Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 26

Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 26
26 4. september 2010 LAUGARDAGUR S sex manns hafa gegnt emb- ætti heilbrigðisráðherra á tæpum fimm árum og sjö embætti félagsmála- ráðherra. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmála- fræðingur mat það svo í fjölmiðlum að menn þyrftu minnst eitt til tvö ár til að öðlast almennilega yfirsýn yfir þessa málaflokka. Er ekki beinlínis verið að hamla því að árangur náist með svona örum breytingum? „Nei, ég held að ef þú nýtir það fólk sem er í ráðuneytunum, sem hefur gríðarlega fagþekkingu, þá sé hægt að gera heilmikið á stutt- um tíma ef menn eru ekki í því sem ég kalla minnisvarðapólitík og ætla að reyna að umbylta öllu áður en þeir hætta. Ef þú hefur langtíma- markmið og vinnur eftir þeim þá á þetta ekki að vera ómögulegt. En ég held að það sé óhætt að mæla með því að menn séu lengur en örfáa mánuði í embætti, nema þeir hafi eitthvert mjög afmarkað verkefni. Þannig að svarið er í raun já og nei. Það er hægt að vinna ágætlega úr þessu en almennt séð er þetta ekki æskilegt.“ Vonarðu sem sagt sjálfur að þú verðir lengur í þessu embætti en forverar þínir? „Nú ræð ég því ekki. Ég kem ekki inn í ráðuneytið til að umbylta öðru en því sem er búið að ákveða. Ég þekki verkefnin í sambandi við fjár- lögin, af því að ég kem nú úr fjár- laganefndinni, og stóra verkefnið er auðvitað sameining þess- ara ráðuneyta, þannig að ég einbeiti mér að þeim brýnu langtímaverkefn- um og nýti mér síðan að það er fullt af góðu fólki sem getur haldið dagleg- um hlutum í gangi.“ Er ekki fyrirséð að starfsfólki í þessum tveimur ráðuneytum muni fækka eitthvað við sameininguna? „Það verður að koma í ljós. Fyrst þarf að fara vel yfir hvaða hlutverk þessi ráðuneyti hafa, hvar þau skarast, skoða stofnanir undir ráðu- neytunum sem hugsan- lega þurfa ekki að vera þar og hvernig við sinn- um þessum meginmark- miðum. Oft eru félags- málaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið að sinna sömu verkefnun- um, bara út frá ólíkum sjónarmiðum, og þegar menn fara yfir þetta þá kemur í ljós hversu öfl- ugan hóp við þurfum. En til lengri tíma verður auðvitað fækkun, það er alveg klárt.“ Nú verður þetta sameinaða ráðu- neytinu risavaxið. Þú munt í því hafa umsjón með um helmingi rík- isútgjalda að frátöldum vaxtagjöld- um. Þú ert fyrrverandi skólastjóri, þú hefur stýrt sáttanefnd um fisk- veiðistjórnunarkerfið, en hver er bakgrunnur Guðbjarts Hannesson- ar í heilbrigðis-, félags- og trygg- ingamálum sem gerir honum kleift að höndla þessi verkefni? „Af því að þú nefnir skólastjórn- ina þá var ég nú líka í bæjarpólit- ík í tólf ár og vann töluvert mikið með fötluðum á Vesturlandi þannig að ég þekki ágætlega til þess. Í gegnum fjárlaganefndina og í mínu heimaumhverfi hef ég líka unnið heilmikið með heilbrigðismál. Ég á bæði dóttur sem er læknir og konu sem er iðjuþjálfi, þannig að þar er mikið rætt um heilbrigðismál. En stjórnun byggist ekki endilega á því að hafa þekkingu á öllum mála- flokkum, heldur meira að velja úr þekkingu annarra, leggja mat á hana og taka afstöðu og þar er ég orðinn býsna vanur.