Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 4

Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 4
4 4. september 2010 LAUGARDAGUR SKÓLAMÁL Stjórn SAMFOK, sam- taka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, fagnar framtaki for- eldra vegna skúramálsins í Vest- urbæjarskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Fræðsluyfirvöld mættu and- stöðu vegna staðsetningar skúra á lóð skólans sem áttu að hýsa frístundastarf yngri bekkja, og Fréttablaðið sagði frá. Lýsir stjórn samtakanna jafn- framt yfir ánægju sinni með að foreldrar hafi með samstilltu átaki náð að hnekkja þeirri ákvörðun. - þj SAMFOK um skúramálið: Fagnar fram- taki foreldra MEXÍKÓ, AP „Þeir báðu okkur ekki um neitt, sögðu bara: Viljið þið vinna með okkur? Og enginn vildi vinna með þeim,“ sagði Luis Freddy Lala Pomavilla, átján ára piltur sem lifði af fjöldamorðin í Mexíkó fyrir tæpum tveimur vikum. Þessi neitun varð til þess að fíkniefnasmyglararnir tóku upp byssur sínar og skutu á hópinn, yfir sjötíu manns, með þeim afleiðing- um að nánast allir létust samstund- is. Þeir höfðu rænt fólkinu, sem allt var komið til Mexíkó frá ríkj- um Suður- og Mið-Ameríku í þeirri von að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Lala lá særður í hópnum smá- stund eftir að morðingjarnir voru farnir, stóð síðan upp og hélt gang- andi af stað. Hann gekk alla nótt- ina, þar til hann loks rakst á her- menn sem komu honum til hjálpar. Áður hafði hann tvisvar rekist á fólk, sem vildi ekkert með hann hafa. Lala lýsti reynslu sinni í viðtali á sjónvarpsstöðinni GamaTV, sem líklega var tekið síðastliðinn sunnu- dag í flugvél á leið heim til Ekvad- ors, en þaðan er Lala. Hann særð- ist á hálsi, var með hálskraga og umbúðir á andliti. Hann átti greini- lega erfitt með að tala. Hann sagðist vita um einn annan mann sem komst lífs af vegna þess að honum tókst að fela sig í trjá- gróðri. Hópurinn kom til Mexíkó frá Gvatemala, en fólkið var upp- haflega ýmist frá Ekvador, San Salvador, Hondúras, Gvatemala eða Brasiíu. Lala notaði viðtalið til þess að vara fólk við því að leggja upp í ferð til Mexíkó í því skyni að komast upp á von og óvon til Banda- ríkjanna. „Það er mikið af vondu fólki þarna sem hleypir manni ekki í gegn,“ sagði hann. Hann segir fólkið hafa verið í haldi mannræningjanna í eina nótt, bundið saman fjögur og fjög- ur. Daginn eftir voru þau drepin. „Þeir fleygðu okkur niður á grúfu og síðan heyrði ég skothljóð- in,“ sagði Lala. „Ég heyrði þá skjóta vini mína og síðan varð ég fyrir skoti.“ Þeir sögðu ekkert til hvaða verka þeir ætluðu að fá fólkið, en stjórn- völd í Mexíkó telja að ætlunin hafi verið að fá fólkið til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Alls fundust 72 lík á búgarði í Tamaulipas-héraði, skammt frá landamærum Bandaríkjanna, þriðjudaginn 24. ágúst eftir að Lala hafði tekist að láta vita af því sem gerðist. Morðin hafa líklega átt sér stað sunnudagskvöldið þar á undan. Þegar hermenn komu á staðinn kom til skotbardaga og féllu þar þrír úr röðum mannræningjanna og einn hermaður. Ofbeldi og átök tengd fíkniefna- glæpum í Mexíkó hafa kostað 28 þús- und manns lífið síðan Felipe Calder- on, forseti landsins, ákvað árið 2006 að herða mjög baráttu stjórnvalda gegn fíkniefnahringjum. gudsteinn@frettabladid.is Neituðu að vinna með fíkniefnahring Yfir sjötíu manns, sem fíkniefnasmyglarar myrtu í Mexíkó fyrir tæpum tveim- ur vikum, höfðu neitað að vinna með glæpahringnum. Annar tveggja manna, sem lifðu af, sagði sögu sína í sjónvarpsviðtali á leið heim til Ekvador. LÍKKISTUR BÚNAR UNDIR FLUTNING Líkin hafa verið flutt til heimalanda hinna myrtu, sem komu frá nokkrum löndum Mið- og Suður-Ameríku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Landsframleiðsla dróst saman um 3,1 prósent að raungildi milli fyrsta og annars ársfjórðungs, að því er fram kemur í áætlunum sem Hagstofa birti í gær. