Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 19
LAUGARDAGUR 12. júní 2010 19
Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp
iðnaðarráðherra um afnám hinna
umdeildu vatnalaga frá 2006. Það
var niðurstaða meirihluta nefnd-
arinnar, fulltrúa Samfylkingarinn-
ar, VG og Hreyfingarinnar að nema
bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
lögðu til að gildistöku laganna yrði
enn frestað, nú í þriðja sinn.
Afgreiðsla þessa máls er afar
brýn, því lögin frá 2006 taka gildi
eftir tæpar þrjár vikur, 1. júlí næst-
komandi, ef ekkert verður að gert.
Rifjum upp helstu efnisatriði þessa
frumvarps, sem með réttu má kalla
eina umdeildustu löggjöf síðustu
ára en þar kristölluðust grundvall-
arátök um eignarhald á auðlindum.
Hver á að eiga vatnið?
Með lögunum frá 2006 var gerð
breyting á skilgreiningu réttinda
landeigenda gagnvart vatnsauð-
lindinni og sá réttur í fyrsta sinn
skilgreindur sem eignarréttur. Í
gildandi vatnalögum frá 1923 var
tryggt mikilvægt jafnvægi milli
hagsmuna almennings og hags-
muna landeigenda og réttur þeirra
síðarnefndu skilgreindur sem rétt-
ur til umráða og hagnýtingar, með
ákveðnum takmörkunum sem fyrst
og fremst lúta að rétti almennings
til aðgangs að vatni.
Þetta jafnvægi riðlast með lög-
unum frá 2006 þar sem réttur land-
eigenda styrkist á kostnað hags-
muna almennings. Önnur mikilvæg
breyting frá lögunum 1923 var að
réttur landeigenda var nú skil-
greindur með neikvæðum hætti,
sem merkir að þeim eru tryggð öll
réttindi yfir vatni í sínum eignar-
löndum, nema þau sem eru sérstak-
lega tilgreind í lögunum. Lögin frá
1923 skilgreina hins vegar réttindi
landeigenda með jákvæðum hætti,
þ.e. landeigandinn hefur einungis
þau réttindi sem eru sérstaklega
tilgreind í lögunum en önnur ekki.
Þetta atriði skiptir máli t.d. varð-
andi tiltekna nýtingarmöguleika
á auðlindinni í framtíðinni, sem
ekki eru fyrirséðir í dag en kunna
að opnast síðar m.a. vegna tækni-
framfara.
Mestar deilur sköpuðust um
ákvæðið um eignarrétt á auð-
lindinni í umræðum um lögin frá
2006 en einnig var deilt á það að
ekki væri um heildarlög að ræða
og sjónarhorn þess væri um of
á eignarhald og orkunýtingu en
minna væri gætt almannahags-
muna og sjónarmiða umhverfis-
verndar.
Vatn óeignarhæft?
Lengi hefur verið um það deilt
hvort hægt sé að líta á vatn sem
eignarhæft verðmæti og takmark-
ast sú umræða ekki við Ísland. Í
meirihlutaáliti sem fylgdi stjórn-
arfrumvarpi um vatnalögin sem
urðu að lögum 1923 er að finna
athyglisverðan rökstuðning fyrir
því sjónarmiði að vatnið sé í eðli
sínu óeignarhæft. Þar segir:
„Álítur meirihlutinn að eðlilegra
sje, sanngjarnara og þjóðfélaginu
hollara, að vatnið sje undanþegið
eignarretti í eiginlegum skilningi.
Eðlilegra vegna þess, að vatn er
að ýmsu leyti óeignarhæft. Sann-
gjarnar vegna þess, að hjer á landi
er miklu meira vatn fyrir hendi
en tiltök eru að landsmenn þurfi
á að halda eða geti notað, og þess
vegna ekki ástæða til að skifta
þessum gæðum náttúrunnar svo
misjafnt milli manna, sem verða
mundi, ef þeim einum, er land eiga
undir vatninu, væri fenginn í hend-
ur eignarréttur yfir því. Þjóðfélag-
inu hollara vegna þess, að á þann
hátt verður best girt fyrir það, að
einstakir menn nái þeim tökum á
fallvötnum landsins, sem þeir eftir
atvikum gætu notað sjer, annað-
hvort til að leggja fjárkvaðir á not-
endur orkunnar, ef eitthvert þeirra
yrði virkjað til almenningsnota eða
handa nytsömum fyrirtækjum, eða
þá sem grundvöll fyrir kröfu um
virkjunarrétt sjer til handa, jafn-
vel þótt virkjun þætti koma í bága
við almenningshagsmuni.“
Hvers vegna afnám?