“ Ekki flatur niðurskurður Það stefnir í að hið opinbera þurfi að skera niður um 30 milljarða eða svo á næsta ári og stór hluti af því mun væntanlega lenda á þér og þínum ráðuneytum. Er hægt að skera meira niður í þínum mála- flokkum án þess að það bitni frek- ar en orðið er á þjónustu við þá sem síst mega við því? „Í fjárlaganefnd höfum við sett okkur markmið um að því fyrr sem við getum aðlagað okkur því fyrr getum við breytt vöxtum í velferð, eins og ég kalla það. Við erum að borga allt upp í hundrað milljarða í vexti á ári og það er gríðarlega sársaukafullt. Við verðum að ná þessu niður og það er markmið- ið á næsta ári. Við höfum farið betur út úr þessu en við reiknuð- um með og þurft að skera minna niður. En hérna hjá mér eru mjög sársaukafullir málaflokkar eins og málefni öryrkja og fatlaðra. Við erum líka með atvinnuleys- ismálin, sem eru miklir blóðpen- ingar. Svo eru sjúklingar og aðrir sem eiga undir högg að sækja í einhverju tilliti. Það hefur verið alveg klár forgangur að reyna að verja þessa hópa fremur öðrum en það munu allir finna fyrir þessu, því miður. Það er bara þannig. Ég hef fundið fyrir miklum skilningi í samfélaginu á því að við þurfum að fara í gegnum þetta. Traust- ið verður síðan að byggja á því að þetta gangi að einhverju leyti til baka þegar við erum búin að skipuleggja okkur að nýju.“ En hvar sérðu tækifæri til niður- skurðar? Þú hlýtur að hafa ágæta mynd af því, hafandi verið for- maður fjárlaganefndar í hálft annað ár. „Það er auðvitað búið að vinna að tillög- um þar um. Það er of snemmt að segja nokk- uð frá þeim en það er hins vegar ákveðið að annað árið í röð skuli þessum málaflokk- um sem ég ræddi um áðan hlíft umfram aðra. Sjálft ráðuneytið og yfirstjórnin sætir svo aftur á móti níu prósenta skerðingu, á meðan heilbrigðismál- in sjálf og félagsmálin verða aðeins skert um fimm prósent.“ Nú þýðir til dæmis fimm prósenta niður- skurður tveggja millj- arða skerðingu til viðbótar á Landspít- alanum, ofan á 6,6 milljarða síð- ustu þrjú ár. Hæstráðendur á spít- alanum eru sammála um að svo mikið verði ekki skorið niður án þess að leggja niður heilu deild- irnar eða hætta að veita þjónustu sem hingað til hefur þótt sjálfsögð á Íslandi. Hvar finnst þér að það ætti að bera niður? Hvað er það í íslensku heilbrigðiskerfi sem má hreinlega fórna? „Ég ætla ekki að segja mikið um það akkúrat á þessu stigi. Mér finnst það vera of snemmt og fag- fólkið getur frekar sagt mér það. En þessum niðurskurði verður ekki jafnt deilt á allar stofnan- ir. Þetta verður ekki flatur nið- urskurður. Menn munu kannski reyna að leggja niður einhverja þjónustu, en það þarf ekki að vera heil deild á Landspítalanum. Það getur verið eitthvað annað. Aðal- atriðið er að hafa skýra sýn til lengri tíma þannig að það sé ekki verið að skemma neitt sem á svo að endurreisa heldur að við við- urkennum hvað við ráðum við og hvað ekki. Það þýðir ekki að segja að þjónustan verði að vera til stað- ar ef við ráðum ekki við að borga hana.“ Fólk geti ekki keypt sig fram fyrir Tölum aðeins um tannlæknaþjón- ustu. Hvaða rök finnst þér standa til þess að hún falli ekki undir almannatryggingakerfið? Er ekki svolítið sérstakt að munnhol fólks sé aðgreint frá öðrum hlutum lík- amans með þessum hætti? „Ég hef nú tekið þátt í því í kosn- ingum að fara fram með þá stefnu að hjá börnum og öðrum aldurs- hópum verði litið á þetta með sama hætti og hver önnur veikindi. Það þarf að fara vel yfir hverju við höfum efni á og hvaða möguleika við höfum í þessum efnum. Það ræðst líka af því hvernig umhverf- ið er í kringum þjónustuna, hversu dýr hún er og hvort sá möguleiki sé fyrir hendi að hún sé takmörk- uð að einhverju leyti en lágmarks- þjónustan tryggð þannig að allir fái umhirðu um tennur og eftirlit. Þetta er eitt af því sem ég þarf að skoða, þótt ég geti ekki lofað að það breytist akkúrat á næsta ári.