Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 38

Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 38
38 4. september 2010 LAUGARDAGUR F ólk verður að dvelja í tvo til þrjá daga á Torfajök- ulssvæðinu, ganga um það og dýfa tánum í heita laug. Þá fær það tilfinningu fyrir land- inu. Annars nær maður ekki að tengjast því,“ segir Ósk Vilhjálms- dóttir fararstjóri, sem farið hefur með nokkra hópa göngufólks um Torfajökulssvæðið, milli Land- mannalauga og Veiðivatna, síð- astliðin fimmtán ár. Meirihluti þeirra er Frakkar og er það þekkt í frönskum útivistartímaritum. Mun færri Íslendingar þekkja það. Torfajökulssvæðið liggur í friðlandi að fjallabaki á milli Land- mannalauga og Veiðivatna norðan Torfajökuls. Þetta er eitt mesta háhitasvæði landsins og rétt við alfaraleið Laugavegarins svokall- aða á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þrátt fyrir að Lauga- vegurinn sé með vinsælli göngu- leiðum landsins á hálendinu er sjaldgæfara að ferðafólk gangi út fyrir merktar leiðir. Hluta Torfa- jökulssvæðisins sem Ósk hefur gengið yfir má sjá sé gengið frá Höskuldsskála niður að íshellin- um við Hrafntinnusker, sem nú er hruninn. Ofan af Jónsvörðu við Höskuldsskála má sömuleiðis sjá yfir á hverasvæðin. Þar eru leir- hverir, leirugir vatnshverir, gufu- hverir og soðpönnur. Þar á meðal er gufuhverinn Hvínandi, sem tal- inn er aflmesti hver landsins um þessar mundir. Gengið er yfir við- kvæm svæði, á stundum í spor þeirra sem áður hafa farið yfir þau og enn má merkja. Ósk hefur í sjö ár kynnt ferða- fólki nær óþekkt svæði, sem verið hafa í umræðunni í tengslum við virkjanaáform. Hún hefur meðal annars kynnt fólk fyrir perl- um Eyjabakka og Kárahnjúka en hún stóð fyrir því að byggður var kláfur sem fólk notaði til að fara inn á Kringilsárrana áður en hann tók að hverfa undir Hálslón síðla árs 2006. Torfajökulssvæðið er á ramma- áætlun en samkvæmt fyrsta áfanga áætlunarinnar er gert ráð fyrir að jarðvarmavirkjun á svæðinu geti gefið af sér 17.360 gígavattsstundir á ári. Það jafn- gildir um fjórum Kárahnjúka- virkjunum. Gangi áætlanir um tilraunaboranir á svæðinu eftir mun það hafa í för með sér mikið jarðrask. Ósk segir mikilvægt að kynna afskekkta staði fyrir fólki og bendir á að Skaftafell í Öræfasveit hafi verið með afskekktustu stöð- um landsins og fáir þekkt svæðið þar til hringvegurinn var opnaður árið 1974. Allir vita nú af náttúru- fegurð Skaftafells, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. „Ég hélt að Torfajökulssvæðið væri öruggt þar sem það er innan friðlands. En þegar þjóðin æpir á raforkuframleiðslu fyrir stór- iðju gæti komið að því að virkja á þessu svæði líka. Það er ekkert óhult,“ segir hún. HVERASVÆÐIÐ MYNDAÐ Mikið hverasvæði er þar sem heita Háuhverir austan undir Reykjafjöllum og í Kaldaklofi. Þá er mikið um svokallaðar brennisteinsþúfur. Vara- samt getur verið að ganga um svæðið. Þeir sem ekki passa sig gætu átt á hættu að stíga ofan í bullandi hver og stórslasa sig. Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur sem var með í för, ber enn ör eftir þrjátíu ára óhapp þegar hann steig ofan í hver. GERT KLÁRT FYRIR GÖNGU Fimmtán sæta þýskur en afar hægfara Unimog var eina ökutækið sem dreif yfir ár og næsta ófæra sundurskorna og veðurbarða vegi á Torfajökulssvæðinu. Þegar göngumenn eru fleiri en bíllinn rúmar verða þeir að ganga sem treysta sér til þess í staðinn fyrir að hristast í tryllitækinu og njóta útsýnisins út um bílgluggann. Hér stendur fararstjórinn Ósk Vilhjálmsdóttir á öðrum degi ferðar við tryllitækið undir endimörkum Hrafntinnuskers. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN AÐALSTEINN Huliðsheimur á hálendi Torfajökulssvæðið er ein af litríkari náttúruperl- um íslenska hálendisins og eitt af mestu háhita- svæðum heims. Jóni Aðalsteini Bergsveinssyni var boðið að slást í þriggja daga gönguferð með Ósk Vilhjálmsdóttur í síðustu ferð Hálendisferða og Landverndar um svæðið sem fáir þekkja. HEITAR LÆNUR Í LANDSLAGI Fallega heita læki má sjá víða á Torfajökulssvæðinu. Engu er líkara en náttúran sjái sjálf um hitastillinguna enda lækirnir jafn misheitir og þeir eru margir. Í nokkrum pollum má baða sig. TINANDI SVART BERG Í HRAFNTINNUSKERI Vegur var lagður inn á Torfajökulssvæðið skömmu eftir seinni heimsstyrjöld í þeim tilgangi að ná í hrafntinnu utan á ytra byrði Þjóðleikhússins, sem þá var í byggingu. Vegur var lagður upp á hrygg, sem ber nú heitið Poka- hryggur. Menn deila um uppruna nafnsins. Sumir segja hrygginn nefndan eftir strigapokum sem hrafntinnan var borin í. Aðrir segja nafnið dregið af sandpokum sem notaðir voru til að púkka upp í rof og rásir í veginum. Hann er vart fær öðrum en breyttum bílum. Hrafntinnutaka hefur verið bönnuð ef frá er skilið sérstakt leyfi sem veitt var við viðgerðir á leikhúsinu árið 2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.