Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.06.2010, Qupperneq 30
30 12. júní 2010 LAUGARDAGUR H ans Óttar Tómas- son er ef til vill ekki nafn sem margir þekkja. Enda er hann betur þekktur sem Hans Lindberg og hann er einn besti handknattleiksmað- ur heims. Hann er lykilmaður í danska landsliðinu og hjá þýska stórliðinu HSV Hamburg. Hans Lindberg á íslenska for- eldra og er skráður í þjóðskrá sem Hans Óttar Lindberg Tómasson. Hann hefur þó búið alla tíð í Dan- mörku og það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending,“ segir hann í samtali við Fréttablað- ið, en hann var staddur hér á landi í vikunni þar sem danska lands- liðið mætti því íslenska í tveimur vináttulandsleikjum. „Ég fæddist í Danmörku og hef búið þar allt mitt líf,“ bætir hann við. Æ já, þú ert víst Íslendingur En hvort sem honum líkaði það betur eða verr þá ólst hann upp sem Íslendingur. Hann komst að því þegar hann var átján ára gamall og það kom honum í opna skjöldu. „Ég hafði sótt um skólastyrk hjá danska ríkinu en fékk þau skilaboð að hann fengi ég ekki þar sem ég væri ekki danskur. Ég rauk beint heim og spurði pabba hvernig stæði á þessu. „Æ, já. Þú ert víst Íslendingur,“ sagði hann.“ Hans fékk þó að velja hvort hann vildi vera áfram skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó fær- eyska foreldra og þaðan er ættar- nafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslend- ingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun.“ Þegar Guðmundur Guðmunds- son var landsliðsþjálfari í fyrra skiptið hafði hann eitt sinn sam- band við Hans. „Ég var þá að spila með Team Helsinge og Sigursteinn Arndal, sem lék þá líka með félag- inu, hafði bent á mig. Þarna væri Íslendingur á ferð. En það kom aldrei til greina hjá mér að gefa kost á mér í íslenska landsliðið af sömu ástæðu og með ríkisfang- ið. Ég er Dani og þetta var í raun aldrei spurning í mínum huga.“ Foreldrarnir vilja jafntefli Hann neitar því þó ekki að það sé sérstök tilfinning að mæta íslenska landsliðinu. „Sérstaklega fyrir for- eldra mína sem vilja helst fá jafn- tefli úr þessum leikjum,“ sagði hann en Íslendingar og Danir hafa einmitt oftar en ekki skilið jafn- ir í leikjum sínum undanfarin ár. „Það er líka gaman að fá að koma til Íslands og spila hér. Ég á marga ættingja hér á landi enda eiga for- eldrar mínir fimm systkini hvort. Það er gaman að spila fyrir framan öll skyldmenni mín hér.“ Sárt að tapa fyrir Kiel Talið berst næst að þýska boltanum þar sem hann spilar með Hamburg. Liðið háði æsispennandi rimmu við Kiel um þýska meistaratitilinn og hafði síðarnefnda liðið betur eftir að hafa unnið nánast hreinan úrslitaleik liðanna þegar þau mætt- ust í síðasta mánuði. „Vissulega voru vonbrigði að vinna ekki titilinn en við spiluð- um mjög vel yfir allt tímabilið. Við töpuðum aðeins þremur leikjum og gerðum eitt jafntefli. En við töp- uðum mjög mikilvægum leikjum. Fyrir Kiel í deildinni og svo Ciudad Real í Meistaradeildinni. Við vorum lélegir í þessum leikjum og úrslitin voru sanngjörn,“ segir hann. „Það var sérstaklega slæmt að vinna ekki Kiel. Við vorum á heimavelli og studdir af fjórtán þúsund áhorfendum. En þeir spil- uðu vel og við vorum lélegir. Þetta var því sanngjarnt. En við reynum aftur á næsta ári.“ Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikur með liðinu. Hann hefur mikið álit á þeim. „Alfreð þekki ég ekki persónu- lega en mér finnst mikið til hans koma. Ég held að hann sé góður þjálfari. Handbolti er hans líf og hann er mjög tilfinningaríkur og stendur þétt við bakið á sínum mönnum.“ Aron verður einn sá besti Hann segir Aron einn efnilegasta leikmann heims um þessar mund- ir. „Hann er mjög góður og verður einn besti leikmaður heims eftir 2-3 ár. Hann hefur sýnt að hann getur þetta – það sáum við á EM í Austurríki en hann spilaði mjög vel gegn okkur.