“ Hver er afstaða þín til einka- rekinnar heilbrigðisþjónustu – til dæmis þeirrar sem byrjað er að undirbúa á Suðurnesjum? „Það er mjög mikilvægt að þjón- usta sé ekki veitt á tveimur stöð- um þannig að menn geti keypt sig fram fyrir í röðinni. Við þurfum að tryggja að hið opinbera beri ábyrgð á því að hér fái almenningur góða heilbrigðisþjónustu. Á Reykjanesi hefur hugmyndin verið að sinna aðeins þeim sem sérstaklega koma hingað og kaupa sér þjónustu. Það hefur réttilega verið bent á að þá þarf að vera á hreinu að hve miklu leyti íslenska heilbrigðiskerfið er þar á bak við ef einhver mistök verða. Fyrirfram hef ég enga for- dóma gagnvart því að við nýtum okkur íslenska sérþekkingu til að þjónusta einhverja aðra, en það þarf að gera það af gætni og varkárni. En við skulum sjá hvað er í boði áður en ég fer að taka afstöðu.“ Hefur mikla trú á umboðsmanni Embætti umboðsmanns skuldara heyrir núna undir þig. Það fór held- ur brösuglega af stað. Hefurðu trú á að stofnun þess embættis dugi til að koma til móts við þá sem fóru hvað verst út úr bankahruninu? „Ég sat í félags- og trygginga- málanefnd þegar það var verið að fara yfir þessi frumvörp, breyta þeim og raunar endursemja þau að hluta og hef gríðarlega miklar væntingar til umboðsmannsemb- ættisins. Ég veit að það er mik- ill hugur í fólki þar að láta þetta virka. Það er augljóst að það eru margir sem glíma við slíka erfið- leika að þeir verða með einhverj- um hætti að byrja upp á nýtt. Það eru engin ný sannindi. Ég held þó að það verði hægt ná til mjög stórs hóps og hjálpa honum út úr þessu. Hingað til hefur því verið lofað – og ég held að menn standi við það – að ef það dugir ekki verði menn að gera meira. Nú vitum við ekki hvað kemur út úr þessum gengistryggðu lánum og það er líka verið að fara af stað með dómsmál um verðtrygginguna þannig að það á heilmikið eftir að gerast sem gæti svarað því betur hversu stórt verkefnið verður. En það verður lagður mikill pen- ingur og kraftur í að þetta virki. Það hefur komið mér að óvart að umsóknir eru ekki orðnar mjög margar enn. Það er eins og fólk haldi að sér höndum og sé að bíða. Ég veit að það er verið að vinna að kynningu á embættinu og því að koma þessu af krafti í gang.“ Hversu miklu auknu fé á að verja til embættisins? „Það eru komnar tillögur um það en ég vil ekki nefna neinar upphæð- ir. Það er auðvitað háð fjárlögum á Alþingi en við höfum ekki dreg- ið af okkur í sambandi við ýmsar rannsóknir og dómskerfið og eins verður þetta eitt af þeim málum FRAMHALD Á SÍÐU 28 Skrautstofnanir góðærisins víki Guðbjarti Hannessyni hefur verið hælt fyrir dugnað í störfum sínum sem formaður fjárlaganefndar. Skagamaðurinn hefur nú tekið við heilbrigðis-, félags- og tryggingamálum í því sem um áramót verður langstærsta ráðuneyti landsins – ráðuneyti velferð- armála. Fram undan er sársaukafullur niðurskurður. Stígur Helgason hitti Guðbjart í heilbrigðisráðuneytinu á öðrum starfsdegi. BITNAR Á ÖLLUM „Það hefur verið alveg klár forgangur að reyna að verja þessa hópa fremur öðrum en það munu allir finna fyrir þessu, því miður.“ FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR Það þýðir ekki að segja að þjónustan verði að vera til staðar ef við ráðum ekki við að borga hana.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.