Fréttablaðið - 12.06.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 12.06.2010, Síða 24
24 12. júní 2010 LAUGARDAGUR FRAMHALD AF SÍÐU 22 ár hefur gert það að verkum að ég er ekkert sérstaklega hörundssár og viðkvæmur, enda getur hann verið mjög hreinskilinn. Ég fer létt með að gera óvægið grín að sjálf- um mér,“ segir Jón og bætir við að hann geti alveg viðurkennt að sumt sem hann hefur gert á ferlin- um hafi misheppnast. Til að mynda sé hann mjög óánægður með kvik- myndina Maður eins og ég sem hann lék í árið 2002. Jón hefur þó eitt upp á að klaga við þá sem sjá um að teikna af honum skrípamyndir í dagblöð- um, en eðli málsins samkvæmt hefur þó nokkuð verið um slíkt að undanförnu. „Ég er alltaf með gler- augu á þessum myndum, en það eru tíu ár síðan ég hætti að ganga með gleraugu. Ég man að það fór líka mikið í taugarnar á Bubba Mort- hens þegar allir voru að gera grín að honum og leika hann eins og hann var fyrir löngu síðan. Bræð- ur og systur, berjumst!“ og allt þetta,“ leikur Jón með tilþrifum og kórréttum Bubba-áherslum, enda söngvarinn einn þeirra mörgu sem hann hefur tekið fyrir á ferlinum. Barnaskapur á Hlemmi Eitt þeirra verkefna Jóns sem kemur til með að sitja á hakanum enn um sinn er 2. bindi ævisögu hans. Í fyrsta bindinu, Indjánan- um sem kom út árið 2006, rifjaði Jón upp sérstæða og að vissu leyti sársaukafulla bernsku sína í Foss- voginum og hlaut bókin góðar við- tökur. Annar hluti þessarar boðuðu trílógíu verður tileinkaður ungl- ingsárunum, en á því lífsskeiði var Jón tíður gestur á Hlemmi líkt og mörg önnur ungmenni sem kenndu sig við pönkið í kringum 1980. Jón hefur þegar lokið fyrsta uppkasti að bókinni og hyggst leggja lokahönd á hana um leið og tími gefst til. „Mér finnst þetta mjög áhugavert því það eru ekki fáanlegar svo margar heimildir um hvernig þetta líf var. Það var aðeins komið inn á lífið á Hlemmi á þessum tíma í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík en ekki mikið, og ég held að ég sé einn af fáum sem hafa virkilega möguleika til að skapa slíka heimild, enda er þetta merkilegt tímabil í sögu Reykja- víkur,“ segir Jón. Hann segir krakkana sem söfn- uðust saman á Hlemmi flesta hafa átt sameiginlegt að hafa orðið út undan í skólakerfinu af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna einelt- is. Sjálfur hafi hann orðið fyrir ákveðnu aðkasti í Réttarholts- skóla og liðið betur á Hlemmi en í skólanum. „Þar hitti ég aðra sem voru í svipuðum sporum og ég,“ segir Jón. „Ímyndin gekk voðalega mikið út á að við værum í mikilli óreglu og dópi, en í rauninni var mjög lítið um slíkt á Hlemmi. Við vorum aðeins að sniffa lím, sem síðar kom í ljós að var ekki sniðugt, stundum að reykja eitthvað sem við héldum að væri kannski hass en var það örugglega ekki og eitthvað var gert af því að taka sjóveikistöflur, eða sjósjó eins og þær voru kall- aðar. Svo náðum við kannski að slá saman í kryppling af brenni- víni við og við. Þetta var allt mun saklausara en ímyndin gerði ráð fyrir. Mikið til var þetta barna- skapur. Við héngum þarna, reyk- tum sígarettur, löbbuðum niður Laugaveginn og rifum kjaft.“ Jón vill beita sér fyrir því að hannað verði nokkur konar minningarhorn á Hlemmi, þar sem menning þessara ára yrði endursköpuð að einhverju leyti með ljósmyndum, veggjakroti og jafnvel einhverju fleira. „Mig langar líka til að varðveita minn- inguna um Hallærisplanið, sem núna heitir Ingólfstorg og hefur verið tekið undir öndvegissúlur og fleira slíkt. Við megum ekki gleyma því að þetta var Hallæris- planið, samkomustaður ungs fólks í Reykjavík, og þarna gerðist margt. Vinátta varð til, sambönd mynduð- ust og börn urðu jafnvel til þarna. Ég hef áhuga á því að gera svona alþýðumenningu hátt undir höfði, stöðum sem höfðu afgerandi áhrif á mótun okkar, því þeir eiga til að gleymast,“ segir Jón. Frelsun sem fylgdi Smekkleysu Þótt ímynd krakkanna á Hlemmi hafi dregið upp mynd af meiri óhófi en raun bar vitni segir Jón reyndina vera þá að margir þeirra hafi síðar á ævinni farið í neyslu, og sumir jafnvel látið lífið af þeim völdum. Aðspurður segist hann sjálfur hafa forðast óreglu