Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 11

Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 11
LAUGARDAGUR 12. júní 2010 11 VINNUMARKAÐUR Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, segir óþolandi að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi fengið kynningu á fjárlaga- vinnu ríkisstjórnarinnar og þeirri forgangsröðun sem þar er unnið út frá. „Það hefur forysta ASÍ ekki fengið,“ segir Gylfi í pistli á heimasíðu ASÍ en segist hafa feng- ið staðfest að forsvarsmenn opin- berra starfsmanna hafi fengið slíka kynningu. Stjórnvöld og sam- tök opinberra starfsmanna neiti að viðurkenna ASÍ sem næststærstu samtök opinberra starfsmanna á eftir BSRB en innan ASÍ séu 12.000 starfsmenn sem taki laun samkvæmt fjárlögum. Í pistli sínum deilir Gylfi hart á skrif Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, sem hefur gagn- rýnt ASÍ og Samtök atvinnulífsins fyrir að hafna skattahækkunum og krefjast niðurskurðar í ríkis- rekstri með tilheyrandi fækkun starfsmanna. Gylfi segir að formaður SFR tali eins og það félag sé nafli alheims- ins og hagsmunir opinberra starfsmanna yfirgnæfi hagsmuni annarra landsmanna. Í stöðug- leikasáttmálanum sem formaður SFR stóð að fyrir hönd BSRB hafi verið ákveðið að 55% af aðlögun ríkissjóðs fram til 2011 yrði mætt með niðurskurði útgjalda. -pg Forseti Alþýðusambandsins skiptist á föstum skotum við formann SFR: Óþolandi að fá ekki sömu upplýsingar MENNTUN Keilir brautskráði tuttugu og einn einkaþjálfara, sem stunduðu nám við starfs- stöð Keilis á Akureyri. Þetta var fyrsta brautskráning Keilis utan Ásbrúar í Reykjanesbæ. Hjálmar Árnason, fram- kvæmdastjóri Keilis, segir að vegna mikillar eftirspurnar nyrðra hafi kennslan verið færð nær nemendum. Bóklegt nám fór fram í fjarnámi en verklegir þættir voru kenndir í húsnæði Bjargar – líkamsræktarstöðvar á Akureyri. 140 umsóknir hafa þegar borist um 60 pláss í einkaþjálfunarnám við Keili næsta vetur. - pg Einkaþjálfarar útskrifaðir: Keilir útskrifar á Akureyri GYLFI ARNBJÖRNSSON ÁRNI STEFÁN JÓNSSON VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Taktu þátt í Lukkulífi VITA til Tyrklands 29. júní og 10. júlí TYRKLAND Bodrum er einn allra vinsælasti sólarstaðurinn á vesturströnd Tyrklands við Eyjahaf þar sem sólin skín nánast allt árið um kring. Freistandi baðstrendur, fyrsta flokks þjónusta og gnægð veitingastaða og verslana. Þökkum frábærar viðtökur! Flugáætlun 19. júní Uppselt 29. júní Nokkur sæti laus 10. júlí Nokkur sæti laus 20. júlí Laust 31. júlí Uppselt 10. ágúst Uppselt 21. ágúst Örfá sæti laus 31. ágúst Uppselt 11. september Uppselt 18. september Uppselt 29. september Örfá sæti laus 06. október Nokkur sæti laus 10. júlí í 10 nætur Verð frá 160.000 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og tvö börn í tvíbýli. Verð frá 190.000 kr. m.v. 2 í tvíbýli. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. 29. júní í 11 nætur Verð frá 101.500 kr. á mann m.v. 2 í stúdíó. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Vinsælasti sólarstaðurinn í Tyrklandi Tyrkland ódýrast! Hvergi ódýrara að lifa á sólarstöðum sumarið 2010 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Möguleiki á léttgreiðslum Allt innifalið! Lukkulíf VITA Lukkulíf VITA gerir þér kleift að velja áfangastað, brottfarardag og lengd ferðar en upplýsingar um gististað berast þér síðar. ÍS L E N SK A S IA .I S V IT 5 06 11 0 6/ 10 DANMÖRK Tveir danskir hermenn létu lífið í gærmorgun þegar óhapp varð á heræfingu á Jótlandi. Tveir aðrir hermenn særðust. Óhappið varð þegar öflug sprengja sprakk á heræfingunni með fyrrgreindum afleiðingum. Fyrir rúmlega þremur árum varð einnig óhapp á sama æfinga- svæði danska hersins á Oksbøl á Jótlandi þegar ungur hermaður lést af skotsári og annar særðist illa. Danir hafa misst rúmlega þrjátíu hermenn í Afganistan síðan 2002. - gb Óhapp á heræfingu: Tveir danskir hermenn létust UMHVERFISMÁL Norræna ráðherra- nefndin hefur fengið viðurkenn- ingu Sameinuðu þjóðanna fyrir að skipuleggja átak gegn notkun kvikasilfurs. Ráðherranefndin hlaut viðurkenningu í formi gull- medalíu og viðurkenningarskjals á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um kvikasilfur sem hófst í Stokkhólmi á mánudag. Á vef Norðurlandaráðs kemur fram að viðurkenningin sé á vegum umhverfisáætlunar SÞ, UNEP, sem stofnað hefur kvika- silfursamtök fyrir lönd og sam- tök sem vinna að því að koma á alþjóðlegu samkomulagi um notkun kvikasilfurs. - óká Ráðherranefnd verðlaunuð: Dregið úr notk- un á kvikasilfri TÆKNI Nýjasta útgáfa Safari-vafr- ans er sú hraðvirkasta um þess- ari mundir. Vafrinn sem heitir Safari 5 og er búinn til af banda- ríska tæknirisanum Apple, kom út á mánudag. Þetta er niðurstaða prófunar á vegum netritsins Computer- world og byggir á svokölluðu JavaScript-prófi. Þar er kannað hve langan tíma tekur að opna netsíður. Niðurstöðurnar þykja þó ekki dregnar yfir allan vafa. Safari 5-vafrinn reyndist hrað- virkastur á Apple-tölvum sem keyrðu á MacOS X-stýrikerfinu en örlítið hraðvirkari en nýjasta útgáfa Internet Explorer-vafrans þegar hann var keyrð- ur á Windows XP (SP3)-stýri- kerfinu. - jab Apple með hraðasta vafrann: Safari 5 tekur gullið á Netinu SAFARI- VAFRINN INNLIFUN Þessi aðdáandi mexíkóska landsliðsins í fótbolta fylgdist með opnunarleik HM á risaskjá í Mexíkóborg í gær og var ósáttur við sína menn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.