Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 29

Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 29
LAUGARDAGUR 4. september 2010 Ekki öllum slátrað í ráðuneytinu Þeir sem hafa gegnt embætti heil- brigðisráðherra undanfarinn áratug eða tvo eiga það flestir sammerkt að hafa eftir það ekki átt vísa sérstak- lega glæsta framtíð í stjórnmálum, hvernig sem á því stendur. Er verið að rétta þér eitraðan kaleik með því að setja þig á þennan stað? „Þetta var nú einu sinni sagt um ágætan félaga minn og vinkonu á Akranesi, Ingibjörgu Pálmadóttur, en hún náði því að verða mjög lengi ráðherra eftir mjög erfiða byrjun, þannig að ég held að við getum ekki sagt að fólki sé öllu slátrað sem fer í þetta ráðuneyti. Ég hef ekkert verið að hugsa þetta svona. Ég er í pólitík í dag og eins lengi og tíminn endist. Ég hef engin fram- tíðaráform um annað en að gera gagn og vanda mig í þessari vinnu. Ef það gefur mér vond eftirmæli þá verður það auðvitað mjög sorg- legt, en ég hef engar væntingar um að þetta leiði eitthvert annað. Ég hef engar ambisjónir um að vera eitthvað annað en ég er og það er ekki þannig að ég sé búinn að vera að láta mig dreyma um að verða ráðherra.“ Það er byrjað að orða þig við stærri embætti innan þíns flokks. Eru slíkar hugleiðingar farnar að sækja á þig? „Nei nei, við erum með besta for- mann af öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi þannig að ég held að aðrir flokkar ættu frekar að huga að formannsskiptum en við.“ Guðbjartur Hannesson fæddist á Akranesi 3. júní 1950 og er því sextugur. Kona hans er Sigrún Ásmundsdóttir iðjuþjálfi og eiga þau tvær dætur, 32 og 22 ára. Guðbjartur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1971, og hefur síðan aflað sér tómstundakennaraprófs í Danmörku, framhaldsgráðu í skólastjórn frá Kennaraháskóla Íslands og meistaragráðu frá kennaraskóla Lundúnaháskóla. Hann starfaði nánast óslitið sem kennari á Akranesi og í Kaupmannahöfn frá 1971 til 1981 og tók þá við skólastjórastöðu Grundaskóla í bænum. Því starfi gegndi hann til 2007. Hann sat í bæjarstjórn á Akranesi frá 1986 til 1998 fyrir Alþýðubandalagið og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann hélt áfram í bæjarmálunum fram til ársins 2002 með Akraneslistanum án þess að eiga sæti í bæjarstjórn. Hann átti sæti í bankaráði Landsbankans frá 1998 til 2003. Guðbjartur var kjörinn á þing árið 2007 fyrir Samfylkinguna eftir að hafa sigrað prófkjör flokksins á Vesturlandi. Hann var forseti þingsins í þrjá mán- uði í fyrra og hefur verið formaður fjárlaganefndar síðan í fyrravor. Kennari og skólastjóri nær alla tíð Miklu hraðara Internet Nú býður Síminn viðskiptavinum sínum upp á enn meiri hraða en áður á Internetinu. Hraðinn í Grunnáskrift, Leið 1 og Leið 2 fer upp í allt að 12 Mb/s. Núverandi viðskiptavinir fá sjálfvirka uppfærslu á næstu mánuðum. Það erFáðu þér Internet Símans í síma 800 7000 eða á siminn.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.