að mestu leyti, þótt óneitanlega hafi verið mikið fjör í kringum Smekk- leysukreðsuna svokölluðu sem Jón tilheyrði á sínum tíma og innhélt meðal annarra þá Einar Örn Bene- diktsson og Óttarr Proppé, sem þá voru meðlimir hljómsveitanna Sykurmolanna og Ham en setjast nú í borgarstjórn fyrir Besta flokk- inn ásamt Jóni. „Það var margt að gerast á þeim tíma og mikið djamm, en ekk- ert óeðlilega mikið held ég. Ég varð til dæmis aldrei var við neitt dóp, en það var mikið um partí,“ segir Jón og bætir við að Smekk- leysutíminn hafi fyrst og fremst verið svakalega skemmtilegur. „Þetta var mikil bylting í öllu, því þegar ég var að alast upp ríkti svo ofboðslega mikil þröngsýni, tak- markanir og hindranir í öllu sem snerti tónlist og erlenda menning- arstrauma. Það voru í gangi átök til að reyna að fá börn til að hætta að lesa teiknimyndasögur og á einu útvarpsstöðinni, Rás eitt, var aldrei leikin rokktónlist heldur létt lög af plötum. Eina leiðin til að heyra almennilega tónlist var að fara á tónleika í Fellahelli, Bústöðum, Tónabæ eða á einhverjum af þess- um stöðum, og þar var Smekkleysu- hópurinn mjög framarlega í flokki. Það varð einhver sprengja og mikil frelsun sem fylgdi þessu.“ Meðal þess sem Jón tók sér fyrir hendur með Smekkleysuhópnum var mikil ferð til New York sum- arið 1989 ásamt hljómsveitunum Ham, Bless og Risaeðlunni, og segir Jón að tekið hafi verið hress- ilega á því í þeirri eftirminnilegu, tíu daga ferð. Í bók Dr. Gunna Eru ekki allir í stuði – Rokk á Íslandi á síðustu öld frá árinu 2001, er fjall- að um ferðalagið og kemur meðal annars fram að í New York hafi Jón öðlast viðurnefnið Jón krakk. „Nafnið kom þannig til að sú saga komst á kreik að ég hefði reykt krakk með einhverjum mönnum, en ég held að það hafi ekki verið rétt. Ham samdi meira að segja nýjan texta við lagið Jónki Tröll, en breyttu því í Jónka krakk. En það var nú meira einhver fífla- gangur,“ segir Jón. Mikill fjölskyldumaður Jón er giftur Jóhönnu Jóhanns- dóttur og samtals eiga þau fimm börn: Frosta, sem er 24 ára graf- ískur hönnuður, nemann Dag Kára sem er 23 ára, Margréti Eddu, tví- tuga söngkonu sem einnig starfar hjá Símanum, Kamillu Maríu, átján ára nema og svo fimm ára gaml- an alnafna föður síns sem fór með hlutverk Georgs á æskuárunum í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Jóhanna, eiginkona Jóns, er betur þekkt undir nafninu Jóga og meðal annars tileinkaði Björk Guð- mundsdóttir henni samnefnt lag á plötu sinni Homogenic, enda eru þær miklar vinkonur. Jóga hefur löngum starfað við nudd og fleira því tengt, en sjálfur segir Jón afar erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað hún gerir. „Hún er bara alveg einstaklega góð kona, svona kona sem fólk semur lög um,“ segir Jón. „Tricky samdi líka lag um hana á sínum tíma. Eða var það Goldie? Ég man það ekki. En Jóga hefur aldrei verið gefin fyrir sviðsljósið og vill bara vera í friði. Við kynntumst fyrir ellefu árum, sá blossi varir enn og ég hugsa að hann muni vara þangað til við deyjum.“ ÁHRIFAMAÐUR „Ég hef aldrei upplifað mig sem neina stjörnu á Íslandi. Frægðararmæðan, þegar fólk lætur taka viðtal við sig af því að því líður svo illa og verður fyrir svo miklu áreiti vegna frægðarinnar, hefur mér alltaf þótt voðalega hallærisleg,“ segir Jón Gnarr. ➜ Leo Tolstoj „Vegna lífsskoðana hans og heimspeki.“ ➜ Oprah Winfrey „Hún er gáfuð og víðsýn og hefur verið okkur fyrirmynd í því hvernig við getum fundið styrk í veikleikum okkar.“ ➜ Jóhanna Jóhannsdóttir (eiginkona Jóns) „Magnaðasta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst. Og það er ekki bara vegna þess að hún er konan mín.“ ➜ Jesús Kristur „Ber gífurlega virðingu fyrir honum og þarf ekki einu sinni að útskýra hvers vegna. Yrði vandræðalegur ef ég hitti hann.“ ➜ Vigdís Finnbogadóttir „Hún er gáfuð, geðug, vel gerð og sjálfstæð manneskja og ég ber óumræðanlega mikla virð- ingu fyrir henni. Mér finnst hún alltaf vera forseti Íslands.“ FIMM EINSTAKLINGAR SEM JÓN LÍTUR UPP TIL PÖNK Í REYKJAVÍK Jón ásamt fleiri ungpönkurum á Hlemmi í kringum 1980.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.