Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 45

Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 45
LAUGARDAGUR 12. júní 2010 5 Viltu vera í okkar liði? Nánari upplýsingar um störfin veitir Ragnheiður Dögg Ísaksdóttir, risaksdottir@actavis.com Actavis Group Dalshrauni 1 220 Hafnarfirði s 535 2300 f 535 2301 @ actavis@actavis.com w www.actavis.com Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 20. júní nk. Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Fyrirtækið er með starfsemi í 40 löndum. Actavis hf. og Medis eru dótturfyrirtæki samstæðunnar á Íslandi og eru staðsett í Hafnarfirði. Hjá Actavis á Íslandi starfa um 600 starfsmenn á ýmsum sviðum. Verkefnastjóri í Project Management Project Management sér um að stýra þróunarverkefnum og kemur einnig að flutningi þeirra til dótturfyrirtækja Actavis erlendis. Helstu verkefni: Utanumhald um alla verkþætti þróunar Uppsetning á þróunaráætlunum Fylgja eftir tímalínum Stýra fundum verkefnahópa og miðla upplýsingum Samráð við dótturfyrirtæki Actavis erlendis Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun á sviði raunvísinda með þekkingu og/eða reynslu af verkefnastjórnun með góða enskukunnáttu með góða samskiptahæfni sem er fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð og þekkingu Sérfræðingar í þróunardeild mæliaðferða Þróunardeild mæliaðferða sér um þróun og gildingu á mæliaðferðum sem notaðar eru við þróun á nýjum lyfjaformum og við losun á framleiðsluvörum á markað. Sérfræðingur í þróun mæliaðferða Starfið er sambland af hópavinnu, verklegri vinnu á rannsóknarstofu, úrvinnslu á gögnum og skýrslugerð. Helstu verkefni: Þátttaka í verkefnahópum sem vinna að þróun nýrra lyfjaforma Þróun og gilding á mæliaðferðum Umsjón með tækjabúnaði og innleiðing á nýrri tækni og verklagi Við leitum að einstaklingi með háskólapróf á sviði raunvísinda, leitað er að starfsmanni með mjög góðan grunn í efnafræði og efnagreiningum með reynslu af rannsóknarstörfum þar sem krafist er nákvæmni og staðlaðra vinnubragða við öflun og úrvinnslu gagna með reynslu af verkefnastjórnun með góða samskiptahæfni með góða ensku- og tölvukunnáttu Sérfræðingur í mælingum Helstu verkefni: Mælingar á hráefnum og fullbúnum vörum Gildingar á mæliaðferðum Eftirlit og kvörðun á tækjabúnaði Við leitum að einstaklingi með háskólapróf á sviði raunvísinda með reynslu af rannsóknarstörfum þar sem krafist er nákvæmni og staðlaðra vinnubragða við öflun og úrvinnslu gagna með góða samskiptahæfni með góða ensku- og tölvukunnáttu Sérfræðingur í skráningardeild Skráningardeild sér um að veita ráðgjöf við þróun á lyfjum með hliðsjón af gildandi reglugerðum og taka saman gögn fyrir ný lyf til markaðssetningar erlendis. Helstu verkefni: Ráðgjöf og þátttaka í þróunarverkefnum Samantekt skráningargagna fyrir ný lyf þróuð á Íslandi til markaðs- setningar á markaði Evrópusambandsins og víðsvegar um heim Uppfærslur á skráningargögnum Svara athugasemdum og annmarkabréfum yfirvalda Samskipti við viðskiptavini og skráningaryfirvöld um tæknileg atriði er snerta skráningarmál Upplýsingagjöf um skráningargögn til annarra deilda fyrirtækisins Við leitum að einstaklingi með háskólapróf á sviði raunvísinda, s.s. lyfjafræði, matvælafræði eða sambærilega menntun með góða enskukunnáttu sem er fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð og þekkingu Þróunarsvið Actavis Group auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.