“ Hans varð Evrópumeistari með Danmörku árið 2008 en Danir töp- uðu titlinum til Frakka þegar EM fór fram í Austurríki í janúar. Þá varð Ísland í þriðja sæti eftir að hafa unnið afar mikilvægan sigur á Dönum í riðlakeppninni. „Það voru mikil vonbrigði að tapa titlinum. Þetta réðst á leikn- um gegn Íslandi. Við hefðum kom- ist í undanúrslit hefðum við unnið hann. En Ísland vann sanngjarn- an sigur í leiknum og spilaði mjög vel á þessu móti, rétt eins og á Ólympíuleikunum.“ Ísland getur tekið gullið Ísland hefur burði til að taka næsta skref og vinna gull á stórmóti, telur Hans. „Það eru 5-6 lið í heiminum sem geta unnið stórmót og Ísland er eitt þeirra. Frakkar eru líklega með bestu einstaklingana í sínu liði en þeir eru líka manneskj- ur sem tapa stundum. Króatar, Spánverjar og Pólverjar eru mjög sterkir. Við erum þarna líka en við erum með nýtt lið og þurfum meiri tíma saman.“ Hann segir Evrópumeistaratit- ilinn árið 2008 án nokkurs vafa hápunkt ferilsins hingað til. „Það þarf allt að ganga upp til að vinna svona mót og þannig var það hjá okkur í það skiptið. Þetta snýst allt um síðustu fimm prósentin. Það þurfa allir ná fram sínu besta en ef einn leikmaður klikkar er vel hægt að tapa í undanúrslitum á svona stóru móti.“ Hans er 28 ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum við Hamburg. Hann á vafalaust mörg ár eftir í keppni þeirra bestu en skyldi það koma til greina að spila á Íslandi áður en hann hættir alveg – til dæmis í Hafnarfirðinum þaðan sem hann er ættaður? „Hver veit,“ svarar hann kank- vís. „Það er allt mögulegt.“ Íslendingurinn í danska landsliðinu Hans Lindberg er einn besti hornamaður heims og lykilmaður í sterku landsliði Dana. Í honum rennur þó alíslenskt blóð enda báðir foreldrar hans íslenskir. Honum stóð til boða að gefa kost á sér í íslenska landsliðið en valdi það danska – enda Dani að eigin sögn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson ræddi við hann um fjölskyldutengslin við Ísland og handboltalífið í Þýskalandi. MEÐ AFA Hans Lindberg með afa sínum, Sigurði Pálssyni. MYND/ÚR EINKASAFNI ÍSLENSKI DANINN Hans Óttar Lindberg var staddur hér á landi í vikunni með danska landsliðinu. Hann þykir einn besti horna- maður heims. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Báðir foreldrar Hans Lindberg eru íslenskir. Þau Sigríður Guðjónsdóttir og Erling Lindberg hafa búið í Danmörku í 30 ár og fæddist Hans, sem er 28 ára, því ytra. „Jú, hann lítur á sig sem Dana,“ sagði Erling um soninn. „Ég þekki það sjálfur frá því ég var krakki. Mínir foreldrar komu frá Færeyjum og litu á mig sem Færeying en ég hef alltaf litið á mig sem Íslending og geri enn. Það er því skiljanlegt að hann geri slíkt hið sama og við höfum leyft okkar börnum að ráða þessu alveg sjálf.“ Þegar móðurfjölskylda Hans fór til Þýskalands til að sjá leik Hamburg og Kiel kom í ljós að Hans og Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, áttu sitthvað sameiginlegt. Feður þeirra, Erling og Pálmar Sigurðsson, spiluðu saman körfu- bolta í Haukum á sínum tíma. „Jú, ég var eitt ár í Haukum. Ég segi þó ekki oft frá því enda er ég FH-ingur. FH er besta lið í heimi,“ segir Erling og hlær. „En þetta er vissulega lítill heimur.“ Foreldrarnir eru vitanlega stoltir af stráknum. „Jú, það hefur verið gaman að fylgjast með honum. Það var til að mynda einstakt að fylgjast með þeim þegar Danmörk varð Evrópumeistari árið 2008. Þá vorum við á Ráðhústorg- inu í Kaupmannahöfn og upplifðum einstaka stemningu. Við erum auðvitað mjög stolt.“ Pabbarnir saman í körfubolta í Haukum VITA er lífið Alicante VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti Verð frá 29.900 kr. 26., 28. og 30. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.