Fréttablaðið - 12.06.2010, Síða 72

Fréttablaðið - 12.06.2010, Síða 72
40 12. júní 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is ÁSTA ERLINGSDÓTTIR GRASA- LÆKNIR (1920-2005) VAR FÆDD ÞENNAN DAG. „Mesta ríkidæmi í mínum huga er kærleikurinn sem býr með fókli, löngunin til að láta gott af sér leiða og gleðja aðra.“ Ásta var kunn fyrir grasa- lækningar sínar og áhuga á íslenskum jurtum. MERKISATBURÐIR 1838 Jarðskjálfti olli bjarghruni í Grímsey og í Málmey og einn maður beið bana. 1898 Filippseyjar lýstu yfir sjálf- stæði frá Spáni. 1911 Melavöllurinn í Reykjavík var vígður. 1926 Kristján X. kom í heim- sókn ásamt Alexandrínu drottningu og fylgdarliði. 1964 Nelson Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Suður-Afríku. 1971 Viðreisnarstjórnin féll eftir 12 ára setu. 1974 Jarðskjálfti upp á 6,3 stig varð í Borgarfirði. 1991 Rússar kusu Boris Jeltsín forseta. Gyðingastúlkan Anna Frank fékk dagbók í afmælisgjöf þennan dag árið 1942 þegar hún varð þrettán ára. Hún tók hana umsvifalaust í notkun og trúði henni fyrir upplifunum sínum meðan hún var í felum í Amsterdam, ásamt fjölskyldu sinni í seinni heimsstyrjöldinni. Sumarið 1944 var fjölskyldan svikin og flutt í útrýmingarbúðir en sjö mánuðum síðar lést Anna úr flekkusótt, nokkrum dögum á undan systur sinni, Margot Frank. Otto Frank faðir þeirra var sá eini úr fjölskyldunni sem sneri aftur til Amsterdam eftir að stríðinu lauk. Þar komst hann að því að dagbók Önnu hafði verið varðveitt og árið 1947 gaf hann hana út, ritskoðaða. Bókin varð ein sú mest lesna í heiminum. Hún kom síðar út óritskoðuð, meðal annars á íslensku. ÞETTA GERÐIST: 12. JÚNÍ 1942 Anna Frank hóf að halda dagbók „Ég trúi á drauma mína og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana, því ef maður hefur ekki trú á sjálfum sér hefur það enginn annar. Ég er fram- kvæmdasöm ef ég fæ góða hugmynd, en veit að enginn kemur með silfur- bakkann færandi hendi og hef þurft að berjast fyrir hugsjónum mínum og draumum með blóði, svita og tárum,“ segir Hendrikka Waage, skartgripa- hönnuður, rithöfundur og stofnandi alþjóðlegu góðgerðasamtakanna Kids Parliament, eða Alþingi barna. Nýverið kom út fyrsta barnabók Hendrikku, Rikka og töfrahringur- inn á Íslandi, sem setið hefur í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson og var á fimmtudag valin af Sameinuðu þjóð- unum til að vekja athygli á mennta- og umhverfismálum. „Rikka er íslensk stelpa sem fer með álfum sínum vítt og breitt um Ísland í fyrstu bók, en í þeirri næstu fer hún til Indlands. Ég man hvað mér fannst gaman að bíða eftir nýrri bók með mínum uppáhalds sögupersónum þegar ég var lítil og ætla því að gera sex bóka seríu um Rikku sem er að stórum hluta ég sjálf sem barn en með reynslu mína sem fullorðin manneskja sem hefur búið víða í veröldinni. Með það veganesti vildi ég kynna heim- inn fyrir smáfólkinu,“ segir Hendr- ikka sem gefur öll sín höfundarlaun af Rikku-bókunum til styrktar börnum hvers lands sem Rikka heimsækir. „Ef vel tekst til get ég vonandi styrkt íslensk börn til menntunar, hvort sem það verður í formi leikskólagjalds fyrir einstætt foreldri eða skólabækur handa barni sem á ekki fyrir þeim, en ef mér tekst að hjálpa aðeins einum verð ég óskaplega glöð,“ segir Hendrikka sem þvertekur fyrir að vera svo sterkefn- uð að geta setið ólaunuð við skriftir. „Ég er ekki rík af peningum en ég er mjög rík af hugmyndum. Ég held að hringrásin yrði önnur ef ég dveldi of mikið við peningadrauma, en ég hef til hnífs og skeiðar og næ endum saman með erfiði og mikilli vinnu.