Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 77

Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 77
LAUGARDAGUR 12. júní 2010 45 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 12. júní 2010 ➜ Tónleikar 19.00 Í Bragganum, Egilsstöðum, verður haldin rokkveislan vegaREIÐI þar sem hljómsveitir á borð við Mammút, Miri og Per.NicGundersen munu spila. Aðgangur er ókeypis og opnar húsið kl. 19.00. ➜ Leiklist 13.00 Leikhópurinn Lotta sýnir fjöl- skylduleiksýninguna Hans klaufa á Grundarfirði í dag, nánar tiltekið á Þríhyrningnum. Auk Hans klaufa koma við sögu aðrar þekktar sögupersónur úr ævintýraheiminum. Miðaverð er 1.500 krónur, en nánari upplýsingar má finna á www.leikhopurinnlotta.is. ➜ Listasmiðja Karlinn í tunglinu – menningardagur barna verður haldinn hátíðlegur á Seyð- isfirði og verður leik- og grunnskóla- börnum boðin þátttaka í listasmiðju. Aðgangur er ókeypis. ➜ Hátíðir 13.00 Menningarveisla Sólheima verður formlega opnuð, en Katrín Jak- obsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, opnar veisluna formlega kl. 13.00. Nánari upplýsingar eru á www. solheimar.is. ➜ Tónlistarhátíð 17.00 Árvissa nútímatónlistarhátíðin Frum, sem kammerhópurinn Adapter og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir, hefst í dag kl. 17.00 og verða tónleikar haldnir að Kjarvalsstöðum. Einnig verða tónleikar á sunnudag kl. 20.00. Þemað er Japan í Norðri. Almennt miðaverð er 2.000 krónur, en 1.500 krónur fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja. Miðasala er við innganginn. ➜ Dansleikir Paparnir efna til dansleiks í kvöld og bjóðum konum frítt inn til klukkan 01.00. Dansleikurinn verður haldinn á Players, Kópavogi, og hefst miðasala kl. 23.00 en miðaverð verður 1500 krónur. Nánari upplýsingar á www.players.is ➜ Leiðsögn 14.00 Á Akureyri verður farið á sögu- slóðir Jóns Sveinssonar – Nonna frá Nonnahúsi kl. 14.00. Þægileg og létt ganga þar sem farið verður yfir lífshlaup Nonna, lesið úr bókum hans og stað- ir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum. Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar á www.minjasafnid.is Sunnudagur 13. júní 2010 ➜ Tónleikar 16.00 Þau Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson, alþýðusöngvarar, eru á dagskrá Gljúfrasteins í dag kl. 16.00, en tónleikarnir eru hluti stofu- tónleikaraðar Gljúfrasteins. Aðgangseyrir er 1000 krónur og eru allir velkomnir. ➜ Félagsstarf 16.00 Íslandsdeild Amnesty Inter- national stendur fyrir vináttuleik í knatt- spyrnu til stuðnings Stand Up United. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Laugardal kl. 16.00 og ókeypis er á leikinn. ➜ Leiðsögn Dagur villtra blóma um allt land, en dagurinn er samnorrænn. Flóruvinir veita leiðsögn í plöntuskoðunarferð víða um land, t.d. í Vogum á Vatnsleysu- strönd, á Ísafirði, Hólmavík, Eyjafirði, Egilsstöðum, Hornafirði og Kirkjubæjar- klaustri. Nánari upplýsingar eru á www. floraislands.is ➜ Fyrirlestrar 14.00 Á Skagaströnd verður haldinn fyrirlestur á vegum Fræðaseturs HÍ á Norðurlandi, þar sem Karl Aspelund flytur erindið „Norðlendingar þessir standa í öllum langtum framar...” í kaffihúsinu Bjarmanesi á Skagaströnd. Fyrirlesturinn hefst kl. 14.00 25 göngu-leiðir á höfuðborgar- svæðinu eða Náttúran við bæjarvegginn heitir nýútkom- inn leiðarvísir sem Salka gefur út. Þar lýsir Reynir Ingibjarts- son 25 hring- leiðum á höfuðborgarsvæðinu, öllum auðförnum, sem taka oftast ekki meira en eina klukkustund á göngu. Í flestum tilvikum er hægt að velja hvort genginn er stærri eða minni hringur. Kort og leiðbeiningar fylgja sérhverjum gönguhring, ásamt leiðarlýsingu og umfjöllun um það sem fyrir augu ber. Leiðirnar eru flestar í útjaðri borgar- innar, við sjávarsíðuna, í dalverpum, meðfram ám og vötnum í friðsælum vinjum náttúrunnar. Fáir þekkja svæð- ið betur en Reynir Ingibjartsson, sem hefur markað leiðirnar og skrifað um þær margvíslegan fróðleik varðandi minjar og sögustaði. Bókin er 160 blaðsíður í mjúku bandi með gormi og kemur einnig út á ensku. Fjallabók barnanna eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur er ætluð börnum og foreldrum eða forráða- mönnum þeirra. Á skemmtilegan hátt eru kynntar göngu- leiðir í nágrenni Reykjavíkur sem henta börnum á aldrinum 6-16 ára. Farnar eru óhefð- bundnar leiðir upp á Esjuna, farið út á Reykjanes og upp á Hellis- og Mosfellsheiði. Allar ferðirnar gekk höfundurinn með börnum sumrin 2008 og 2009, en í ferðirnar fóru tuttugu og tvö börn, átta fullorðnir og þrír hundar. Í bókinni eru einnig auðar síður ætlaðar lesendum til að setja inn efni um sínar eigin ferðir á viðkomandi svæði. Gönguferðir um fjöll og firnindi hafa verið áhugamál höfundar um áratuga skeið, auk þess sem hún hefur tekið að sér að stýra gönguhópum. Hún hefur því mikla reynslu af að kynna náttúruskoðun og útivist fyrir fólki á ýmsum aldri. Salka gefur út. Fuglar og fólk á Ítalíu – Ljóðabók fyrir ferðamenn – eftir Jón Pálsson er komin út á forlagi Tinda. Í henni tekur lesandinn sér ferð á hendur um landið hlýja, Ítalíu, þar sem saga aldanna liggur við hvert fótmál. Taormina, Tropea, Pizzo, Matera, Rómaborg, Montepulciano, Montalcino, Cort- ona, Chianti, Borgo di Buggiano, Viar- eggio; allt eru þetta viðkomustaðir í ferðinni, en einnig vínekrur og baðstrendur í Toscana- héraði. Í „borginni eilífu“ er lesandinn leiddur inn í mikilfenglegar kirkjur og kapellur, þar sem klerkar og kardínál- ar, munkar og nunnur, englar og dýrl- ingar, gyðjur og barbarar, ferðamenn og fuglar eru í aðalhlutverkunum. Ljóðin eru ort á árunum 2008-2009 þegar höfundur ferðaðist eftir landinu endilöngu um eins árs skeið. NÝJAR BÆKUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.