Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 34
2 FERÐALÖG
É
g skellti mér til Noregs og Spánar á dögun-
um og átti þar yndislegt sumarfrí, skoðaði
listasöfn, fór á Eurovision og borðaði yfir
mig af alls kyns sælkeramat. Fyrir mér eru
þjóðarréttir þeirra landa sem ég heimsæki órjúfan-
legur hluti af ferðalögum og yfirleitt legg ég mig
fram við að kynnast þeim en held mig í hæfilegri
fjarlægð frá alþjóðlegum veitingahúsakeðjum.
Í Noregi kom því ekki annað til greina en að gæða
sér á köku sem er (eftir því sem ég kemst næst)
kennd við hershöfðingjann nafntogaða, Napóleón,
og nýtur mikilla vinsælda meðal heimamanna.
Norðmenn, einkum af eldri kynslóðinni, standa oft
í löngum biðröðum í bakaríum á morgnana til þess
eins að verða sér úti um væna sneið, enda kakan
góð til síns brúks þótt Íslendingum gæti þótt hún
of sæt.
Ekki hef ég skýringu á reiðum höndum vegna
nafngiftar patatas bravas, eða brjálaðra kartafla
eins og þær kallast í lauslegri þýðingu, aðra en þá
að þær eru brjálæðislega góðar, spænskir kartöflu-
bitar löðrandi í majónesi og sterkri sósu. Við mað-
urinn minn þvældumst um á vespu milli veitinga-
staða í Barcelona og gerðum lauslega úttekt á þessu
lostæti. Þótt ekki fengist niðurstaða úr þeirri rann-
sókn vorum við sammála um að kartöflurnar á Bar
Tomas, sem Wall Street Journal hefur útnefnt þær
bestu, væru suddalega góðar.
Ég hef því aldrei skilið fólk sem ver heilu fríunum
erlendis án þess að vilja smakka á réttum sem ein-
kenna viðkomandi stað. Ég veit til dæmis um Íslend-
inga sem hafa haft með sér smjör til Bretlands –
enda fyrirfinnst víst ekki í heiminum annað sem
stenst samanburð við það íslenska – og séð McDon-
alds-stað fyllast á augabragði í Hong Kong meðan
kínversk veitingahús í kring stóðu auð.
Vissulega getur verið þægilegt að fara á Burger
King og McDonalds, þar sem ganga má að öllu vísu
og ég skal viðurkenna að einn daginn í Barcelona
freistuðumst við betri helmingurinn til þess að
henda okkur ofan í djúpsteikingarpottinn. Vissu-
lega hafði það áhrif að búllan hafði verið uppgerð,
en þrátt fyrir að hún liti út eins og fimm stjörnu
hótel var maturinn jafn vondur fyrir það. Meðan
ojbjakkið rann niður í magann gladdist ég þó við
þá tilhugsun að við hefðum losnað við þennan við-
bjóð heima á Íslandi.
Roald Viðar Eyvindsson skrifar
BRJÁLAÐAR
KARTÖFLUR
ferðalög kemur út mánaðarlega
með helgarblaði Fréttablaðsins.
Ritstjóri Roald Viðar Eyvindsson roald@frettabladid.is
Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir
Forsíðumynd Nordic photos getty images
Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir, Marta maría
Friðriksdóttir og Vera Einarsdóttir
Ljósmyndir Fréttablaðið
BELGÍA KEMUR Á ÓVART
Í
slendingar þekkja Brussel flest-
ir af Evrópustofnunum hennar en
helstu stofnanir Evrópusambands-
ins hafa aðalaðsetur sitt í borg-
inni. Vitaskuld er forvitnilegt að koma
í „Evrópuhverfi“ Brussel en sú hlið er
aðeins lítill hluti andlits borgarinnar og
villandi að dæma ásjónu hennar eftir
fréttum af samningaviðræðum. Sú hlið
Brussel sem snýr að menningu, arki-
tektúr, sögulegum stöðum, æðislegum
markaðstorgum og þröngum veitinga-
húsagötum er sú hlið sem ferðalangar
kynnast öðrum fremur í borginni. Og
sú sem blaðamaður kynntist á dögun-
um þegar rölt var um borgina á meðan
hvítir súkkulaðimolar bráðnuðu í munn-
inum.
Borg lista og arkitektúrs
Götur Brussel eru sem sagt ekki fullar
af ráfandi jakkafataklæddum mönnum
Brussel er nýr áfangastaður Ice-
landair. Borgin, sem margir hafa
fyrst og fremst litið á sem mekka
stofnananna, kemur fl estum á óvart
sem bóhem-staður með rómantísku
og listrænu umhverfi .
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
JÚNÍ 2010
Giftir sig á
Mamma mia
eyju Aníta Briem
gengur í það
heilaga á
Santorini
í sumar.
