Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 94
62 12. júní 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. ofsi, 6. í röð, 8. keyra, 9. pota, 11. í röð, 12. fást við, 14. þúsundasti hluti, 16. hola, 17. fiskur, 18. flan, 20. í röð, 21. íþróttafélag. LÓÐRÉTT 1. ílát, 3. guð, 4. smjaðra, 5. draup, 7. stappar, 10. kk nafn, 13. hamfletta, 15. skál, 16. hluti verkfæris, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. rs, 8. aka, 9. ota, 11. jk, 12. garfa, 14. millí, 16. op, 17. áll, 18. ras, 20. aá, 21. fram. LÓÐRÉTT: 1. trog, 3. ra, 4. skjalla, 5. lak, 7. stampar, 10. ari, 13. flá, 15. ílát, 16. orf, 19. sa. „Við gerðum allt rétt, en erum samt í djúpum skít,“ segir Danni Pollock, forsprakki TÞM en tónlistarþróunarmið- stöðinni (TÞM) verður lokað 1. júlí ef hún nær ekki að fjármagna húsaleigu ársins. 12 milljónir kostar að leigja húsnæði TÞM úti á Granda á ári og Reykjavíkur- borg greiðir helminginn af því. Landsbankinn styrkti starfsemina um hinar sex milljónirnar áður en bankinn féll í október árið 2008, en nú er svo komið að bæði sýslumaður og síðar hér- aðsdómur hafa úrskurðað að starfsemin verður borin út í sumar. „Félagsmenn hafa byggt TÞM upp frá 2002 og heildarupphæð sem hefur verið lögð í starfsemina er í kringum 140 millj- ónir,“ segir Danni. „Um 90 milljónir eru beint frá krökkunum sjálfum. Borgin er að reyna að spara sex milljónir með því að henda 140 milljónum.“ Danni furðar sig á því að þurfa styrki frá einkaaðilum til að reka TÞM, enda sé peningum dælt í íþróttir og aðrar tóm- stundir. Þá bendir hann á að hin Norður- löndin verji háum fjárhæðum í starf- semi á borð við þessa. „Það er einfaldlega vegna þess að þau skilja þetta,“ segir hann. „TÞM hefur mikið forvarnargildi og er mikil bót fyrir samfélagið.“ Danni vill fá Reykjavík inn í rekstur- inn af fullum krafti og að borgin semji við eigendur hússins. Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tekur við stjórnartaumum í Reykjavík á þriðjudag og því getur ný borgarstjórn ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en þá. Einar Örn Benediktsson, borgarfull- trúi Besta flokksins, segist þó alltaf hafa haldið með TÞM. „Ég hef stutt TÞM í gegnum árin,“ segir hann. „Ég og Danni höfum oft talað um TÞM. Sem dæmi þá æfði Björk fyrir Volta-túrinn þarna inni þannig að þetta húsnæði er alveg bráð- nauðsynlegt.Í stuttu máli, þá er æski- legt að TÞM haldi lífi.“ atlifannar@frettabladid.is DANNI POLLOCK: BORGIN STYRKI TÞM EINS OG AÐRAR TÓMSTUNDIR 200 ungir tónlistarmenn á götuna í júlí ef TÞM lokar ■ Tónlistarþróunarmiðstöðin (TÞM) er húsnæði sem hýsir og þjónustar tónlistarfólk á öllum aldri og hefur verið byggt upp frá árinu 2002. ■ Í húsinu eru 15 rými fyrir hljómsveitir, en tvær til þrjár hljómsveitir deila hverju rými. Það geta því hátt í 50 hljómsveitir æft í TÞM. ■ Fjölmargar hljómsveitir hafa æft í TÞM á þeim árum sem húsið hefur starfað. Björk æfði þar fyrir síðasta tónleikaferðalag eins og Jónsi úr Sigur Rós. Þá hafa ungar hljómsveitir á borð við Kimono, Sprengju- höllin, Lay Low og Veðurguðirnir stundað æfingar í húsinu. HVAÐ ER TÞM? „Þetta var alveg frábært og mikill heiður,“ segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Hljómsveitin var heiðruð fyrir framúrskar- andi framlag til tónlistarheimsins á verðlauna- hátíð hins virta breska tónlistartímarits Mojo sem var haldin í London á fimmtudagskvöld. Georg segir að verðlaunin hafi komið þeim á óvart. „Við vorum allir búnir að ákveða að mæta á hátíðina. Okkur grunaði að við værum að fá verðlaun en vissum ekki hvaða verðlaun. Það kom okkur skemmtilega á óvart að fá þessi verðlaun því þetta eru, alla- vega finnst mér það, flottustu verðlaunin,“ segir Georg. Hann bætir við að gaman hafi verið að hitta hetjur á borð við Jimmy Page, fyrrum gítar- leikara Led Zeppelin, sem var vígður inn í frægðarhöll Mojo á hátíðinni. „Við röbbuðum aðeins saman. Hann minntist á að hann hefði spilað einhvern tímann á Íslandi og sagði að það hefði verið áður en við fæddumst.“ Georg heldur áfram: „Á svona verðlaunaafhend- ingum eins og hjá Mojo eru ekki bara nýju og ungu hljómsveitirnar heldur líka gömlu hetjurnar. Það segir kannski ýmislegt um okkur. Erum við ekki bara einhver hrukku- dýr?