „Miðað við smitsjúkdómaastöðu íslenska hestsins, sem hefur ekki séð nema brot af þeim veirum sem eru landlægar erlendis, er líklegasta skýringin sú að sýkillinn sem herjar nú á hross hér hafi bor- ist til landsins erlendis frá,“ segir Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur á Keldum. Mikil vinna hefur verið í gangi og er enn til að reyna að finna orsakir hestapestarinnar. Sýni hafa verið rannsökuð vikum saman á Keldum, í Svíþjóð og Þýska- landi. Búið er að prófa fyrir nær öllum veirum, sextán að tölu, sem þekktar eru og valda sýkingum í öndunar- færum hrossa. Allar niðurstöður hafa reynst neikvæðar. Þrjár tegundir herpesveiru eru í íslenska hrossastofn- inum sem valda öndunarfærasýkingum, aðallega í ung- viði. Spurður um tilgátur þess efnis að þær hafi getað breytt sér og hleypt pestinni af stað segir Vilhjálmur: „Ég held að við fengjum aldrei slíkan faraldur eins og nú er í gangi, því allir fullorðnir hestar eru sýktir með þessum veirum og hafa uppi varnir gegn þeim. Mér finnst þetta svolítið langsótt. Auk þess hafa engar vísbendingar komið fram í okkar rannsóknum um að það sé raunin. Ef smitefnið er veira getur það hæglega verið áður óþekkt veira eins og hitasóttarveiran sem smitaði hross hér 1998. Hana tókst ekki að rækta né búa til greiningarpróf fyrir hana.“ Kemur líklegast að utan VILHJÁLMUR SVANSSON FRAKKLAND Mótmælaganga í Mars- eilles í Suður-Frakklandi í gær. Landið var plagað af verkföllum og mótmæl- um vegna fyrirætlana stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur sem nú er 60 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Við höfum ræktað ákveðna tegund streptokokka í þeim hrossum sem við höfum rannsakað,“ segir Eggert Gunnarsson dýralæknir og bakteríufræðingur á Keldum. „Við höfum ræktað hann í öllum sýnum sem við höfum tekið úr hrossum með hósta og graftarkenndan hor. En við höfum ekki fundið hann í miklum mæli í hestum sem einungis hafa verið með glært nefrennsli eða eru heilbrigðir. Þessi streptokokkur er til staðar í hrossum, en getur oft valdið sýking- um í kjölfar einhverra veirusýkinga.“ Eggert segir að streptokokkurinn sé algeng orsök í öndunarfærasýk- ingum hrossa erlendis en menn segi að oftast sé einhver veirusýk- ing frumorsökin. Svo komi hann í kjölfarið. Einnig geti óheppilegar yrti aðstæður, streita, lélegt hreinlæti og léleg loftræsting lagt honum lið. „Við höldum enn að hér sé frumorsökin einhver veirusýking sem við höfum ekki fundið, en strepto- kokkurinn sé ábyrgur fyrir hóstanum og graftarkenndu horinu sem við erum að sjá.“ Bakterían er bráðsmitandi þegar hún nær að magnast upp í hesthúsunum og þess vegna er æskilegt að minnka smitálagið með því að koma hestunum sem fyrst í sumarhaga. Eggert segir þessa bakteríu næma fyrir pensilíni en best sé að hesturinn vinni á henni án þess. Bráðsmitandi streptokokkur EGGERT GUNNARSSON Líf í borgina Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vil l b ei ta sé r f yr ir ró ttæ ku m þ jó ðf él ag su m bó tu m a lm en ni ng i t il ha gs bó ta , h ef ja v er nd n át tú ru o g um hv er fis ti l v eg s á Íslandi og treysta byggð um allt land. Hreyfingin er samstarfsvettvangur og baráttutæki þeirra , sem vilja útrým a kynjam isrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi og aukinn jöfnuð í sam félaginu. Vinstrihreyfingin - ... // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ „Mér þykir vænt um Reykjavík. Reykjavík á að vera borg þar sem lífsgæði eru á heimsmælikvarða. Þess vegna býð ég mig fram – við þurfum breytingar.“ Líf Magneudóttir 3. sæti á framboðslista VG í Reykjavík A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is 129.900 Þvottavél - WM 14E261DN Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 159.900 kr.) tilboðsverði Þvottavélar & þurrkarar nú á 129.900 Þurrkari - WT 44E103DN Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 156.900 kr.) KÓREA, AP Norður-Kórea rifti í gær samkomulagi við Suður-Kóreu sem koma átti í veg fyrir átök á sjó. Norð- ur-Kóreumenn sögðust jafnframt ætla að ráðast á öll þau skip sem kæmu inn fyrir lögsögu landsins, sem er umdeild. Yfirmaður bandaríska hersins í Suður-Kóreu gagnrýndi Norður-Kóreu- menn opinberlega í gær fyrir að sökkva suður-kóresku varðskipi í lok mars. Hann sagði Bandaríkin, Suður-Kóreu og önnur lönd innan Sameinuðu þjóð- anna skora á Norður-Kóreu að hætta öllum ögrandi aðgerðum og standa við fyrra samkomulag. Suður-Kóreumenn hófu heræfing- ar við vesturströnd landsins í gær. Tíu herskip voru við æfingarnar og æfðu þau meðal annars kafbátaleit og skutu æfingaskotum og slepptu sprengjum í hafið. Þá ætlar Suður-Kórea að skipu- leggja tvær stórar heræfingar í sam- starfi við Bandaríkin í júlí, í þeim tilgangi að draga úr Norður-Kóreu- mönnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu greindu frá því í gær að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað, en yfirvöld hersins vildu ekki staðfesta það. Ef satt reyn- ist er það í fyrsta sinn sem viðbúnaðar- stigi er breytt síðan Norður-Kórea gerði kjarnorkutilraunir fyrir ári. - þeb Heræfingar eru hafnar í Suður-Kóreu eftir hótanir um árásir á skip: Norður-Kórea riftir friðarsamkomulagi HERSKIP Á ÆFINGU Þessi herskip voru á meðal þeirra sem æfðu við vesturströnd Suður-Kóreu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.