Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 04.09.2010, Qupperneq 28
28 4. september 2010 LAUGARDAGUR sem menn munu tryggja að stoppi ekki af fjárhagslegum ástæðum. Þetta er að vísu borgað af fjármála- stofnunum, eins og hefur komið fram, í hlutfalli við skuldir þeirra þannig að fjármálin ættu ekki að vera fyrirstaða.“ Þurfum að hugsa ríkið upp á nýtt Í landinu er við völd vinstri stjórn sem kennir sig við norræna velferð. Samt sem áður er þetta velferðar- kerfi okkar ekki burðugra en svo að það fer nánast á hliðina þegar sjálfboðaliðar í tveimur eða þrem- ur hjálparstofnunum fara í mánað- arfrí á sumrin. Gengur þetta ástand til lengdar? „Nei, og það er verið að undir- búa það inni í ráðuneytinu og hjá umboðsmanni skuldara að skil- greina svokallaðan framfærslu- grunn. Þótt það sé ekki einfalt að finna einn grunn – við lifum jú mjög ólíku lífi – þá er mjög mikilvægt að við skilgreinum lágmarkið. Við gerðum það raunar með öryrkjana með því að setja 180 þúsund króna lágmark, sem er töluvert fyrir ofan atvinnuleysisbætur og lægstu laun. Með líkum hætti þurfum við að setja okkur markmið um að tryggja öllum lágmarksframfærslu og getum þannig eytt fátækt. Verkefnið er að tryggja að öll þjónusta við þetta fólk sé í lagi. Við þurfum að hvetja fólk til sjálfsbjargarviðleitni, að sækja vinnu og taka þátt í samfélaginu en að það treysti ekki bara á að fá bætur og félagslega þjónustu. Það er öryggisnet en ekki lífsmáti nema maður komist ekki hjá því. Því hug- arfari þurfum við að breyta og það hefur mikilli orku verið eytt í starfs- endurhæfingu.“ Þú nefndir að það þyrfti að eyða fátækt. Er nokkur von til þess að það verði hægt á sama tíma og þið eruð blóðug upp að öxlum í niður- skurði ár eftir ár? „Ef við getum borgað niður þessi lán og eytt vaxtagreiðslunum þá erum við að tala um hundrað millj- arða. Það er fimmtungur af fjár- lögum í ár. Ef við getum bætt við tuttugu prósentum aftur innan fjög- urra til fimm ára þá getum við sótt ansi mikið fram. Ef við forgangsröð- um upp á nýtt getum við svo hætt að borga ýmislegt sem við eigum ekkert endilega að borga sem ríki heldur sem einstaklingar – það sem við getum kallað hálfgerðar skrautstofnanir sem hafa orðið til í góðærinu.“ Til hvers ertu að vísa þar? „Við höfum verið dugleg að eyða og það er hægt að finna ýmsar stofn- anir sem getur verið gaman að eiga en þarf að reka með eins hagkvæm- um hætti og unnt er, eins og í menn- ingarmálum og jafnvel í öllum geir- um. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn því að það er viðkvæmt, en í raun- inni þurfum við að hugsa upp á nýtt fyrir hvað ríkið á að standa. Hvað ætlum við að tryggja og hvað ekki? Þetta er ekkert auðvelt en þetta er aðalverkefnið. Við eigum nógan pen- ing, við erum rík þjóð og eigum að geta haldið úti mjög góðri þjónustu, en það þýðir að við þurfum að skafa af henni það sem við þurfum ekki að bera ábyrgð á sem ríki.“ Í yfirlýsingu formanna stjórn- arflokkanna í tilefni af ráðherra- skiptum stæra þeir sig af því að hér sé þrátt fyrir allt ekki nema 7,5 prósenta atvinnuleysi. Eru það ekki falskar tölur í ljósi þess að stór hópur fólks fékk vinnu í sumar við tímabundin atvinnu- skapandi verkefni? Er ástandið í raun nokkuð til að gleðjast yfir? „Við höfum verið að horfast í augu við alveg gríðarlega erfið- leika. Við misstum 40 prósent af tekjum ríkisins, annars vegar með vaxtagreiðslum og hins vegar vegna tekjumissis. Síðan er ríkissjóður gríðarlega skuld- ugur. Ég held því fram að hluti af því sem við vorum að eyða fyrir 2008 hafi verið þensla í samfélag- inu sem var engin innistæða fyrir. Við tókum lán fyrir húsnæði upp á 700 milljarða og tvöfölduðum það sem Íbúðalánasjóður var með áður á örskömmum tíma, þannig að veltan sem var þá að skapa tekj- ur fyrir ríkissjóð var á lántöku. Við verðum að horfast í augu við það að samfélagið, jafnvel þótt það keyrði á fullum dampi, á ekki leng- ur fyrir því sem við áttum þá. Áætlunin sem við fórum í með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árið 2008, og sá niðurskurður og tekju- aukning sem fylgdi, hefur skilað árangri, og hann er meiri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Atvinnuleys- inu var spáð í tíu til tólf prósentum. Einstaklingar og stjórnarandstæð- ingar spáðu allt frá 15 til 20 pró- sentum. Það er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún er. Það þýðir ekki að við eigum ekki heilmikið eftir og við munum aldrei sætta okkur við 7,5 pró- senta atvinnuleysi, það er ekki í okkar kúltúr. Það er alveg rétt að það er hægt að leika sér með þess- ar tölur, en það er líka hægt með tölur um hlutaatvinnuleysi og auk þess hafa menn verið teknir af skrá af ýmsum ástæðum, þannig að almennt held ég að þetta sé nokkuð rétt mynd af stöðunni.