Fréttablaðið - 12.06.2010, Side 66
34 12. júní 2010 LAUGARDAGUR
M
argir sem bitu
á jaxlinn og
meðal annars
tóku út séreign-
arsparnað sinn
eru komnir að
fótum fram. En þetta er óvissa.
Við vitum hvorki hvað margir eru
komnir þangað né hvert vandamál-
ið er og við hvað er verið að miða.
Sem betur fer er unnið að gagna-
öflun, meðal annars hjá Seðlabank-
anum og frumvarp til meðferðar á
Alþingi um rannsókn á fjárhags-
stöðu skuldugra heimila,“ segir
Ásta S. Helgadóttir, forstöðukona
Ráðgjafarstofu um fjármál heim-
ilanna.
Líkt og fram kom í vikunni hefur
fólki á vanskilaskrá fjölgað gríðar-
lega síðustu misserin og eiga tæp-
lega tuttugu þúsund einstaklingar í
alvarlegum vanskilum. Þá stefni að
óbreyttu í að átta þúsund einstakl-
ingar bætist við hópinn á næstu
mánuðum, samkvæmt upplýsingum
Creditinfo.
Fyrir og eftir hrun
Ráðgjafarstofan var stofnuð sem
tilraunaverkefni á vegum félags-
málaráðuneytis árið 1996 fyrir
fólk í skuldavanda og gat það feng-
ið ókeypis ráðgjöf. Starfsmenn voru
sex í fyrstu. Þeim hefur fjölgað í
takt við þrengingar í efnahagslíf-
inu. Í byrjun september 2008 voru
þeir sex en tólf í lok sama árs.
Ráðgjafarstofan er á þremur
hæðum við Hverfisgötu 6 í Reykja-
vík. Hún var áður með skrifstofur
á annarri hæðinni þar sem Lána-
sýsla ríkisins var áður. Eftir hrun-
ið fékk hún aðstöðu í rými sem tvö
fyrirtæki voru í áður en gáfu undan
í hruninu, fataverslun og fasteigna-
sala. Hluti húsgagnanna er fenginn
að láni hjá bönkum og fjármála-
fyrirtækjum, sem ýmist hafa farið
á hliðina eða dregið saman seglin.
Ásta segir mikla breytingu hafa
orðið á umfangi Ráðgjafarstof-
unnar eftir að erfiðleika tók að
gæta árið 2008. Fyrir hrunið hafi
einstæðar mæður verið þriðjung-
ur þeirra sem leituðu til Ráðgjaf-
arstofunnar. Í dag er stærsti hóp-
urinn barnafólk á aldrinum 30 til
40 ára og eldra fólk sem lent hefur
í skuldavanda vegna ábyrgða.
„Þetta er eðlileg þróun, barnafólk
er í skuldsettasta hópnum. Þetta er
yfirleitt ungt fólk sem var í góðri
vinnu og skuldsetti sig miðað við
það,“ segir Ásta. Hún bendir á að
eftir hrunið hafi álag á starfsfólk
aukist verulega. Starfsmenn eru
nú 31 og viðbúið að fleiri bætist í
hópinn fljótlega.
Aukning mála á borðum Ráð-
gjafarstofunnar dregur upp góða
mynd af breytingunni fyrir og eftir
hrun. Á árunum 2000 til 2001 var
hún með til meðferðar að meðal-
tali fimm til sex hundruð mál. Jafn
mörg mál eru nú á borðum henn-
ar og bætast að meðaltali um þrjú
hundruð ný mál við í mánuði.
Ásta segir að komið hafi verið
til móts við vandann og opnað
fyrir betra aðgengi að ráðgjöfum
Ráðgjafarstofu en áður. Síðan í
maí í fyrra hefur fólk getað geng-
ið beint inn af götunni og fundað
með ráðgjöfum auk þess sem senda
má rafræna umsókn um aðstoð á
vefsíðunni www.rad.is.
Nú koma að meðaltali hundrað
manns í viku hverri beint inn af
götunni til að ræða við ráðgjafa auk
þess sem tíu til tuttugu mál berast
með rafrænum hætti í hverri viku.
Það segir sitt um breytinguna að
áður bárust Ráðgjafarstofunni allt
að áttatíu mál á mánuði með raf-
rænum hætti. Það eru álíka mikið
koma inn á borð hennar í viku
hverri.