Hin umdeildu vatnalög voru sam-
þykkt á Alþingi vorið 2006 en það
varð að samkomulagi milli þing-
flokka að gildistöku þeirra yrði
frestað, meðan reynt yrði að leita
sátta milli andstæðra sjónarmiða.
Gildistökunni hefur í tvígang verði
frestað til viðbótar meðan unnið
hefur verið að nýju vatnalagafrum-
varpi og hyllir nú undir að það komi
fram. Vonir standa til að nýtt frum-
varp til heildstæðra vatnalaga verði
lagt fram í haust. Eins og fyrr segir
eiga vatnalögin frá 2006 að taka
gildi 1. júlí næstkomandi og til að
koma í veg fyrir það þarf að afgreiða
frumvarpið um afnám laganna áður
en þinghaldi lýkur sem áætlað er að
verði næstkomandi þriðjudag. Meiri-
hluti iðnaðarnefndar styður þá til-
lögu iðnaðarráðherra að lögin verði
afnumin og þar með tekin af öll tví-
mæli um að það standi ekki til að þau
taki nokkurn tíma gildi. Vitanlega
er stærsta málið það að tryggja að
lögin taki ekki gildi og afnám þeirra
er skýrasta leiðin til þess.
Afnám umdeildra vatnalaga
Undanfarið hefur verið umfjöll-un um svokallaða detox-með-
ferð og afstöðu Landlæknisemb-
ættisins til málsins.
Athygli skal vakin á því að grein-
argerð Landlæknis má finna í heild
á vefsíðu Landlæknisembættisins,
www.landlaeknir.is. Um er að ræða
allítarlega greinargerð, þar sem
fjallað er málefnalega um það sem
hér um ræðir. Sérstaklega er greint
frá ítarlegri og vel rökstuddri
kvörtun fjögurra einstaklinga, en
miklu fleiri athugasemdir hafa bor-
ist. Sumir undrast langlundargeð
landlæknisembættisins.
Á heimasíðunni er einnig að
finna svarbréf Jónínu Benedikts-
dóttur, sem er ekki síður fróðlegt
til aflestrar, en er ekki að sama
skapi málefnalegt. Undirritaður
óskaði eftir því við Jónínu að hún
legði fram gögn um vísindalegt
gildi detox-meðferðar, en ekkert
barst. Meðferðin var auglýst sem
læknismeðferð, þótt þar starfi eng-
inn læknir. Upptalning er á fjölda
langvinnra sjúkdóma sem þessi
meðferð á að hafa áhrif á, en eng-
inn fótur er fyrir. Á ensku er sagt
að detox sé læknisfræðilega viður-
kennd meðferð hér á landi, sem er
beinlínis rangt.
Oft koma mér í hug orð mætr-
ar konu sem er velviljuð Jónínu og
fékk að skoða gögnin og málsvörn
Jónínu. Orðin voru þau sem ég hef
valið í fyrirsögn þessarar greinar:
„Ja hérna hér.“
Ja hérna hér
Detox-meðferð
Matthías
Halldórsson
aðstoðarlandlæknir
Vatnalög
Skúli
Helgason
þingmaður
Í gildandi vatnalögum frá 1923 var
tryggt mikilvægt jafnvægi milli hags-
muna almennings og hagsmuna land-
eigenda og réttur þeirra síðarnefndu
skilgreindur sem réttur til umráða og hagnýtingar,
með ákveðnum takmörkunum sem fyrst og fremst
lúta að rétti almennings til aðgangs að vatni.
Það er notalegt að koma við í útibúum Arion b
anka og alltaf heitt á könnunni,
þrátt fyrir það gerum við okkur grein fyrir því a
ð tími þinn er mikilvægur.
Við höfum sett okkur það markmið að stytta b
iðtíma hjá gjaldkerum
og þjónusturáðgjöfum í útibúum bankans svo
að viðskiptavinir
geti leyst sín mál fljótt og vel.
Við ætlum að gera betur