Fréttablaðið - 12.06.2010, Side 67

Fréttablaðið - 12.06.2010, Side 67
LAUGARDAGUR 12. júní 2010 35 fljótlega á limminu,“ segir hún og bætir við að ástæðan fyrir því að stjórnvöld veigri sér við því að taka saman áreiðanlegt neysluviðmið sé hápólitísk. Breytingar fram undan Ýmis tímabundin úrræði hins opin- bera og fjármálafyrirtækja vegna fólks í skuldavanda eru að renna út um þessar mundir og senn verða liðin tvö ár frá efnahagshruninu. Ásta segir úrræði á borð við frystingu lána ekki lausn til fram- búðar. Leita verði annarra leiða. Hún bindur miklar vonir við stjórn- arfrumvarp um stofnun embættis umboðsmanns skuldara og breyt- ingu á lögum um greiðsluaðlögun. Markmið frumvarpsins er að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að end- urskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslu- getu svo raunhæft verði að fólk geti staðið við skuldbindingar sínar. Frumvarpið hefur verið til umræðu í félags- og trygginga- málanefnd Alþingis frá því seint í maí. Það felur í sér að umboðsmað- ur skuldara tekur við af Ráðgjafar- stofu heimilanna og greiðsluaðlögun flyst frá dóms- og mannréttinda- ráðuneyti yfir til félagsmálaráðu- neytis. „Þetta verður félagslegt úrræði enda eru greiðsluerfiðleik- ar velferðarmál. Það mun vonandi forða fólki frá gjaldþroti,“ segir Ásta. „Þetta er forgangsmál ríkis- stjórnarinnar,“ segir Árni Páll Árnason, félags- og trygginga- málaráðherra. Hann segist í sam- tali við Fréttablaðið reikna með því að frumvarpið nái í gegnum Alþingi áður en þingmenn fara í sumarfrí og geti orðið að lögum á þriðjudag. „Það hefur margt breyst í starfseminni á þessum fjórtán árum sem ég hef verið hér. Í byrjun komu margir sem voru illa staddir félagslega og fólk sem hafði farið illa út úr því að gangast í ábyrgðir fyrir aðra. Það var áður en því var breytt og bankarnir skyldaðir að upplýsa fólk um hvað fólst í því að gangast í ábyrgðir,“ segir Ingveldur Fjeldsted, þjónustustjóri hjá Ráðgjafar- stofunni. Ingveldur hóf störf hjá Ráðgjafarstofunni árið 1996. Hún rifjar upp að þegar Ráðgjafarstofan tók til starfa hafi yfirdráttur í bönkum ekki verið jafn áberandi og nú, heyrði jafnvel til undantekninga. Algengur yfirdráttur var í kringum fimmtíu þúsund krónur. „Í dag er undan- tekning ef fólk er ekki með yfirdrátt. Sumir eru með hann á mörgum stöð- um – allt upp í hálfa milljón í öllum bönkum. Þegar slík upphæð safnast upp er upphæðin há,“ segir hún og bætir við að á árum áður hafi þótt frekar neikvætt að leita til Ráðgjafarstofu og því fylgt fordómar. „Sem betur fer hefur það breyst og lítur fólk nú á það sem sjálfsagðan hlut að leita aðstoð- ar hjá ráðgjafa þó svo að því miður dragi margir það of lengi,“ segir hún. Ingveldur segir að vandamálin í dag séu í grunninn þau sömu og þegar Ráðgjafarstofan var sett á laggirnar. „Nú er hópurinn sem hingað leitar stærri og breiðari. Áður leituðu frekar hingað þeir sem stóðu höllum fæti vegna veikinda eða skertra tekjumöguleika. Í dag samanstendur hópurinn af meðaltekjufólki með yfirveðsettar eignir.“ segir hún og bendir á að flestir séu í vanda með lán í erlendri mynt. „Bílalán í erlendri mynt var afdrifarík byrði fyrir fólk, og mörgum þungur baggi. Án hans myndu margar fjölskyldur ráða við greiðslubyrðina.“ Sömu vandamálin nú og áður Skuldavandi heimilanna 22.000 21.000 20.000 19.000 18.000 17.000 16.000 15.000 2007 2008 2009 2010 Fjöldi á vanskilaskrá frá 1. janúar 2007 til 1. júní 2010 HEIMILD: CREDITINFO Golfferðir Fyrirspurnir og nánari upplýsingar: www.expressferdir.is info@expressferdir.is Sími 590 0100 Verð á mann í tvíbýli, frá 149.800 kr. Golf í haust Express ferðir bjóða pakkaferðir við allra hæfi á þrjá frábæra golfvelli á Spáni, Bonalba, La Sella og Oliva Nova. Í boði eru 7 og 9 daga ferðir. Spilaðu golf við bestu aðstæður og njóttu lífsins í sólinni á Spáni! Skelltu þér á www.expressferdir.is/golf eða hringdu í 5 900 100 og kynntu þér kostina. F í t o n / S Í A Fyrsta flokks vellir á Spáni! A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.