Fréttablaðið - 12.06.2010, Side 37

Fréttablaðið - 12.06.2010, Side 37
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég ætla að taka smá skokk um helgina, hefja sprettinn á Selfossi klukkan fimm árdegis og enda í Lindum, Kópavogi undir kvöld- ið, en reikna með að það taki mig þrettán tíma að fara á tveimur jafnfljótum þessa 105 kílómetra leið,“ segir Birgir Skúlason, kerf- isstjóri hjá Háskólanum í Reykja- vík, um óvenjuleg helgarplön sín. Birgir hefur verið áberandi í óhefðbundnum vegalengdum af ýmsu tagi og er meðal annars Íslandsmeistari í 105 kílómetra róðri, ásamt því að hafa synt milli fimm eyja Kollafjarðar síðasta sumar, en í dag spreytir hann sig einn á lengstu vegalengd Int- ersports-hlaupsins sem í dag er haldið í fyrsta sinn. „Ég geri mér grein fyrir að þetta er bjánagangur, enda finnst mér leiðinlegt að hlaupa og hef aldrei nokkurn tímann hlaup- ið nema stuttar vegalengdir til- neyddur. Ég hef þó tvisvar hlaupið Laugaveginn og einu sinni maraþ- on en í dag bæti ég við þær vega- lengdir yfir 50 kílómetrum,“ segir Birgir sem tók áskorun vina sinna að hlaupa þessa 105 kílómetra þar sem vegalengdin passaði við róðr- armetið. „Maður þarf auðvitað ekki óvini þegar maður á svona vini. Ég er verulega spenntur og veit að þetta reddast þótt erfiðið verði örugg- lega mikið. Ég hleyp þetta einn með eftirlitsmann hjólandi á eftir mér en hef svo doblað vin minn, sem er heldur enginn hlaupari, til að mæta mér miðja vegu og hlaupa með mér síðustu 50 kílómetrana,“ segir Birgir sem æfir reglulega Boot Camp, sem gerir menn færa í flestan sjó. „Ég hleyp meðfram suður- strönd Reykjanesskagans og mest á jafnsléttu, en veit að þetta verður engin útsýnisferð þótt ég fari um fagra leið. Ég hef líka verið spurður um náttúrufegurð Laugavegsins en hef ekki enn séð hana því maður gerir lítið annað en að horfa fram fyrir sig meðan á hlaupinu stendur,“ segir Birgir sem stefnir rakleiðis í sjóinn eftir hlaupið, en hann er vanur sjósund- maður. „Þar mun ég liggja í góðan hálf- tíma og reyna að ná niður bólgum. Ég býst við að vera ónýtur maður eftir þetta skokk og haltrandi lengi á eftir. Því verð ég varla maður í neinn fagnað eftir afrekið í kvöld, en ætla í sumarhús í Hvít- ársíðu á morgun og hvíla lúin bein næstu viku.“ thordis@frettabladid.is Ginnkeyptur fyrir vitleysu Afreksmaðurinn Birgir Skúlason er ekki þekktur fyrir að ögra sínum stælta kroppi í „eðlilegri“ líkamlegri útrás og athöfnum, en er ávallt upplagður fyrir óvenjulegar áskoranir, jafnvel þótt þær jaðri við vitleysu. Á hlaupunum ætlar Birgir að taka sér hlé á tíu kílómetra fresti til að teygja, borða og drekka vel. Hann býst við að vera orðinn úrvinda í lokin og fara síðasta spölinn á hausnum, eins og hann orðar það sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BIKINÍ má alveg nota í bland. Stundum er bara gaman að nota annan haldara við buxurnar en þann sem á við og ef nokkur bikiní eru í fataskápnum má víxla alveg sitt á hvað. Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Kynn ingar tilboð Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 99.90 0 kr Verð áður 170.9 00 kr MODEL 101 - stærð: 210x160 Takmarkað magn - 5 mismunandi áklæði Útsala Á vor og sumarvörum Friendtex 2010 Opið mánud.–föstud. frá kl. 11–18 Laugard. frá kl. 11–16 Komið og gerið frábær kaup Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Pöntunarsími: 578 3838 TAKTU MEÐ EÐA BORÐAÐU Á STAÐNUM SUMARTILBOÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.