“ Skýra þarf ráðningarmál Ráðningarmál stjórnarinnar hafa sætt töluverðri gagnrýni, meðal annars ferlið í kringum stjórn- endur tveggja stofnana á vegum félagsmálaráðuneytisins; umboðs- mann skuldara og Íbúðalánasjóðs. Hvernig finnst þér hafa verið hald- ið á þeim málum? „Ég ætla ekkert að dæma um það, en aftur á móti er alveg ljóst – og ég hef verið talsmaður þess – að það þarf að vera mjög skýrt og klárt ferli í kringum svona ráðn- ingar. Þær eiga ekki að vera pól- itískar. Á sama tíma eigum við í erfiðleikum með það að leifar af hruninu hafa enn áhrif. Þetta er mjög viðkvæm staða. Þú getur haft hæfileika annars vegar en hins vegar eru einhverjir skuggar sem almenningi finnst fylgja þér. Við verðum að reyna að komast út úr þessu. Ég held að eina ráðið sé að stjórnarráðið verði með ráðning- arskrifstofu sem ræður inn með formlegum, hefðbundnum hætti með valnefndum. Mér er sagt að það sé gert hér í heilbrigðisráðu- neytinu en ég á eftir að skoða það betur. Það eru stórar ráðning- ar fram undan hér, meðal annars forstjóri Landspítalans. Það verð- ur spennandi að fylgjast með því ferli. En aðkoma ráðherra á aldrei að vera nema þá hugsanlega að blessa ráðninguna ef starfið heyr- ir beint undir hann. Það á líka að liggja fyrir fyrirfram hvaða ráðn- ingar við, sem stjórnmálamenn, megum fara í varðandi aðstoðar- menn og það fólk á svo að fara með okkur. Hér í gamla daga voru menn stundum að ráða sér aðstoðarmenn og skilja þá eftir sem ráðuneytis- stjóra. Það finnst mér ekki vera góð aðferð. Það á að vera á hreinu hverjir eru að vinna sem pólitík- usar og hverjir sem fagmenn. En það á enginn að vera útilokaður. Það eru 80 þúsund manns í stjórn- málaflokkum og þeir eiga ekki að vera útilokaðir hvaðan sem þeir koma – en þeir eiga ekki heldur að njóta neinna forréttinda vegna ráðherrans.“ Finnst þér aðkoma ráðherra að þessum tveimur dæmum sem ég nefndi hafa verið of mikil? „Ég get ekki dæmt um það. Í máli umboðsmanns skuldara voru öll gögn lögð fram þannig að þú ert jafnhæfur og ég til að meta það hvort valið hafi verið rétt. Sama er með Íbúðalánasjóð. Það er enn óklárað og við þurfum að skoða stöðuna. En ráðherra verður allt- af að muna það að það er sjálfstæð stjórn yfir Íbúðalánasjóði og hún hefur klárlega vald til að ráða fólk. Ráðherra á ekki að hlutast til um það nema það sé ósk stjórnarinn- ar. Þannig að ég ætla ekki að segja meira um það fyrr en ég er búinn að skoða málið betur.“ Hvernig finnst þér þetta stjórn- arsamstarf hafa gengið? Það liggur fyrir að margir þinna samflokks- manna eru orðnir nokkuð þreyttir á uppátækjum Jóns Bjarnasonar og svo kemur annar harður andstæð- ingur Evrópusambandsaðilar inn í stjórnina með Ögmundi Jónassyni. Heldurðu að þetta komi til með að ganga upp? „Já, þarna eru komnir flokkar sem í stofninum hafa mjög klár sameiginleg markmið og kúnstin er að nýta það sem sameinar okkur og keyra stjórnina á þeim málum. ESB-málið var alltaf í ágreiningi og menn vissu það. Það er ekk- ert óvænt í því í sjálfu sér, þótt mér finnist ótrúleg hugmynd að ætla að fara að taka það upp eftir hverja skoðanakönnun. Það er búið að afgreiða það í þinginu og mér finnst mjög mikil vanvirða við þá sem þar greiddu atkvæði að segja að þeir hafi gert það gegn sínum vilja. Þeir eiga sjálfir að svara fyrir það hvort þeir hafa virki- lega gert það. Þá hafa þeir brotið stjórnarskrá, hafi þeir nauðugir greitt atkvæði gegn sínum vilja. Þeir hafa ekki stigið fram og við- urkennt að þeir hafi brotið stjórn- arskrá með því að fylgja ekki sinni sannfæringu.“ Það þarf að vera mjög skýrt og klárt ferli í kringum svona ráðningar. Þær eiga ekki að vera pólitískar. Zzzzzzzúúúúmmmm … E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 18 FRAMHALD AF SÍÐU 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.