“ segir hann og hlær. „Ég vona ekki. En þarna var alla vega fullt af skemmtilegu liði og þetta var voða gaman.“ Philip Selway, trommari Radiohead, afhenti Sigur Rós verðlaunin. „Það voru skemmtilegir endurfundir. Við þekkjum þá aðeins [Radio- head] og það var gaman að sjá hann aftur.“ - fb Sigur Rós heiðruð af Mojo í London „Það er gríðarlegur fjöldi fólks sem æfir súluform og þeim fjölgar gríðarlega hratt. Félagið er stofnað með það í huga að sameina heild- ina,“ segir Inga Dungal, varafor- maður stjórnar Súluform- og dans- félags Íslands. Stofnfundur félagsins var hald- inn í gær og með Ingu í stjórn sitja þær Ingunn Ragna Sævarsdótt- ir formaður, Kata White, Selma Ísabella og Eva Rut Hjaltadóttir. Félagið er bæði fyrir súluform og súludans að sögn Ingu og gerir ekki upp á milli hvernig súlan er notuð – sé settum siðareglum félagsins fylgt. Það er sem sagt ekki fækkað fötum? „Nei. Súludans og súluform kemur strippi ekki við. Það er ekki íþrótt að strippa.“ Inga leggur áherslu á að Súlu- form- og dansfélag Íslands sé íþróttafélag. „Við ætlum að styrkja keppnir og sýningar eins og við mögulega getum,“ segir hún. „Stærsta keppni sem hefur verið haldin á Íslandi er fyrsta verkefni félagsins – Íslandsmeist- aramót og vinningshafinn fer út í evrópsku meistarakeppnina.“ Keppnin verður haldin í sept- ember, en þegar þetta er skrif- að höfðu um 20 keppendur skráð sig til leiks. Þrjár heilsuræktar- stöðvar bjóða upp á súluform í dag; Xform, Heilsuakademían og Magadanshúsið. „Það fjölgar alveg stanslaust. Við erum búin að þurfa að bæta við okkur þrem- ur kennurum,“ segir Inga en hún rekur Xform. „Ég var að drukkna með mín námskeið.“ - afb Súludansarar stofna íþróttafélag MEÐ MOJO-VERÐLAUN Strákarnir í Sigur Rós með Mojo-verðlaunin sem þeir fengu fyrir framúrskarandi framlag til tónlistarheimsins. NORDICPHOTOS/GETTY Guðfinnur Sveinsson Aldur: Ég er tvítugur. Starf: Starfsmaður Boss Kringlunni og gítarleikari í hljómsveitinni For a Minor Reflection. Fjölskylda: Ógift- ur og barnlaus. Foreldrar: Sveinn Rúnar Hauksson læknir og Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi. Búseta: Bý í Reykjavík með tveim- ur vinum mínum. Stjörnumerki: Það er meyja. Guðfinnur Sveinsson komst í blöðin í vik- unni þegar hljómsveit hans, For a Minor Reflection, gaf út aðra plötu sína sem fékk nafnið Höldum í átt að óreiðu. KLUKKAN TIFAR Danni segir að 140 milljónum hafi verið varið í uppbyggingu TÞM, en 6 milljónir vantar til að geta starfað út árið. Einar Örn Benediktsson, væntanlegur borgarfulltrúi, segir húsið nauðsynlegt. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, heimsótti útgáfufyrirtækið Bedroom Comm- unity á miðvikudag eins og komið hefur fram í Frétta- blaðinu. Áhuga hans á fyrir- tækinu má rekja til þess er að hann stundaði nám í Columbia- háskóla í New York á sama tíma og tónlist- armaðurinn Nico Muhly, sem er á mála hjá Bedroom Community en þar eru einnig listamenn á borð við Valgeir Sigurðsson og Ben Frost. Föruneyti forsetans Ilves ætlaði að slappa af í Bláa lóninu á dögunum, skömmu eftir komu sína til landsins. Ekki vildi betur til en svo að hópur fólks úr kínversku sendi- nefndinni, sem hefur einnig verið stödd hér á landi, hafði tekið allt plássið í lóninu og þurftu Eist- lendingarnir því frá að hverfa. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sonur Þorsteins Joðs Vil- hjálmssonar, Tómas J. Þorsteins- son, væri honum innan handar. Strákurinn er leikmaður Fylkis en Þorsteinn sjálfur er líklega þekktastur fyrir leiki sína með Fram. Fréttablaðinu barst hins vegar ábending um það í gær að Þorsteinn hefði líklegast leikið sjálfur nokkra leiki með meist- araflokki Fylkis. - fb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Suður Afríka og Mexíkó. 2 Andri Freyr Viðarsson. 3 Á úrslitaleik NBA-deildarinnar. NÝTT FÉLAG Súluform og -dansfélag Íslands hefur verið stofnað. Hér sést stjórn- in og nokkrir félagar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 30% afsl. Vikutilboð fullt verð 2.490,- tilboð 1.743,- fullt verð 2.490,- tilboð 1.743,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.