Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2010, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 04.09.2010, Qupperneq 40
40 4. september 2010 LAUGARDAGUR J ónas er nýkominn úr áttunda rann- sóknarleiðangri sínum til Vestur- heims, áttatíu og sex ára gamall. Með óbilandi elju virðist honum vera að takast það ætlunarverk sitt að finna þar minjar um Þorfinn karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur. Staðurinn sem líklegur er nefnist Sop‘s Arm og er á Nýfundnalandi. „Ég rek mig eftir sögunni,“ segir Jónas. „Reyni að feta slóð Þorfinns og Guðríðar en vantar herslumun ennþá til að geta bent á rústir af skála þeirra og geta sagt að hér sé staðurinn þar sem þau ætluðu að nema land.“ Hann kveðst hafa verið vel liðaður í leið- angrinum í sumar og í raun ekkert hafa þurft að gera sjálfur nema fylgjast með. „Með mér voru fornleifafræðingarnir Bjarni F. Einarsson og Þór Hjaltalín sem hafa báðir farið með mér áður, hvor í sínu lagi. Svo var sonur minn Kristján, stærðfræðiprófessor við Háskóla Íslands nokkurskonar leiðang- ursstjóri, keyrði bílinn, pantaði hótel og sá um bókhaldið. Hann er að verða hálfgerður fornleifafræðingur líka, sökum áhuga síns á þessu verkefni og það er mér ómetanlegt. Auk þess var með okkur fornleifafræðingur frá Nýfundnalandi, safnvörður á þjóðminja- safninu í St. John´s. Kevin McAleese heitir hann.“ Fékk Íslendingasögurnar sjö ára Jónas er Þingeyingur í ættir fram. Ólst upp við sagnamenningu hjá afa sínum sem gaf honum Íslendingasögurnar í sjö ára afmæl- isgjöf. En hvað kom til að hann hellti sér í Vesturheimsrannsóknir? „Upphafið var í þeim dúr að ég var að skrifa sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur á síðasta tug síðustu aldar. Þá reyndi ég að fara á alla þá staði sem hún hafði verið á. Að sjálfsögðu studdist ég við ritaðar heimildir, meðal annars Grænlendingasögu og Eiríks- sögu rauða. Þeim ber náttúrlega ekki saman. Ég tel Eiríkssögu betur treystandi enda segir hún meira frá Karlsefni og Guðríði. Höfund- ar þessara sagna eru ókunnir en talið er að þær séu skrifaðar á 13. öld,“ segir Jónas og tekur blaðamann í sögutíma. „Í Eiríkssögu segir frá því að Þorfinnur karlsefni og Snorri Þorbrandsson, frændi hans og félagi, sem farið höfðu kaupferðir til Noregs, koma til Grænlands og hafa vet- ursetu í Brattahlíð hjá Eiríki rauða. Þar var einnig Guðríður Þorbjarnardóttir, ekkja eftir Þorstein son Eiríks. Ástir tókust með þeim Karlsefni og voru þau gefin saman í hjóna- band um veturinn. Leifur heppni Eiríksson hafði þá nýlega fundið land lengra í vestri sem hann nefndi Vínland. Var ákveðið að halda þangað frá Grænlandi næsta sumar og nema þar land. Farið var á þremur stórum skipum með fólk og fénað undir forystu þeirra Karlsefnis og Snorra. Siglt var með löndum til að forðast hafvillur, norður með vesturströnd Græn- lands og yfir til Baffinslands, síðan suður með Labrador og áfram með austurströndu Nýfundnalands, sem þeir töldu vera Vínland. Leiðangurinn kemur þar í fjörð einn, það er eyja í fjarðarmynninu og straumur með eyj- unni. Þeir kalla hana Straumey og fjörðinn Straumsfjörð. Þeir fara inn í þennan fjörð, búast þar um og byggja skála.