Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 23

Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 23
LAUGARDAGUR 4. september 2010 23 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Í hvaða stöðu er almenningur kominn þegar samninganefnd- ir launamanna, aðilar vinnumark- aðarins, eru ófærar að semja um betri kjör fyrir launþega vegna beinna tengsla við fyrirtækin í landinu? Stjórnarmenn lífeyrissjóðanna sem skipta með sér stjórnarsætum í Framtakssjóði Íslands, fjárfest- ingarsjóði sem hafði það að mark- miði að standa að fjárfestingum sem efla átti undirstöður þjóðfé- lagsins og sporna við avinnuleysi. Fjármagna mannhaldsfrek verk- efni og taka þátt í endurreisn og uppbyggingu Íslands. Lífeyrissjóðirnir lögðu sjóðnum til 30 milljarða króna svo hefjast mætti handa. Í dag hefur sjóður- inn fjárfest fyrir 22,5 milljarða króna. Þrír milljarðar króna fóru í að kaupa tæplega þriðjungshlut í Icelandair og 19,5 milljarðar fóru í kaup á Vestia fjárfestingarfélag (áður í eigu Landsbankans). En Vestia fer með eignarhald í ýmsum stórum félögum s.s: Iceland- ic group (áður nefnt Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna), Teymi (móð- urfélagi Vodafone og EJS), Plast- prents og Húsasmiðjunnar. Áður en kom að stofnun Fram- takssjóðs Íslands, skulduðu fyrir- tækin í landinu lífeyrissjóðunum tugþúsundir milljóna króna vegna skuldabréfakaupa lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins. Annarleg staða fyrir launafólk Nú þegar styttist í gerð kjarasamn- inga, má búast við að staðan verði heldur annarleg við að etja hjá okkur launafólki. Samninganefnd- ir Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og verkalýðsfélaganna eins og VR eiga nú að komast að samkomulagi um kjör okkar í nánustu framtíð. Er nema von að sett sé spurn- ingarmerki við það, hvort aðilar vinnumarkaðarins séu raunveru- lega að fara að semja um raun- verulegar kjarabætur okkur til handa þegar þeir sitja allir við sama borð? Viðsemjendurnir, Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélög- in, skipta með sér öllum sætum í stjórnum lífeyrissjóðanna. Lífeyris- sjóðirnir búa til Framtakssjóð Íslands og saman eiga þessir sjóð- ir sem eru í eigu okkar almennings mörg af stærstu fyrirtækjunum í landinu. Fyrirtækjum sem skulda okkur tugi þúsundir milljóna króna og ávaxta eiga kaupverð okkar í þeim með vöxtum svo mögulegt verði að greiða okkur ellilífeyri nú og um komandi áratugi. Við hvern á að semja? Er Gylfi Arnbjörnsson að fara að semja við Vilhjálm Egilsson um að launa- kostnaður fyrirtækja sem eru í eigu lífeyrissjóðanna eigi að greiða okkur hærri laun á sama tíma og þau eiga að greiða okkur til baka skuldir sínar? Hvernig eiga þess- ir ágætu menn sem báðir sitja í stjórnum lífeyrissjóða, sem hafa fjárfest gífurlega í þessum fyrir- tækjum sem um ræðir, að semja svo um betri kjör fyrir okkur, hinn almenna launþega? Hvernig geta þeir gert fyrirtækjum sem eru í okkar eigu að hækka kostn- að svo greiða megi okkur hærri laun? Þeir geta það ekki. En fjöl- skyldur landsins geta ómögulega klofið allar þær miklu hækkanir sem hafa dunið á okkur á undan- förnum misserum. SA úr stjórnum lífeyrissjóðanna Þessi staða getur aldrei gengið upp. Samninganefndir okkar launa- fólks geta aldrei verið svo tengd- ar viðsemjanda sínum eins og nú blasir við. