Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2010, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 12.06.2010, Qupperneq 80
48 12. júní 2010 LAUGARDAGUR „Það er búin að vera mjög góð sala,“ segir Jón Ágúst Eggertsson hjá íþrótta- versluninni Jóa útherja. HM í fótbolta er byrjað og hafa landsliðstreyjurnar í versluninni rokið út að undanförnu. Treyjurnar með Argentínu, Spáni, Þýskalandi og Englandi eru vinsæl- astar og að sögn Jóns Ágústs er salan meira en fyrir síðustu keppnir. „Það á enginn peninga til að fara til útlanda þannig að menn skemmta sér bara heima yfir HM.“ Fjölskyldur hafa verið duglegar við að dressa sig upp fyrir keppnina, þótt sjaldgæft sé að þær kaupi allar sömu tegund af treyju. Eftir að Inter vann Meistaradeildina í síðasta mánuði seldust treyjur félags- ins upp í versluninni. „Það fóru allt í einu allir að halda með Inter,“ segir Jón og bætir við að aðdáendur enska bolt- ans bíði spenntir eftir nýjustu treyjum sinna liða. Mest er spurt um treyjur Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Tvær fyrstnefndu treyjurn- ar verða með nýjum auglýsingum og er því mörgum kappsmál að eignast þær. - fb Fjölskyldur kaupa landsliðstreyjur LANDSLIÐSTREYJUR Landsliðstreyjurnar hafa selst vel í Jóa útherja fyrir HM í fóbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kvikmynd sem fjallar um hinn dónalega Les Grossman, sem Tom Cruise túlkaði í gamanmyndinni Tropic Thunder, er í undirbún- ingi. Leikstjóri og framleiðandi Tropic Thunder, gamanleikarinn Ben Stiller, verður einn af fram- leiðendum myndarinnar. Þessi tíð- indi koma ekki á óvart því stutt er síðan Grossman kom fram á MTV- verðlaunahátíðinni og dansaði við Jennifer Lopez. „Sagan á bak við Les Grossman er sígild saga um það hvað einn maður nær langt eftir að hafa yfirstigið margar hindranir. Með nýju myndinni ætlar hann að láta Citizen Kane líta út fyrir að vera ömurleg mynd. Það er heiður að fá að vinna með honum,“ sagði Stiller í yfirlýsingu sinni. Grossman snýr aftur LES GROSSMAN Tom Cruise í hlutverki Grossmans á MTV-verðlaunahátíðinni sem var haldin um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY Hjartaknúsarinn Robert Pattinson sat fyrir svörum hjá franska tíma- ritinu Premiere fyrir skemmstu og var hann meðal annars spurð- ur út í fylgifiska frægðarinnar. „Eftir að ég varð frægur hef ég orðið svolítið vænisjúkur. Þegar ég geng um göturnar þá forðast ég að líta í augun á fólki skyldi það þekkja mig í sjón. Mér finnst ég þurfa að fela mig stanslaust. Ég lifi undarlegu lífi og ég get ekki verið eins opinn og ég mundi vilja vera. En maður lærir að takast á við frægðina og mér finnst ég gera það betur núna en áður. Ég held að annað hvort missi maður bara tökin og loki sig af frá umheimin- um, eða maður læri að takast á við frægðina.“ Pattinson sló í gegn í hlutverki vampírunnar Edward Cullen í Twi- light kvikmyndinni og hefur síðan þá verið einn eftirsóttasti leikari Hollywood. Unglingsstúlkur og jafnvel saklausar húsmæður hafa legið fyrir utan tökustaði hjá Patt- inson í þeirri veiku von um að bera kyntáknið augum. Næsta Twilight-mynd verður frumsýnd hér á landi 30. júní en bæði myndirnar og bækurnar hafa notið mikilla vinsælda. Pattinson hefur hins vegar einnig reynt fyrir sér í öðrum hlutverkum en Edward Cullen og hann er um þessar mundir að leika í kvikmyndinni Water for Elephants á móti Ósk- arsverðlaunahöfunum Christoph Waltz og Reese Witherspoon. Þar gengur hann til liðs við sirkus eftir að foreldrar hans eru drepnir. Þá er hann bókaður í kvikmyndina Unbound Captives þar sem mót- leikarar hans eru Rachel Weisz og Hugh Jackman. Pattinson tekst á við frægðina OF FRÆGUR Robert Pattinson segir frægðina hafa gert hann vænisjúkan. NORDICPHOTOS/GETTY Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn er að þýða Shake- speare-verkið Lér konung- ur sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem hann spreytir sig á Shakespeare. „Ég er búinn að ná landi,“ segir Þórarinn, sem byrjaði að þýða 1. janúar og hefur nú lokið fyrsta uppkasti. „Þetta gekk bara vel. Mikið af þessu er í bundnu máli, svokallaðri stakhendu, sem er ekki rímað að vísu en á íslensku er beitt stuðlum. Það er ákveðinn taktur í hverri línu, fimm kveður, og það tekur smá tíma að venjast þessu. Svo dettur maður inn í ákveðinn takt,“ segir hann. „Síðan eru ótal álitaefni og hlutir sem eru vanda- samir. En það verður bara eins og að ráða í erfiða krossgátu að láta það ganga upp.“ Þetta er í þriðja sinn sem verkið Lér konungur er þýtt á íslensku. Fyrst gerði það Steingrímur Thor- steinsson í bók sem kom út á seinni hluta 19. aldar og síðast var leikrit- ið sýnt í Þjóðleikhúsinu 1977 í þýð- ingu hins sáluga Helga Hálfdanar- sonar, sem hefur hingað til verið hinn „opinberi“ Shakespeare- þýðandi. Heyrst hefur að þýðing Þórarins sé ekki eins formleg og hinar eldri en Þórarinn vísar því á bug. „Það er þannig með mikil og merkileg bókmenntaverk að þau þarf að þýða oft. Þessi þýðing er ekkert minna formleg en þeirra en málfarið er annað. Þetta miðar fyrst og fremst að því að vera á eðlilegri og skiljanlegri nútíma- íslensku án þess nokkurn tíma að fara út í einhverja lágkúru.“ Þórarinn hefur aldrei áður þýtt Shakespeare og segist ekki vera neinn sérfræðingur í hans texta. „Auðvitað dáist ég mikið að þess- um stórfenglega skáldskap sem er að finna bæði í leikritum hans og ekki síður í sonnettunum. En ég er enginn Shakespeare-sérfræðingur umfram aðra.“ freyr@frettabladid.is Spreytir sig á Shakespeare SITUR VIÐ SKRIFTIR Þórarinn er að þýða verkið Lér konungur eftir Shakespeare fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > LEIKUR KLEÓPÖTRU Leikkonan Angelina Jolie mun að öllum líkindum fara með hlutverk Kleópötru í sam- nefndri kvikmynd sem verður framleidd af Scott Rudin, sem framleiddi einnig No Country for Old Men. Þegar Rudin var spurður hvern hann vildi í hlutverk keisara Rómar sagðist hann helst vilja fá Brad Pitt. folk@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.