Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 48

Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 48
 12. júní 2010 LAUGARDAGUR8 SÖLUSTARF – HÁRSNYRTING Við leitum að frambærilegum fagmanni á sviði hársnyrtingar í sölu- og ráðgjafateymið okkar STARFSSVIÐ Söluheimsóknir á hársnyrtistofur, ráðgjöf um notkun á vörum fyrirtækisins, vinna við kynningarefni, kynn- ingar fyrir viðskiptavini, undirbúningur og þáttaka í námskeiðum HÆFNISKRÖFUR Fagmenntun í hársnyrtingu, góð samskiptahæfni og þjónustulund, frumkvæði og dugnaður. Reynsla af sölustörfum og tölvukunnátta eru kostir. Um er að ræða 60–80% starf, fyrri hluta vikunnar. Viðkomandi mun fá fræðslu og þjálfun hjá erlendum samstarfsfyrirtækjum Proact. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Umsóknum ásamt ferilskrá með mynd skal skilað til Proact, Gilsbúð 5, 210 Garðabæ eða á tölvu- póstfangið proact@proact.is. Proact er faglegt og framsækið fyrirtæki sem býður upp á heildar- lausnir fyrir hársnyrtistofur. Proact býður upp á mikið úrval af hársnyrtivörum fyrir fagfólk. Okkar markmið er að styðja vel við okkar viðskiptavini með góðri þjónustu og reglulegum námskeiðum þar sem nýjasta tækni og línur eru sýndar. Starf sveitarstjóra Skaftárhrepps er laust til umsóknar. Skaftárhreppur er einn víðfeðmasti hreppur landsins og rómaður fyrir náttúrufegurð. Lakagígar, Langisjór og Eldgjá eru í Skaftárhreppi og teljast með helstu náttúruperlum á Íslandi. Hluti hreppsins er innan Vatnajökulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs í Evrópu. Íbúar eru 450, þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Kirkjubæjarklaustur, fallegur og fjölfar- inn staður við hringveginn, í aðeins 250 km. fjarlægð frá Reykjavík og 200 km. frá Höfn í Hornafi rði. Öfl ug grunn- þjónusta, s.s. skólar, íþróttamiðstöð og heilsugæsla, er í sveitarfélaginu. Skaftárhreppur er framtíðarland tækifær- anna. Starfssvið sveitarstjóra: - Daglegur rekstur sveitarfélagsins og framkvæmd þeirra ákvarðana sem sveitarstjórn tekur - Yfi rumsjón með fjármálastjórn, bókhaldi og áætlanagerð - Stefnumarkandi vinna í atvinnu- og íbúamálum - Samskipti við stofnanir, fyrirtæki, samtök og íbúa - Umsjón með vefsíðu sveitarfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: - Dugnaður, áhugasemi og jákvæðni - Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi - Reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar - Góð bókhalds- og tölvukunnátta - Áhugi á uppbyggingu og markaðsmálum - Hæfni í mannlegum samskiptum og til að tjá sig í ræðu og riti Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Ingason, sími 8680465. Einnig: sveitarstjori@klaustur.is eða sími 8935940. Umsóknarfrestur er til 25. júní næstkomandi og skulu umsóknir sendar á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 15, 880 Kirkjubæjarklaustur. Æskilegt er að umsækjendur geti hafi ð störf sem fyrst. Skaftárhreppur P IP A R \T B W A • S ÍA • 1 01 57 9 Verkefnisstjóri í lagadeild Félagsvísindasviðs Lagadeild er ein sex deilda á Félagsvísinda- sviði. Við deildina er boðið upp á grunnnám, meistaranám og doktorsnám í lögfræði. Auglýst er laust til umsóknar 100% starf verkefnisstjóra á skrifstofu lagadeildar. Helstu verkefni eru þjónusta við nemendur og kennara ásamt öðrum verkefnum á deildarskrifstofu, fjármál, áætlanagerð og vinna við launauppgjör, stúdentaskipti og alþjóðasamskipti. Krafist er háskólaprófs sem nýtist í starfi, góðrar tölvukunnáttu (Excel, Word), góðrar íslensku- og enskukunnáttu, hæfni í mann- legum samskiptum, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi. Færni í fjármálum og áætlanagerð er æskileg og reynsla af störfum í háskólaumhverfi er kostur. Umsóknarfrestur er til 21. júní nk. Sjá nánar á www.starfatorg.is og www.hi.is/skolinn/laus_storf. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Markaðs- og sölufulltrúi hugbúnaðar Nánri lýsing: Markaðssetning og sala á hugbúnaðinum MindManager. Helstu verkefni: Dagleg sala og þjónusta við viðskiptavini, sölukynningar, tilboðsgerð, skipulag, framkvæmd söluaðgerða, kennsla og ráðgjöf. Vefumsjón og gerð fréttabréfs. Framhaldsmenntun áskilin og reynsla af sölu- og markaðsmálum. Góð almenn tölvuþekking og þekking á MindManager æskileg. Aðrar hæfnis- kröfur: Góð íslensku- og enskukunnátta, reynsla af kennslu, samskiptahæfni, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð. Góð framkoma og snyrtimennska, þekking á Navision kostur - reyklaus (skilyrði) Vinnutími: 8.30-16.30 eða skv. samkomulagi. Áhugasamir sendi umsókn á netfangið: verkefnalausnir@verkefnalausnir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.