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá verða samninga- nefndir Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að hefj- ast handa nú þegar og semja um brotthvarf Samtaka atvinnulífs- ins úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Stjórnendur lífeyrissjóðanna verða nú þegar að axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir og taka hlutverk sitt alvarlega. Almenningur sem ekki er á sömu ofurkjörum og þeir sem fara með peningana okkar, verða að geta treyst því, að sjóð- urinn okkar standi þegar fram líða stundir. Skertar greiðslur, hækkun aldurs lífeyristöku og eða skerðing á inngreiðslum okkar, líðum við ekki hjá þessum ágætu mönnum. Lífeyrissjóðirnir okkar eru ekki áhættufjárfestar. Sömu aðilar geta ekki setið beggja megin við borðið. Því ber að við skiljum á milli nú þegar. Almenningur á rétt á því að samið sé um kjör launafólks af heilindum og sanngirni. Samninganefndirnar sitja beggja vegna borðsins Kjaramál Bjarki Steingrímsson stjórnarmaður og fyrr- verandi varaformaður VR Heilbrigðisráðherra, Guðbjart-ur Hannesson. Menntamála- ráðherra, Katrín Jakobsdóttir: Kæru ráðherrar Félag íslenskra tannfræðinga hélt upp á 25 ára afmæli sitt í ágúst sl. Upphaf tannfræðinganáms á Norðurlöndum má rekja til Dan- merkur árið 1972, þegar Danir sögðu þeim bræðrum,Karíusi og Baktusi, stríð á hendur. Miklar tannskemmdir voru hjá Dönum, börnum og fullorðn- um. Tannholdssjúkdómar voru lítt meðhöndlaðir. Danir sáu að ekki var við unað. Þeir komu á fót námi fyrir nýja heilbrigðis- stétt sem nefnist tannfræðingur. – Tandplejer. En í hverju skyldu störf tann- fræðinga vera fólgin? Tannfræð- ingar eru menntaðir í tannvernd. Þeir skoða tennur og tannhold og færa sjúkraskrá. Þeir taka rönt- genmyndir og flúormeðhöndla tennur. Tannfræðingar sinna reglulegu eftirliti, hreinsa tenn- ur, fjarlægja tannstein, meðhöndla tannholdsbólgur, gefa leiðbein- ingar í réttri munnhirðu og ráð- leggja um mataræði. Tannfræð- ingar semja kennsluefni og sjá um fræðslu í skólum, sjúkrastofnun- um og dvalarheimilum. Það kom fljótlega í ljós eftir að danskir tannfræðingar fóru að streyma út á vinnumarkaðinn, út í grunnskólana, á aðrar stofnanir og á stofur sjálfstætt starfandi tann- lækna, að það hafði verið snilldar- ráð að stofna hina nýju heilbrigð- isstétt. Markvisst fræðslustarf tannfræðinga í skólum, stofnun- um og á tannlæknastofum leiddi til þess að tíðni tannskemmda minnk- aði til muna og nú búa Danir við eina bestu tannheilsu þjóða auk Norðmanna, Svía og Finna, sem fetuðu fljótt í spor Dana. Því miður tilheyra Íslending- ar ekki þessum hópi. Það er ljóst að við erum eftirbátar grannþjóða okkar hvað varðar menntun tann- fræðinga. Nám fyrir tannfræðinga þarf að hefjast sem fyrst á Íslandi og er undirbúningur hafinn. Kæru ráðherrar. Ég veit að íslenska ríkið hefur ekki mikil fjárráð þessa dagana og sumum kann að finnast þetta hjal mitt smágárur í hinum mikla ólgusjó sem þjóðin siglir nú. En það er ekki nokkur vafi á því, að til lengri tíma litið, mun kostnaðurinn sem verður við stofnun tannfræðinga- náms skila sér margfalt til baka í minni útgjöldum bæði ríkisins og einstaklinga. Bætt tannheilsa og vellíðan íslensku þjóðarinnar er markmiðið. Því er því ósk mín að þið sem æðstu yfirmenn heilbrigð- is- og menntamála veitið þessu námi brautargengi. Ákall til tveggja ráðherra Tannheilsa Elísabet Kjerúlf formaður Félags íslenskra tannfræðinga Hafðu samband Skammtímabinding er óverðtryggður innlánsreikningur og spennandi nýjung fyrir þá sem vilja binda fé sitt í stuttan tíma. Kynntu þér kosti á , hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi okkar og kynntu þér fjölbreytt úrval innlánsreikninga. Nýr innlánsreikningur Binditími er ákveðinn við stofnun reiknings: 3, 6, 9 eða 12 mánuðir. Lágmarksinnlegg er 500 þúsund krónur og innstæðan er bundin út binditímann. Nýjung: Vextir eru allan binditímann. Að loknum binditímanum greiðist höfuð- stóllinn út ásamt vöxtum. Viðskiptavinir sem opna Skammtímabindingu fyrir 21. september fá 5,01% vexti, hvort sem þeir velja 3, 6, 9, eða 12 mánaða binditíma. ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 1 2 3 2 0 9 /1 0
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.