Fréttablaðið - 12.06.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 12.06.2010, Síða 4
4 12. júní 2010 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Sælgætisgerðarmað- urinn Jóhannes G. Bjarnason stend- ur ráðþrota frammi fyrir dularfullu hvarfi lífsviðurværis síns til margra ára; heilli brjóstsykursverksmiðju sem gufaði upp í Hafnarfirði síð- asta sumar. Hann kærði málið sem þjófnað en lögregla hefur nú fellt málið niður. Jóhannes, sem hefur áratuga reynslu úr sælgætisiðnaði, rak um árabil brjóstsykursverksmiðjuna Bitmola á Dalvík ásamt syni sínum og öðrum ættingjum. „Þetta var í glerkrukkum og rokseldist alveg hreint,“ segir Jóhannes. Í fyrra ákvað fjölskyldan að söðla um og flytja starfsemina til borgar- innar. Öllu innvolsi verksmiðjunnar var komið fyrir í 20 feta gámi sem stóð síðan um hríð á lóð iðnaðarhús- næðis í Hafnarfirði. Þaðan hvarf gámurinn sporlaust í júní í fyrra. Innihald hans er metið á tvær til þrjár milljónir króna. Jóhannes undrast mjög að einhver skuli vilja stela brjóstsykursverk- smiðju, eða yfirleitt þekkja slíka í sjón. Tækin séu gömul og afurðin auðþekkjanleg. „Hvað ætla menn að gera? Ef þeir færu að framleiða brjóstsykur í þessu þá myndi maður strax þekkja hann á því hvernig hann er mótaður.“ Jóhannes grunaði strax að lóð- areigandinn hefði átt hlut að máli, enda hefði honum verið hótað dag- sektum vegna gámsins sem stóð í óleyfi á lóðinni. Væri hann saklaus hlyti grunur að falla á keppinauta hans úr sælgætisbransanum. Jóhannes kærði því málið til lög- reglu sem þjófnað. Í mars síðastliðn- um var honum svo tilkynnt að rann- sóknin hefði engu skilað og að málið hefði verið fellt niður. „Ég er nú búinn að gera ansi margt, örugglega meira en lögregl- an,“ segir Jóhannes. Nær úrkula vonar um að verksmiðjan finnist ætlar hann þó að gera lokatilraun til að þefa gáminn uppi með því að grafast fyrir um skráningarnúm- er hans og uppruna og reyna síðan rekja slóðina. Skyldi verksmiðjan hins vegar hafa komið fyrir sjónir einhvers liðið ár vonast hann til að myndirnar sem fylgja þessari frétt fái viðkomandi til að hafa við hann samband. stigur@frettabladid.is Sælgætisverksmiðja horfin í Hafnarfirði Gámur með heilli brjóstsykursverksmiðju hvarf sporlaust í Hafnarfirði í fyrra- sumar. Sælgætisgerðarmaðurinn grunaði lóðareigandann og keppinauta um græsku og kærði málið til lögreglu sem þjófnað. Lögreglan felldi málið niður. TÖLUVERÐ VERÐMÆTI Vélbúnaðurinn var metinn á tvær til þrjár milljónir króna. SÆLGÆTISGERÐIN Tækjakosturinn var orðinn gamall og ekki á færi hvers sem er að starfrækja hann. MYND / JÓHANNES G. BJARNASON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 22° 21° 14° 21° 21° 16° 16° 21° 20° 25° 26° 35° 13° 22° 24° 14°Á MORGUN Hæg vestlæg eða breytileg átt. MÁNUDAGUR Stíf sunnanátt vestast, annars hægari. 12 10 12 10 12 16 12 17 15 10 8 13 10 9 9 4 6 4 3 7 8 4 12 13 12 14 16 14 13 18 20 12 ÚRKOMULÍTIÐ Á MORGUN Það verður ekkert sér- lega skemmtilegt veðrið á suðvest- urhorninu í dag en fer þó batnandi er líður á síðdegið og kvöldið. Fínasta veður á morgun en á Norðausturlandi verður áfram lang- fl ottasta veðrið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGUR Rækjuvinnsla Ramma á Siglufirði fékk nýlega BRC (British Retail Consortium) gæðavottun. Vottunin gerir fyrir- tækinu kleift að selja vörur sínar til flestra kröfuhörðustu kaup- enda rækju á Bretlandsmarkaði. Fyrirtækið hefur tekið 1.300 tonn af rækju til vinnslu frá ára- mótum sem hafa selst jafnóðum. Humarveiðar fyrirtækisins frá Þorlákshöfn hafa gengið sam- kvæmt áætlun það sem af er ver- tíðar og er helmingur kvótans þegar veiddur. Karfaveiðar hjá skipum félagsins á Reykjanes- hrygg hafa jafnframt gengið að óskum. - shá Rammi á Siglufirði: Gæðavottun til rækjuvinnslu RAMMI Á SIGLUFIRÐI Gæðavottun til handa Ramma er sögð mikil viðurkenn- ing. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AKUREYRI Háskólanum á Akureyri bárust tæpar 1.100 umsóknir fyrir næsta skólaár, sem er talsverð aukning frá fyrri árum. Heildar- fjöldi nemenda er nú um 1.500. Forsvarsmenn skólans eru ánægðir með þróunina en fjöldi nýrra umsókna er talinn endur- spegla þörfina fyrir starfsemi hans. Mest aukning er innan heilbrigð- isvísindasviðs en einnig varð fjölg- un á auðlindasviði. Umsóknir í við- skiptafræði og félagsvísindi voru þó heldur færri en undanfarin ár. - sv Háskólinn á Akureyri vinsæll: Fleiri vilja norð- ur í háskólanám HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Fleiri vilja sækja nám fyrir norðan en síðustu ár. ATVINNA Borgarráð samþykkti á fimmtudag að veita tæpar tíu milljónir króna í atvinnuskapandi verkefni ungs fólks undir 35 ára aldri. Verkefnin eiga það sameigin- legt að veita ungu fólki tækifæri til að skapa sína eigin atvinnu, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá borginni. Verkefnin muni jafnframt lífga upp á borgarum- hverfið. Meðal verkefna eru knatt- spyrnukennsla í almenningsgörð- um, íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir og listamiðstöð sem mun ferðast um miðborgina. - þeb Verkefni fyrir atvinnulausa: Borgin styrkir ungmenni FÓLK Margir björgunarsveitar- menn á Suðurlandi stóðu vaktina samfleytt í meira en 20 tíma á fimmtudag. Óskað var eftir aðstoð við að ná í bíl sem erlendir ferðamenn höfðu fest í Fljótshverfi austan við Kirkjubæjarklaustur snemma morguns, en áður en hægt var að hjálpa þeim kom útkall vegna ungs manns sem var saknað. Sá fannst eftir hádegi eftir mikla leit. Ekki tókst að koma fólki og bíl til byggða fyrr en klukkan þrjú aðfaranótt föstudags. - þeb Björgunarsveitarmenn: Unnu samfleytt í yfir 20 tíma Ökuníðingur í fangageymslu Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi karlmann sem ók á ofsa- hraða eftir Reykjanesbrautinni. Lög- regla hóf eftirförina í Hafnarfirði og henni lauk í Vogum, þegar vél bílsins bræddi úr sér. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. LÖGREGLUFRÉTTIR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 11.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,9453 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,26 129,88 189,17 190,09 156,65 157,53 21,055 21,179 19,944 20,062 16,350 16,446 1,4095 1,4177 188,87 189,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ALÞINGI Formaður Sjálfstæðisflokks- ins segir að ríkisstjórnin virðist stefna að því að þjóðnýta öll vatns- réttindi í landinu með ráðagerð um að afnema vatnalög sem sett voru árið 2006 og taka eiga gildi að óbreyttu um næstu mánaðamót. Frumvarp iðnaðarráðherra um að afnema lögin þannig að lög frá 1923 öðlist gildi á ný var afgreitt úr iðnaðarnefnd þingsins til ann- arrar umræðu í gær með stuðningi þingmanna stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar en í andstöðu við fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Deilt hefur verið um ákvæði lag- anna frá 2006 um einkarétt land- eigenda á vatni og vatnsréttind- um undir landi þeirra. Núverandi stjórnarflokkar hafa talið að með þeim sé einkaeignarréttur á vatni styrktur. Nefnd sem sett var í málið með þátttöku allra flokka lagði til að nýju lögin yrðu afnumin og þau frá 1923 endurskoðuð á ný. „Vatnið á að vera í almannaeigu en ekki sett undir einkaeignarrétt,“ sagði Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra, áður iðnaðarráð- herra, á Alþingi í gær. „Ágreining- urinn er um hugmyndafræði.“ -pg Iðnaðarnefnd afgreiðir frumvarp um afnám umdeildra vatnalaga frá 2006: Tekist á um eignarrétt á vatni VATN OG VEIÐI 60 til 70 prósent vatns- réttinda í landinu eru í eigu opinberra aðila, segir formaður Sjálfstæðisflokks- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ný og endurbætt útgáfa Handhæg t ferðakort Hljóðbók Arnar Jón sson les 19 þjó ðsögur Nýr ítarle gur hálendisk afli Hafsjór af fróðleik um land og þjóð Gamla bókin tekin upp í á kr. 1.000 Aðeins í bókaverslunum - Ekki á bensínstöðvum Vegahandbókin sími: 562 2600 Í grein um útileguvörur í blaðinu í gær var farið rangt með verð rönd- óttrar sumarsængur frá Ikea. Rétt verð á sænginni er 3.990 krónur. LEIÐRÉTTING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.