SÍÐA 2.
HM á pöbbnum Víða um heim má finna
skemmtilega sportbari.
SÍÐA 6.
FRAMHALD Á SÍÐU 4
Fyrsta hótelið sem byggt er úr
rusli opnaði á dögunum í Róm,
en því hefur reyndar verið lokað
aftur. Hótelið mun þó standa
áfram til sýnis.
Þýski listamaðurinn Ha Schult
hannaði hótelið og það stendur
við ána Tíber í Róm á móti Vatík-
aninu. Ruslið sem hótelið er gert
úr er fengið af ýmsum strönd-
um Evrópu. Í hótelið voru notuð
meira en þrettán tonn af rusli þar
á meðal gömul leikföng, hjólkopp-
ar, rifnar buxur og beyglaðar gos-
dósir.
Fyrsti gestur hótelsins var
danska ofurfyrirsætan Helena
Christensen og hún velti fyrir
sér ruslinu sem veggir herbergis
hennar voru gerðir úr. „Hlutirn-
ir vekja mig til umhugsunar um
hvað varð til þess að menn hentu
þessu frá sér á ströndinni,“ sagði
Helena eftir nóttina.
Hótelinu hefur verið lokað en
í náinni framtíð verður hægt að
skoða það að utan í Róm. Mögu-
legt er að það verði flutt á annan
stað einhvern tíma seinna. - mmf
RÓMVERSKT RUSLHÓTEL
Endurnýtt Hótelið er byggt úr rúmlega þrettán þúsund tonnum af rusli af evrópskum
ströndum. NORDICPHOTOS/AFP
A
níta segir að Mamma mia! hafi
þó ekki haft áhrif á val á brúð-
kaupsstað. „Nei, en við ætlum
að fylgja fallegum sið þar sem
brúðguminn og gestirnir koma og sækja
brúðina heim til hennar, eða í villuna sem
hún er búin að leigja,“ segir Aníta glett-
in og heldur áfram: „Við hendum þarna
inn tveimur til þremur hljóðfæraleikur-
um og göngum öll saman á staðinn þar
sem athöfnin fer fram.“
Aníta segir athöfnina annars eiga að
vera persónulega og hlýja. „Við ætlum
að skiptast á loforðum fyrir framan það
fólk sem skiptir okkur máli, nánustu
fjölskyldu og dásamlega vini,“ útskýrir
Aníta og bætir við að þau ætli að sameina
tvo sterka og fallega menningarheima.
„Svo ætlum við að flytja út íslenska stór-
prestinn Pálma Matthíasson sem ætlar
að gefa okkur saman á grískri eyju.
Þetta er táknrænt fyrir hvernig við vilj-
um vera saman, stolt af því hvaðan við
komum og að það hafi gert okkur að því
sem við erum í dag og svo fáum við líka
að erfa allt það stórkostlega frá hinum,“
upplýsir Aníta sem segist með þessu vera
að gera Dean að heiðurs-Íslendingi. „Og í
staðinn fæ ég að tilheyra fólkinu sem bjó
til vestræna siðmenningu.“
Aníta verður í brúðarkjól frá breska
hönnuðinum Jenny Packham. En hún
hefur komist í fjölmiðla á Íslandi fyrir
að ganga í íslenskri hönnun. Ætlar hún
að vera með einhverja íslenska hönnun
í brúðkaupinu? „Ég er mikill aðdáandi
íslenskrar hönnunar og við eigum mikið
af hæfileikaríku fólki. Ég er að fara að
skoða hönnuði fyrir brúðarmeyjakjólana,
það er frábær hugmynd að sjá hvort þeir
gætu ekki komið frá íslenskum hönnuði.
Það væri fallegt.“
Aníta og Dean ásamt fjölskyldum og
vinum ætla að dvelja á Santorini í nokk-
urn tíma. „Við ætlum að halda tveggja
vikna brúðkaup,“ segir Aníta innt eftir
því hvort parið ætli í brúðkaupsferð. „Og
kannski stinga af hér og þar.“ -mmf
GIFTIR SIG Á SANTORINI
Leikkonan Aníta Briem og unnusti hennar, leikstjórinn Dean Paraskevopoulos, ætla að gifta sig
síðsumars á grísku eyjunni Santorini. Santorini var sögusvið kvikmyndarinnar Mamma mia!
Tveggja vikna brúðkaup Aníta og Dean trúlofuðu sig
í Mývatnssveit hjá móður Anítu í lok síðasta árs.
NORDICPHOTOS/GETTY
Sameina tvo menningarheima
Santorini var sögusvið mynd-
arinnar Mamma mia! sem
var aðsóknarmesta myndin
á Íslandi 2008. Það hafði þó
ekki áhrif á Anítu.
NORDICPHOTOS/GETTY
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is