“ Fundu merkar minjar Það var fyrir tveimur árum sem Jónas kveðst hafa komið fyrst í Sop‘s Arm. „Mér fannst staðurinn eiga vel við lýsingu sögunn- ar, til dæmis eyjan. Ég hafði hvergi fundið svona eyju við mynni fjarðar á austurströndu Nýfundnalands. Við sigldum kringum hana og sannreyndum að þar er mikill straumur. Svo segir í sögunni: „Fjöll voru þar og fagurt var þar um að litast.“ Það passaði líka. Long Range Mountains liggja norður eftir landinu og þarna er yndislega fallegt.“ Jónas segir norska fræðimanninn Helge Ingstad hafa gefið gaum að kynlegum gryfj- um við fjarðarbotninn í Sop‘s Arm er hann var þar á ferð árið 1961. Hann hafi þekkt slíkar gryfjur frá Noregi þar sem þær voru notaðar í gamla daga til að veiða í hreindýr. Þetta eru mikil mannvirki. „Við Þór Hjaltalín fornleifafræðingur gátum bara rétt litið á þessar gryfjur fyrir tveimur árum en höfðum ekki leyfi til þess að róta neitt í þeim. En ég ákvað þá að fara vestur aftur og athuga þær betur. Það gerð- um við nú í sumar, dvöldum í viku og telj- um okkur hafa gert góða ferð. Við fundum sex gryfjur við fjarðarbotninn. Þær hafa verið grafnar þar sem hreindýrin fara um vor og haust. Það er mikil tilviljun að ekki skuli vera búið að eyðileggja þær. Nýlega hafa verið lagðar tvær háspennulínur þvert yfir svæðið. Gryfjurnar eru nokkrir metr- ar í þvermál og svona þrír á dýpt. Fornleifa- fræðingarnir grófu tvær þeirra alveg niður á botn, gerðu ýmsar rannsóknir og tóku nokk- ur sýni til aldursgreiningar. Þeir eru sann- færðir um að þetta séu norskar gildrur.“ Síðan er eitt eftir sem mestu varðar, það er að finna rústirnar af skálum landnáms- manna að sögn Jónasar. „Mín kenning er sú að Karlsefni og fylgdarlið hafi siglt inn í fjarðarbotninn og byggt skála sína ekki langt frá mynni ár sem þar rennur til sjávar. Það var aðferð landnámsmanna á Íslandi, að sigla inn eftir fjörðum og upp í ármynni,“ segir hann. Rigningarsuddi var einn daginn sem upp- gröfturinn stóð yfir í sumar, og Jónas kveðst hafa stungið upp á að fara í bíltúr að skyggn- ast um eftir skálunum. „Rétt norðan við árós- inn eru sæbrattar hlíðar, en svona 300 metr- um norðar komum við að vík sem gengur inn úr firðinum, einkar hlýlegri, og okkur kom saman um að ef við hefðum verið í sporum Þorfinns og föruneytis hefðum við sett okkur þar niður. Við fundum meira að segja vatns- mikinn bæjarlæk, sjálfsagt fullan af laxi, sem féll niður í víkina. Í húsi einu þarna nálægt hittum við konu sem sagði að bróðir sinn ætti þetta land og hefði reist húsin sem þar standa, en hann væri sem stendur vestur í Alberta í Kanada að vinna fyrir fjölskyld- unni og yrði fram í október. „Hann fann nú eitthvað þegar hann var að grafa hérna og geymir það einhvernsstaðar,“ sagði hún og bætti við. „Svo held ég hann hafi fundið ein- hverja steinahleðslu líka.““ Forvitinn að líta yfir Sagan er orðin svo spennandi hjá Jónasi að hann er spurður hvort hann ætli ekki að drífa sig vestur aftur í haust að hitta bróð- urinn. Hann hlær. „Ég hef verið að reyna að ná í farsímanúmerið hans en það hefur ekki gengið enn þá. En mínir menn verða að fara aftur næsta vor og fá leyfi til að skoða þennan stað nánar og finna út hvort þar eru mannvistarleifar. Svo þurfa þeir að fá leyfi til að grafa ef einhverjar líkur eru á slíku.