“ Hendrikka segir meðfædda skipu- lagshæfileika hjálpa sér að halda vel utan um annasamt líf sitt, en hún býr með sautján ára syni sínum í grænni sveit utan við Lundúnir. „Mig langar að efla nýsköpun, frum- kvöðlastarfsemi og listsköpun hjá börn- um, því þau koma til með að taka við plánetunni okkar, og vera þátttakandi í að hjálpa þeim,“ segir Hendrikka sem stofnaði Alþingi barna fyrir tveimur árum en samtökin eru með höfuðstöðvar í Vínarborg. „Aðaltilgangur samtakanna er að skapa heim sem börn vilja búa í og þar sem allir hafa sömu tækifæri burtséð frá kynþætti eða trúarbrögðum. Sam- tökin styðja börn til mennta og við bak fjölfatlaðra barna og unglinga, ásamt því að vinna með Sameinuðu þjóðun- um að jafnrétti kvenna og barna í þró- unarlöndunum,“ segir Hendrikka um göfugt góðgerðarstarfið, en í heiðurs- ætum ráðgjafa eru Betty Williams Nóbelshafi, Dalai Lama, Bibi Russel, Rabbi David Rosen, Gunter Pauli og Kerry Kennedy, sem öll hafa helg- að líf sitt mannréttindum, en saman munu þau kynna samtökin í New York í haust. Fyrst fer þó Hendrikka til að halda fyrirlestur um Rikku og töfra- hringinn í útgáfuboði í höfuðstöðvum SÞ í New York. „Velgengnin hefur komið mjög á óvart og ég bjóst ekki við neinu, en bókin er gleðibók með góðri orku. Vonandi á boðskapurinn eftir að ná sem lengst sem og menning og náttúra okkar fagra lands.“ thordis@frettabladid.is HENDRIKKA WAAGE: SÞ VELUR BARNABÓK HENNAR TIL VITUNDARVAKNINGAR Velgengnin kemur mér á óvart TRÚ OG TRYGG SÍNUM DRAUMUM Hendrikka Waage er öðrum konum góð fyrirmynd því hún lætur ekkert stoppa sig þegar kemur að því að láta eigin hugsjónir og drauma rætast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN erf idr yk kjur G R A N D Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Rvk. Sími: 514 8000 www. grand.is erfidrykkjur@grand.is Verið velkomin á Grand hótel AFMÆLISBÖRN GEORGE BUSH, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, er 86 ára. BIRGIR ÁRMANNS- SON stjórn- málamaður er 42 ára. ADRIANA LIMA fyrirsæta er 29 ára. Íslensk list verður áber- andi í Strassborg í Frakk- landi í júlímánuði. Cath- erine Ulrich, Íslandsvinur sem stofnaði félagið Alsace- Islande árið 2004 í þeim til- gangi að stuðla að aukn- um samskiptum Frakka og Íslendinga, hefur skipu- lagt sýningu í borginni sem stendur yfir allan júlímánuð. Sýningin fer aðallega fram á tveimur stöðum í borginni, stóra sýningar- salnum Aubette í miðborg- inni og á Hotel Sofitel. Meðal þeirra listamanna sem verða með verk til sýnis má nefna málarana Freyju Önundar- dóttur, Sigrúnu Eldjárn og Katrínu Helgu Ágústsdótt- ur, glerlistamennina Jónas Braga Jónasson og Hjördísi Hafnfjörð og leirlistamenn- ina Koggu, Kolbrúnu S. Kjar- val og Margréti Jónsdóttur. - kg Íslensk list í Strassborg ÍSLANDSVINUR Catherine Ulrich skipuleggur sýningar á íslenskri list í Strassborg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.