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 7,4 prósent, einkaneysla um 3,2 prósent og fjár- festing um 4,7 prósent. Samneysla jókst um 1 prósent. Útflutningur jókst um 2,8 prósent og innflutningur dróst saman um 5,1 prósent. Greiningardeild Arionbanka telur þessar tölur gefa til kynna stýrivaxtalækkun upp á 1 prósent við næsta vaxtaákvörðunarsdag í lok mánaðar. Þá kom einnig fram hjá Hagstofunni að landsframleiðsla dróst saman um 6,8 prósent árið 2009 samkvæmt endurskoðuðum tölum yfir þjóðhagsreikninga. Í tilkynningu frá Hagstofu segir að þetta sé mesti samdrátt- ur sem mælst hafi frá því að gerð þjóðhags- reikninga hófst á Íslandi árið 1945. Þetta boðar lok samfellds hagvaxtarskeiðs frá árinu 1993, en hagvöxtur ársins 2008 er talinn hafa numið einu prósenti. Aftur á móti jókst útflutningur um 7,4 prósent á sama tíma og innflutningur dróst saman um 24,1 prósent. Það leiddi til 132 milljarða afgangs af vöru- og þjónustuvið- skiptum á árinu, borið saman við 42 milljarða króna halla árið áður. Þessi mikli bati varð til þess að samdráttur landsframleiðslu varð mun minni en nam samdrætti þjóðarútgjalda. - þj SAMDRÁTTUR Tölur Hagstofu sýna fram á neikvæðan hagvöxt milli ársfjórðunga. samdráttur ársins 2009 var sá mesti frá stríðslokum. LÍFEYRISMÁL Framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands óskaði á þriðjudag eftir fundi með for- manni Bandalags háskólamanna (BHM) í kjölfar gagnrýni félags- ins á fjárfestingar sjóðsins. Hann segir formann BHM ekki hafa fundið tíma til að funda í vikunni. Miðstjórn BHM krafðist þess í ályktun að sjóðurinn sýni fram á með óyggjandi hætti að fjárfest- ingar hans fylgi tilgangi og skil- málum sjóðsins. „Mér finnst nauðsynlegt að ræða málin og leiðrétta misskiln- ing sem þarna virðist vera á ferð- inni,“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins. - bj Vill fund með formanni BHM: Þarf að ræða gagnrýnina VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 23° 18° 16° 20° 20° 16° 16° 24° 21° 26° 25° 34° 16° 24° 19° 15°Á MORGUN Strekkingur suðvestast, annars mun hægari. MÁNUDAGUR Stíf austanátt allra syðst, annars 5-10 m/s. 18 20 20 16 16 15 15 15 12 17 19 15 9 8 5 4 5 6 7 6 8 9 17 17 15 1916 17 15 15 13 14 SVIPAÐ VEÐUR ÁFRAM Þvílík veð- urblíða mun ríkja áfram um norðan- vert landið og ef- laust munu margir fl ykkjast þangað í frí þessa helgina. Rok og rigning mun einkenna veðrið sunnan- og vestanlands en það verður að minnsta kosti hlýtt í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Tölur Hagstofunnar sýna að þjóðarútgjöld hafa dregist saman og samdráttur hafi orðið í landsframleiðslu: 3,1 prósents samdráttur milli ársfjórðunga SKÚRARNIR Miklar deilur spunnust um skúrana á Vesturbæjarskólalóðinni. VIÐSKIPTI Arion banki mun hvorki krefjast gjaldþrotaskipta né ganga að eignum Gaums, fjárfesting- arfélags Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og fjöl- skyldu hans. Bankinn hefur gert kyrrstöðu- samning við eig- endur Gaums þar sem þetta er staðfest, að því er fram kom í fréttum Sjón- varpsins í gær. Gaumur var aðaleigandi Baugs, sem tekinn hefur verið til gjald- þrotaskipta. Gaumur skuldar Arion tugi milljarða króna, og hluti lánanna var á gjalddaga í haust. Í samningi eigenda Gaums við Arion felst einnig að vextir reiknast ekki af lánum Gaums. Á móti fær bankinn upplýsingar. Upplýst var í fréttum Sjónvarpsins að Arion hafi gert fjölda sambærilegra samn- inga. - bj Bónusfjölskylda semur: Arion gengur ekki að Gaumi JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON ÞJÓÐKIRKJAN Fækkun í þjóðkirkj- unni er um 2.900 á tímabilinu 1. desember 2009 til loka ágústmán- aðar 2010. Staðfestar tölur eru nú komnar frá Þjóðskrá Íslands um úrskráningar. Færri konur sögðu sig úr þjóð- kirkjunni heldur en karlar og flestir eru með lögheimili á höfuð- borgarsvæðinu. Fjölgað hefur um 550 í fríkirkjunum þremur og um 170 í örðum skráðum trúfélögum. 2.170 manns eru skráðir utan trú- félaga. Bylgja úrsagna gekk yfir eftir að kynferðisbrot Ólafs Skúla- sonar, fyrrum biskups, komu aftur í umræðuna í síðasta mánuði. - sv Staðfestar tölur frá Þjóðskrá: Tæplega 3.000 úrskráningar AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 03.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,0635 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,07 118,63 181,8 182,68 151,59 152,43 20,357 20,477 19,229 19,343 16,29 16,386 1,397 1,4052 178,83 179,89 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.