Mikilvægt að sjá vandann
Ásta segir mikilvægt að fólk leiti
sér fyrr en seinna hjálpar við
skuldavandanum. Í sumum tilvik-
um kemur það þegar uppboð eða
frestur á nauðungarsölu fasteigna
er að renna út.
„Það er huglægt hvernig fólk
upplifir greiðsluerfiðleika. Sumir
eru í afneitun. Við getum verið með
einstakling sem vill kíkja á málin
því bankinn vill ekki leyfa honum
að fá yfirdráttarheimild. Við nánari
skoðun getur komið í ljós að hann
er í verulegum greiðsluerfiðleikum
með yfirdrátt í mörgum bönkum en
skakka mynd af skuldastöðu sinni.
Svo getum við verið með einstakl-
ing sem sefur ekki af áhyggjum
þar sem hann getur ekki greitt alla
reikningana um ein mánaðamót og
mætir ósofinn í viðtal hjá okkur.“
Ásta segir fólk sömuleiðis leita
til Ráðgjafarstofunnar af mismun-
andi hvötum. Sumir komi á eigin
forsendum, aðrir vegna þrýst-
ings frá viðskiptabankanum eða
nákomnum.
Þegar fólk leitar til Ráðgjafar-
stofunnar veitir það henni heim-
ild til að taka saman gögn um fjár-
hagstöðu sína og skuldbindingar
hjá bönkum og lánastofnunum. Að
því loknu er farið yfir stöðuna með
viðkomandi og honum ráðlagt um
næstu skref. „Við aðstoðum fólk og
hjálpum því að sjá hvað sé skyn-
samlegt að gera og hvert skuli
leita. Þegar upp er staðið er það í
höndum hvers og eins hvað hann
gerir. Við erum aðeins leiðsögu-
menn í frumskóginum,“ segir Ásta.
Í mörgum tilvikum sjá einstakling-
arnir sjálfir um að ræða við lánar-
drottna um greiðsluaðlögun eftir
mat Ráðgjafarstofu. Í öðrum tilvik-
um hjálpar hún fólki við að greiða
úr vandanum.
Börnin mega ekki þjást
Ásta segir mikilvægt að félagsleg
vandamál verði ekki til af völd-
um efnahagshrunsins. Sérstaklega
verði að huga að börnunum. Hún
segir stjórnvöld geta gripið til svip-
aðra ráða og Finnar í kreppunni
fyrir tæpum tuttugu árum. „Finn-
ar segja það hafa bjargað miklu að
hafa fríar máltíðir í skólum. Fríar
máltíðir í skólum myndu skipta
miklu máli fyrir börn foreldra sem
geta ekki borgað skólamáltíðir,“
segir hún og bætir við að tómstund-
ir og allt í kringum þær sé sömu-
leiðis mjög kostnaðarsamt. „Það er
skelfilegt til þess að hugsa að fólk
íhugi að láta börn hætta í tómstund-
um vegna fjárskorts,“ segir hún.
Neysluviðmið skortir
Ásta bendir á að hið opinbera geti
lagt lóð sitt á vogarskálar með birt-
ingu opinbers neysluviðmiðs svo
hægt verði að leggja áreiðanleg-
an grunn að lágmarksframfærslu
fólks. Viðmið sem þetta hefur verið
til á hinum Norðurlöndunum um
árabil.
Hún segir að um það leyti sem
Ráðgjafarstofan tók til starfa fyrir
fjórtán árum hafi hagfræðingur
Neytendasamtakanna gert könnun
hjá fjörutíu fjölskyldum í greiðslu-
erfiðleikum og lagt grunn að bráða-
birgðaneysluviðmiðum.
Ráðgjafarstofan byggir enn á
niðurstöðum könnunarinnar. Ásta
segir það ómarktækt í dag. „Við
teljum að hægt sé að lifa eftir þess-
um viðmiðum sem nú eru í gildi í
mesta lagi þrjú ár. Þau miða við
hungurmörk,“ segir Ásta og bend-
ir á að bankar hafi bætt allt frá
20 til 50 prósentum á þau í sínum
útreikningum.
