Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 32

Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 32
32 4. september 2010 LAUGARDAGUR G ylfi Þór Sigurðsson fúlsaði við leikfanga- bílum og plastbókum, það var fótbolti sem var límdur við hann frá því hann fæddist. Landsliðsmaðurinn var ekki fyrr byrjaður að ganga en hann hóf að sparka í bolta. Síðan þá var ekki aftur snúið. „Ég byrjaði að æfa um leið og ég gat og vildi alltaf vera frammi. Það var skemmtilegast að skora. Þegar ég varð eldri fór ég á miðjuna og hef verið þar síðan,“ segir Gylfi sem æfði einnig handbolta um stund með Haukum auk þess sem hann lék sér í golfi. „En fótboltinn var alltaf í for- gangi. Þetta var það eina sem mig langaði til að gera.“ Fótboltaáhuginn kemur frá pabba hans og bróð- ur en báðir hafa reynst honum vel í gegnum árin líkt og reyndar öll fjöl- skyldan. Bróðir Gylfa er Ólafur Már Sigurðsson sem tók litla bróður upp á arma sína fljótlega. „Við feðg- arnir höfum alltaf verið mikið í boltanum. Pabbi spilaði með FH og Hauk- um sem og í 2. deild í Sví- þjóð. Ég æfði upp í þriðja flokk en sneri mér svo að golfinu,“ segir Ólafur. „Við eigum pabba mikið að þakka. Ég æfði mig í golfi í tíu tíma á dag og svo æfði ég með Gylfa í einn eða tvo tíma á dag. Ég var með hann á auka- æfingum þar sem við fórum yfir boltatækni og slíkt. Við æfðum í einn til tvo tíma á dag alveg frá því hann var sex ára og þar til hann flutti út. Þetta var bara vinnan mín. Pabbi gaf okkur þetta tækifæri, í staðinn fyrir að vera í unglingavinnunni að læra að verða latur,“ segir eldri bróðirinn. „Ég hef oft verið ansi þreyttur á honum,“ segir Gylfi og brosir til bróður síns. „En ég á honum gríð- arlega mikið að þakka. Það var oft sem ég nennti alls ekkert að fara út og æfa mig meira. Ég er þar sem ég er í dag út af honum,“ segir Gylfi. FH - Breiðablik - England Ólafur á því augljóslega mikið í upp- eldi bróður síns. „Gylfi braut allt sem hann gat brotið heima þegar hann var lítill. En honum var aldrei bannað að vera með bolta,“ segir Ólafur kíminn. „Það er mikilvægt að þjálfa þessa stráka almennilega, og þjálfa þá rétt. Við vorum ekkert bara í einhverjum útiæfingum. Við vorum í tækni æfingum og þetta var alltaf skemmtilegt. Eftir að hann fór út hefur hann æft sig mikið aukalega, hann mætir alltaf fyrst- ur og fer síðastur af æfingasvæð- inu. Maður græðir mikið á því.“ Gylfi fæddist inn í FH en fór þaðan til Breiðabliks þegar hann var þrettán ára. „Ég þurfti að færa mig frá FH vegna aðstöðunnar. Yfir veturinn æfðum við bara í snjó og gervi- grasið við Kaplakrika var lélegt. Ég var allt- af að drepast í hnján- um. Í Breiðabliki gat ég æft inni. Þetta var bara eitthvað sem ég þurfti að gera,“ segir Gylfi. Tveimur árum síðar, nokkru fyrir sextán ára afmælisdaginn, ákvað hann að semja við Reading á Eng- landi. Þá voru liðin fimm ár frá því að Gylfi ákvað að hann vildi verða atvinnu- maður í knattspyrnu. „Þegar ég var 10 ára vissi ég hvað ég vildi gera. Ég var byrjaður að æfa mig fyrir skól- ann á morgnana áður en ég var fjórtán ára. Þegar Reading kom inn í myndina gat ég ekki sagt nei og ég fór út eftir 10. bekkinn,“ segir Gylfi. Það gekk þó ekki þrautalaust að finna félag úti. Sem betur fer hafði hann bróður sinn með sér. Stóri bróðir með myndavél „Ég veit ekki hvað við pabbi tókum upp marga leiki á myndböndum með Gylfa,“ segir Ólafur. „Þeir eru mörg hundruð. Við fórum svo heim og sýndum honum þetta, sögðum hvað hann mætti laga og reyndum að auka leikskilning hans,“ segir Ólafur. „Síðan fór þetta að snúast um að finna bestu tilþrifin og klippa þau saman. Við settum þetta á disk og Ólafur Garðarsson umboðsmaður kom þessu til Reading. Við fengum svo að fara út þar sem Gylfi æfði með liðinu. Við borguðum fyrir okkur sjálfir, flug og hótelgist- ingu. Eftir fyrstu æfingaferðina var ekki aftur snúið, Reading tók við að borga fyrir Gylfa og hann fór nokkrum sinnum út til liðsins áður en hann skrifaði undir samninginn. Hann fór líka til Everton og Preston og fór meðal annars í æfingaferðir með þeim liðum,“ segir Ólafur. Ég vildi bara æfa, alltaf Reading varð fyrir valinu og Gylfi sér ekki eftir því. „Ég