Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 42

Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 42
 12. júní 2010 LAUGARDAGUR2 Læknir óskast til starfa Í byrjun ágúst verður nýtt 110 rýma hjúkrunar- heimili opnað að Suðurlandsbraut 66, Mörk-hjúkrunarheimili. Óskað er eftir lækni að heimilinu sem verður rekið með Eden hugmyndafræðina að leiðarljósi. Hún miðar að því að heimilismaður haldi sjálfstæði sínu og taki daglegar ákvarðanir sem varða daglegt líf hans en búi jafnframt við það öryggi sem fylgir því að vera á hjúkrunarheimili. Frjálslegt og heimilis- legt andrúmsloft verður í fyrirrúmi. Upplýsingar um starfi ð veitir Helga Hansdóttir öldrunarlæknir í síma 824 5510 eða með tölvupósti á helgah@landspitali.is Einnig veitir Helga J. Karlsdóttir starfsmannastjóri Grundar upplýsingar í síma 530 6100 eða með tölvupósti á helga@grund.is MÖRK HJÚKRUNARHEIMILI ze br a Aðstoðarkona óskast Kona (37–60 ára) óskast til að aðstoða þrítuga, langveika konu við keyrslu, ýmsar athafnir daglegs lífs og að vera henni tilfi nningalegur stuðningur. Hún þarf að geta verið mjög sveigjanleg varðandi vinnutíma, þetta gætu verið 3–5 tímar á dag eða meira eftir þörfum, fram á kvöld og stöku sinnum um helgar. Viðkomandi þarf að vera nærgætin, hlý/kærleiksrík, þolinmóð og heilsuhraust (hafa líkamlegan styrk). Gott ef hún hefur bíl til umráða og kostur ef hún hefur reynslu af umönnunarstarfi – en það er ekki skilyrði. Umsóknir sendist á adstodarkona@gmail.com með nafni, síma, netfangi, helstu upplýsingum um viðkomandi og fyrri starfsreynslu og helst 2 meðmælendur sem hægt væri að hafa samband við. •

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.