“ Jónas efast um að hann fari með í næstu ferð. „En þegar fræðingarnir verða búnir að finna eitthvað þá verð ég forvitinn að líta yfir það,“ segir hann og brosir bjart. Hann er spurður hvort svona bras kosti ekki mikið. „Jú, það er auðvitað eins og hver annar óvitaskapur að eyða öllu sínu sparifé í þetta. En ég hef feng- ið góða styrki, þó það gangi auðvitað verr núna í kreppunni. Svo tel ég að rannsóknirn- ar muni verða samvinnuverkefni Kanada og Íslands þegar þær komast betur á skrið. Kanadamenn hafa mikinn áhuga á ferðum norrænna manna á fyrri tíð og Kanada er auðugt land. Ef tilgátur okkar reynast rétt- ar verður um mjög merkilegan fund að ræða því þá verður hægt að benda á rústir af skál- anum og segja: Hér ól Guðríður Þorbjarnar- dóttir soninn Snorra Karlsefnisson, fyrsta Evrópumanninn sem fæddur er í Ameríku.“ Í leit að Vín- landi hinu góða Jónas Kristjánsson, fyrrverandi forstöðumaður Handritastofn- unar, fann í sumar óræk merki um veru norrænna fornmanna í Sop‘s Arm á Nýfundnalandi. Gunnþóra Gunnarsdóttir heimsótti Jónas á Oddagötuna og fylgdi honum á kortinu vestur um haf. LITAST UM Á VETTVANGI Mikill skógur er í nágrenni Sop‘s Arm. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Í EINNI HREINDÝRAGRYFJUNNI Bjarni F. í essinu sínu. JÓNAS KRISTJÁNSSON, FYRRVERANDI FORSTÖÐUMAÐUR HANDRITASTOFNUNAR „Þegar fræðingarnir verða búnir að finna eitthvað verð ég forvitinn að líta yfir það.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LEIÐANGURSMENN Þór Hjaltalín fornleifafræðingur, Kevin McAleese fornleifafræðingur í St. Johns, Kristján Jónasson stærðfræð- ingur, Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur og Jónas Kristjánsson handritafræðingur. Bróðir Leifs heppna hét Þorsteinn og var fyrri maður Guðríðar Þorbjarnardóttur. Hann ætlaði að skoða landið sem bróðir hans hafði fundið en villtist um haf innan eins og segir í sögunni og kom aftur til Grænlands. Talsvert síðar komu tveir kaupmenn til Grænlands, Þorfinnur Karlsefni úr Skagafirði og Snorri Þorfinnsson af Snæfellsnesi. Þetta er á 1. tug 11. aldar. Þeir hafa vetursetu hjá Eiríki rauða sem var höfðingi á Grænlandi og bjó í Brattahlíð. Þá er Þorsteinn sonur hans dáinn og Guðríður orðin ekkja en er í Brattahlíð hjá tengdaföður sínum. Þar kynnast hún og Þorfinnur og gifta sig um vorið, sennilega í Þjóðhildarkirkju. Þennan sama vetur kemur upp sú hugmynd hjá þeim og fleirum að fara til Vínlands og nema þar land. Þrjú skip fara með fólk og fénað. Sagan segir að leiðangur- inn hafi farið norður með vesturströnd Græn- lands og síðan til lands vestan við þar sem voru hellur miklar og þau kölluðu Helluland, nú kallað Baffinsland. Hann siglir suður með austurströndinni og kemur að skógivöxnu landi sem hann kallar Markland, sem sagt skógarland, það er talið hafa verið sunnarlega á Labrador. Síðan skilur leiðir hjá söguskýrendum. Sumir láta þennan flokk fara austur með Nýfundnalandi en flestir láta hann sigla gegnum Strait of Belle Isle eða Fagureyjar- sund. Langflestir telja hann hafa farið til New Brunswick og alla leið til Bandaríkjanna. ➜ AF MUNNI JÓNASAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.