hafði engan áhuga á að vera heima, fara í skóla og æfa mig seinnipartinn. Ég dreif mig bara út. Ég vildi bara æfa, allt- af,“ segir Gylfi. „Mér fannst það fínt. Mamma og pabbi fluttu út með mér og við bjuggum nálægt æfingasvæðinu. Mamma sá um að elda og þvo af mér en pabbi skutlaði mér á æfing- ar og svona. Þetta var bara eins og að búa heima,“ segir Gylfi. „Það er mjög mikilvægt að vera með fjölskylduna með sér til að verða ekki einmana eða fá heim- þrá,“ segir Gylfi. Ævintýri í Þýskalandi Næsti áfangastaður Gylfa er Þýska- land. Forríkur Þjóðverji hefur komið liðinu Hoffenheim upp um fimm deildir á tíu árum og það stefnir nú á að keppa um Evr- ópusæti. Gylfi var keyptur þang- að í sumar fyrir sjö milljónir punda, tæplega 1.300 milljón- ir íslenskra króna. „Ég verð á hóteli fyrst, svo útvegar félagið mér íbúð á meðan ég finn mér stað til að vera á til frambúðar,“ segir Gylfi sem á kærustu. „Ég þarf því ekkert alltaf að elda,“ segir hann glaðbeittur. „Ég fór mikið út að borða úti í Englandi af því ég var oft einfaldlega of þreyttur til að elda. Ég er þó nokkuð liðtækur í eldhúsinu,“ segir hann og brosir. Áhugamál utan boltans eru einhver en þó gefst lítill tími til þeirra þegar sinna þarf fót- bolta, kærustu, fjölskyldu og vinum. „Ég reyni stundum að fara í golf með strákunum,“ segir Gylfi. Nýtt ævintýri bíður hans í Hoff- enheim. „Deildin er gríðarlega sterk, sú þriðja sterkasta í heimi. Ég hlakka til að koma mér fyrir og ég held að þessi deild henti mér vel. Það er mikilvægt fyrir mig að fara þangað áður en ég fer eitthvað annað. Ég vona að ég hafi tekið rétta ákvörðun, en ég þurfti á nýrri áskorun að halda,“ segir Gylfi. En hvað er svo næst? Enska úrvalsdeild- in? „Eða sú spænska,“ segir Gylfi brosandi. Aldrei bannað að vera með bolta Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft sig aukalega frá sex ára aldri undir dyggri handleiðslu bróður síns. Hann er nú atvinnumaður hjá einu sterkasta liði Þýskalands eftir að hafa slegið í gegn í Englandi. Bræðurnir úr Hafnarfirðinum stunduðu þrotlausar æfingar og borguðu sjálfir fyrir fyrstu skrefin á glæstum ferli Gylfa. Hjalti Þór Hreinsson hitti þá bræður að máli. LANDSLIÐSMAÐURINN OG ÞJÁLFARINN Gylfi og Ólafur bregða á leik á hótelgangi, Gylfi sýndi kúnstir sínar en Ólafur gerði sitt besta í að halda yngri bróður sínum frá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ólafur er einn eigenda Pro Golf og skólastjóri golfskóla þess. Hann flutti til Spánar þegar hann var tvítugur og reyndi fyrir sér sem atvinnukylfingur. Hann lék í Evrópu í nokkur ár og kenndi Gylfa frá unga aldri að munda kylfurnar. „Gylfi kom með okkur pabba á völlinn og byrjaði ungur. Hann er með um 10 í forgjöf og það er skömm að segja frá því að hann vann mig í vor þegar við spiluðum 9 holur á Grafarholtsvelli saman. Ég fór að æfa mig meira eftir það,“ sagði Ólafur léttur. Gylfi segist aldrei hafa spilað jafn vel og þá, hann spilaði á pari vallarins. „Óli þarf ekkert að kenna mér lengur, ég er orðinn svo góður,“ sagði Gylfi og bræðurnir brostu. Ólafur heimsótti Gylfa oft í Englandi og spilaði meðal annars golf og það er stefnan í Þýskalandi líka. „Einn flottasti völlur Evrópu er þarna rétt hjá,“ sagði Ólafur og þá sagði Gylfi: „Þú veist að gaurinn sem á Hoffenheim á þennan golfvöll líka? Hann á allt þarna,“ og Ólafur gat ekki annað en glott við tönn. Óli þarf ekki að kenna mér neitt í golfinu „Ég kláraði 10. bekk en þegar ég fór til Reading byrjaði ég að fara einu sinni í viku í skóla þarna úti. Það var bara tímaeyðsla og ég hætti. Ég fór í fjarnám í Verzlunarskóla Íslands og hef lokið nokkrum einingum þaðan. En ég hef því miður enga þýsku lært. Ég sé eftir því núna,“ segir Gylfi en bróðir hans kom færandi hendi þegar við hittumst og gaf honum kennslubók í þýsku til að æfa sig. „Þetta tekur bara nokkra mánuði hjá mér, svo verð ég orðinn góður,“ segir atvinnumaðurinn hjá Hoffenheim glaðbeittur. Þýska 101 lærð og kennd Við borg- uðum fyrir okkur sjálfir, flug og hót- elgistingu. Eftir fyrstu æfingaferð- ina var ekki aftur snúið, Reading tók við að borga fyrir Gylfa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.