Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2010, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 28.05.2010, Qupperneq 38
Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og upptökustjóri, er mikill græjukarl enda þarf hann á öllum mögulegum tækj- um og tólum að halda til að komast í gegnum daginn. Poppið kíkti í heimsókn til hans og fékk sögurnar á bak við græjurnar beint í æð. Kiddi hefur á ferli sínum ekki einungis spilað með Hjálmum, heldur er hann einnig meðlimur í Baggalúti og er duglegur við að taka upp efni með hinum ýmsu tón- listarmönnum í hljóðverinu sínu. Síðasta plata Hjálma, IV, kom út fyrir síðustu jól við mjög góðar undirtektir og nýlega tók sveitin upp lagið Húsið og ég ásamt Helga Björnssyni. Það verður að finna á nýrri safnplötu sem kemur í verslanir á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní. „Ég hef þetta safnaraeðli í mér. Ég hef verið að safna græjum svolítið síðan ég byrjaði að kaupa mér hljóðfæri,“ segir Kiddi. „Einhverjir gítarar sluppu reyndar frá manni í bernsku vegna klaufaskapar en maður reynir að halda betur í þetta núna.“ Hann er með töluvert magn af gömlum græjum í hljóðverinu og þar skiptir hljóm- urinn auðvitað mestu máli. „Þær mega alveg vera nýjar ef þær gera svipaða hluti og þær gömlu. En ótrúlega mikið af því sem er búið til í dag er gert úr lélegum hlutum sem hafa ekki sömu þykkt í sánd- inu. Ef þú vilt nýjar svoleiðis græjur kosta þær ógeðslega mikinn pening.“ freyr@frettabladid.is POPPGÚRÚIÐ: KIDDI Í HJÁLMUM ER UMVAFINN ALLS KONAR GRÆJUM RÚGBRAUÐSVÍNYL- SPILARINN ER FLOTTUR INNNAN UM GRÆJURNAR Kiddi í Hjálmum er mikill græjunörd og er að sjálfsögðu umvafinn alls kyns tækjum og tólum í hljóðverinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1. „Ég safna litlum bókum í stúdíóinu því stúdíóið er svo mikið hangs, sem er ekkert sérlega gaman. Ég er með bókina Rec- ording The Beatles, sem er nokkurra kílóa doðrantur og svo hefur Hugleiks-safnið vakið mikla lukku. Bókin How To Make Your Own Sex Toys er líka vinsæl.“ 2. „Ég er með þrjú tape-delay-tæki í stúdíóinu. Það eru græj- urnar sem búa til reggísándið. Ég fékk eina í Tónastöðinni en hinar tvær á eBay. Þetta eru eldgömul tæki og það þarf að halda við þau til að skipta um tape.“ 3. „Volkswagen rúgbrauðs-vínylspilarinn. Hann gengur fyrir batteríi og snýst hring eftir hring á plötunni. Hann er mjög flottur en það væri betra ef hann myndi snúast á jöfnum hraða. Svo er sándið ekki mjög gott. Þegar við gerðum Oft spurði ég mömmu [með Sigurði Guðmundssyni] áttirðu að geta keypt plötuna með plötuspilara á 7.000 kall. Útgefand- anum leist ekki á þetta og fannst þetta aðeins of glannalegt. Hann var ekki til í að taka áhættuna.“ 4. „Shure SM 58-míkrafónn frá árinu 1982. Þegar við tókum upp fyrstu tvær Megasarplöturnar lét ég Megas syngja í hann svona „guide“ söng til að leiða hljóðfæraleikarana áfram. Svo stillti ég Megasi upp fyrir framan dýru og fínu míkrafónana og þá kom „perfomansinn“ ekki. Þetta er míkrafónninn sem hann söng í fyrir báðar plöturnar.“ 5. „Gibson Les Paul-gítarinn keypti ég af Erlingi Björnssyni sem var rythmagítarleikari í Hljómum. Þetta er gítarinn sem ég fer alltaf með úti um allt. Ég náði að véla þennan gítar af Erlingi þegar ég tók upp fyrir þá plötuna Hljómar 2004. Þessir gítarar eru alltaf mjög þungir en þessi er mjög léttur ein- hverra hluta vegna, sem er mjög gott.“ 6. „JMI Buzzaround er safnara „overdrive“ sem ég var að fá. Hann er númer 41 af 50. Gaurinn sem smíðaði þennan pedal smíðaði sams konar pedala fyrir Jimi Hendrix, Jeff Back, George Harrison og Eric Clapton. Þetta voru „legendary“ pedalar á sínum tíma. Leifur í Tónastöðinni náði að panta af honum nokkur eintök.“ 1 2 3 4 5 6 nýtt í Tónastö ðinni Fullt af vöru m frá Vestax djay vinnur hnökralaust með iTunes og breytir Makkanum þínum í fullbúið DJ kerfi. búðu til tónlist á makkann þinn hugbúnaðarpakkinn fylgir með Spin ÞEKKIR ÞÚ POPPGÚRÚ? LÁTTU OKKUR VITA POPP@ FRETTABLADID.IS EÐA SÍMI 696 6766
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.