Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 78

Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 78
46 12. júní 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is FRÍSKLEGT ILMVATN eins og þetta frá Cacharel svo maður ilmi vel í sólinni. Bandaríska vefsíðan Go Fug Yourself hefur heldur betur slegið í gegn hjá Kananum síðustu árin. Á síðunni eru galakjólar stórstjarnanna gagnrýndir á heldur óvæginn en skemmtilega kaldhæðinn hátt. Að síðunni standa vinkonurnar Jessica Morgan og Heather Cocks sem kynntust þegar þær störfuðu saman á vefsjónvarpsstöð- inni Mighty Big TV. Þær byrjuðu með síðuna til þess að drepa tímann á meðan þær unnu á stöðinni og til þess að skemmta vinum sínum en síðan varð fljótlega vin- sæl utan vinahópsins og lesendum fjölgaði með hverj- um deginum. Síðan var meðal annars valin ein af tut- tugu og fimm bestu vefsíðum Bandaríkjanna árið 2006 af Entertainment Weekly og árið 2008 var vef- síðan valin ein af fimmtíu valdamestu bloggsíðum heims af tímaritinu The Guardian. Glanstímaritin Vanity Fair, Elle, Harper‘s Bazaar auk annarra hafa einnig fjallað um vefsíðuna. En bloggarar á borð við Perez Hilton þykja ansi valdamiklir í Hollywood því með skrifum sínum hafa þeir gríðarleg áhrif á hvaða stjarna er „inni“ og hver er úti í kuldanum hjá almenningi hverju sinni. Meðal þeirra stjarna sem hafa hvað oftast orðið fyrir barðinu á Go Fug Yourself-stúlkunum eru leikkonan Maggie Gyllenhaal, söngkonan Courtney Love, hin stórskrítna leikkona Bai Ling, hótelerfinginn Paris Hilton og ólíkindatólið Lindsay Lohan. Þær Jessica og Heather láta sér þó nægja að gagnrýna aðeins fatnaðinn sem stjörnurnar klæðast þegar þær mæta á opinbera viðburði og gagnrýna því aldrei persónu- legan fatastíl fræga og ríka fólksins. Það getur verið gaman að renna niður vefsíðuna og skoða flíkurnar sem stjörnurnar setja utan á sig. Þá áttar maður sig á því að augljóst er að peningum fylgir ekki endilega góður smekkur, jafnvel þótt kjóllinn hafi kostað fúlgur fjár. Peningar kaupa ekki stíl Fallegur sundfatnaður er nauðsynlegur hverjum þeim sem hyggst heimsækja suðrænar baðstrendur eða sólríka sundlaugar- bakka í sumar. Baðfatnaður í anda sjötta áratugarins er að sækja í sig veðrið með stelpulegum slaufum og glaðlegu doppum. SUNDFATNAÐUR Í ANDA SJÖTTA ÁRATUGARINS: Sól, sól skín á mig N O R D IC PH O TO S/ G ET TY NÚ ER ÞAÐ GRÁTT Fallegur sund- bolur frá Gucci. DOPPÓTT Fallegur og glaðlegur sundbolur með doppum. SLAUFUR Slaufur og alls kyns skemmtileg smáatriði eru áberandi í sundafatatískunni í ár. KVENLEGT Fyrirsæta sýnir fallegan sundfatnað frá hönnuðinum Karen Neilsen. > TÍSKUMOLI Neon lýsir upp sumarið! Samkvæmt hinni stórkostlegu tískusíðu Style. com verða neonlitir í tísku í sumar. Neonlitirnir eru þó aðeins í auka- hlutverki en munu lífga upp á stærri flíkur eða fatasamsetn- ingar. Skemmtileg armbönd með neonlitum í, seðlaveski í neongrænu eða neonbleikir skór ættu að setja smá lit á lífið í sumar. DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA SARA MCMAHON GEGGJAÐ HÁLSMEN sem hannað er af Jóhönnu Met- úsalemsdóttur og fæst í Aurum í Bankastræti. FLOTTA SKÓ með fylltum hæl sem þægilegt er að spássera í um bæinn.OKKUR LANGAR Í …

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.