Ekkert bólar á opinberu neyslu-
viðmiði. „Ef einhvern tíma hefur
þurft neysluviðmið þá er það
nú. Ef við hjá Ráðgjafarstofunni
miðum ekki við raunhæfan fram-
færslukostnað þá springur fólk
Hjálpar fólki í frumskóginum
Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir skuldavanda sínum. Breyting á lögum um skuldaaðlögun sem gæti tekið gildi í næstu
viku skiptir miklu máli. Koma verður í veg fyrir að þröngar aðstæður í efnahagslífinu komi niður á börnunum, segir Ásta S.
Helgadóttir, forstöðukona Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson.
ÁSTA S. HELGADÓTTIR Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir skuldavanda sínum áður en í óefni er komið, að sögn forstöðukonu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Um miðjan maí synjaði Hæstiréttur manni um
heimild til að leita nauðasamninga við lánar-
drottna. Fram kemur í synjun Hæstaréttar að
beiðnin hafi verið reist á þeim rökum að skuldari
sé um fyrirsjáanlega framtíð ófær um að standa í
skilum með skuldbindingar sínar.
Maðurinn er kvæntur og býr í eigin fasteign
ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann
er hagfræðingur með MBA-gráðu frá bandarískum
háskóla og hefur starfað á vettvangi stjórnmála, við
fjölmiðlun, við fjármálastjórn, stopulan rekstur, og
við eignastýringu hjá fjármálafyrirtækjum. Nú er
hann verktaki við ráðgjafar- og ritstörf. Eiginkona
hans starfaði sem fjármálastjóri á árunum 1991
til 1992 en hefur verið að mestu heimavinnandi
eða atvinnulaus síðan þá. Til skamms tíma starfaði
hún hjá eiginmanni sínum. Fyrir það fékk hún ekki
greidd laun.
FJölskyldan flutti hingað frá Bandaríkjunum árið
2003 og keypti þá rúmlega tvö hundruð fermetra
fasteign. Manninum gekk erfiðlega að finna vinnu
við hæfi innan fjármálageirans en meiri eftirspurn
var eftir yngri mönnum. Haustið 2004 fékk hann
starf hjá banka. Um vorið fékk hann launahækkun
og tók fjölskyldan þá jeppabifreið á rekstrarleigu.
Fram kemur í synjun Hæstaréttar að afborganir
hafi numið áttatíu þúsund krónum á mánuði.
Maðurinn missti starfið um sumarið.
Um áramótin þar á eftir þótti hjónunum snattið
á jeppanum of kostnaðarsamt og tóku þá lítinn
fólksbíl á rekstrarleigu. Hagræði þótti þeim að
hafa tvo bíla á heimilinu. Mánaðarlegar afborganir
af báðum bílum námu 120 þúsund krónum. Árið
2007 bættist enn við í skuldafenið þegar hjónin
tóku 1,5 milljóna króna lán vegna kaupa á fellihýsi.
Hjónin litu ekki á sig sem atvinnulaus heldur
sem fólk í atvinnuleit og sóttu því ekki um atvinnu-
leysisbætur. Maðurinn áleit sem svo að vinnan
væri handan við hornið. Á þeim forsendum fram-
fleyttu hjónin sér með lántökum enda töldu þau
að tekjurnar myndu standa undir skuldbindingum.
Maðurinn bauð lánardrottnum að greiða níu
milljónir króna af skuldbindingum sínum á næstu
fimm árum. Kröfur hjónanna nema í dag 139
milljónum króna og eru níu milljónir króna því sex
prósent upp í kröfur.
Ásta S. Helgadóttir segir málið að mörgu leyti
dæmigert. Fólk hafi lifað langt um efni fram og
keyrt á lánum, sem bankar og fjármálafyrirtæki hafi
veitt fúslega, jafnvel án þess að horfa á greiðslu-
mat viðkomandi. „Það gerir kreppuna enn erfiðari
hvað margir voru skuldsettir, sumir að eyða langt
um efni fram. Fólk hélt að þetta tæki aldrei enda,“
segir hún.
Ekki allir fá lausn sinna mála
Við teljum að hægt sé að lifa eftir þessum viðmiðum sem
nú eru í gildi í mesta lagi þrjú ár. Þau miða við hungur-
mörk. Ef einhvern tíma hefur þurft neysluviðmið þá er
það nú. Ef við miðum ekki við raunhæfan framfærslu-
kostnað þá springur fólk fljótlega á limminu.