Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 42
Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar FERÐAFIÐRILDIN Í MAGANN ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Roald Viðar Eyvindsson roald@frettabaldid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Nordicphotos/getty Pennar Emilía Örlygsdóttir, Júlía Margrét Alexanders- dóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is 2 FERÐALÖG Þeir sem leggja leið sína til Parísar, nánar tiltekið í grennd við Eiffelturninn, eiga kost á því að prófa nokkuð ævin- týralegan ferðamáta, hesta- kerru sem minnir á graskerið úr ævintýrinu um Öskubusku. Vagninn er skreyttur hjörtum og hvorki meira né minna en 500 kíló að þyngd en það þykir ekki koma að sök þar sem hann er dreginn áfram af heims- ins stærsta dráttarklár, hinum sænskættaða Balthazar. Ævintýralegt Vagninn nýtur vinsælda meðal nýgiftra hjóna. NORDICPHOTOS/AFP F erðalög til fjarlægra landa hafa ekki alltaf verið einföld okkur Frónarbúum. Við liggjum afskekkt, úr alfaraleið og hingað átti enginn neitt erindi sérstaklega. Mér finnst alltaf svo merkilegt að lesa það í fornsögunum að Íslendingar hafi gert út skip milli Noregs og Íslands eftir behag og ruðst yfir Norður-Atlantshafið á opnum trébátum eins og það væri ekkert mál. Eftir þessa miklu höfð- ingjatíma lögðust reyndar skipaferðir mikið til af og við húktum í moldarkofunum okkar fram á 20. öldina, án sambands við umheiminn. Nú getum við ferðast og héðan er hægt að fljúga út í hinn stóra heim. Það gæti þýtt að ferðalög til annarra landa séu orðin hversdagsleg. Sjálfsagt eru einhverjir sem „þurfa“ að ferðast mikið vegna vinnu sinnar og mæta í Leifsstöð með þreytu þess sem leiðist í aug- unum, veraldarvanir, en ekki ég. Ég fæ fiðrildi í magann mörgum vikum áður en ég á að mæta á völlinn og raða í töskuna mína í hugan- um á kvöldin áður en ég fer að sofa. Og kvöldið fyrir brottför er spenningurinn næstum of mikill til að ég festi svefn, sérstaklega ef ég þarf að vakna um miðja nótt í morgunflug. Eins og sveitamaður get ég ekki dulið gleði mína þegar ég panta mér kaffibolla á flug- teríunni. Langar helst til að gauka því að afgreiðslu- fólkinu hvert ég sé að fara. Í flugvélinni bíð ég spennt eftir að fá að borða, þó flugvélamaturinn sé sjaldnast geðslegur, það er bara svo mikið ævintýri að borða í háloftunum. Í útlöndum er allt svo öðruvísi og spenn- andi, önnur lykt, annað hitastig, annað tungumál. Mér hefur aldrei leiðst í útlöndum. Ég öfunda stundum þá veraldarvönu sem „þurfa“ að ferðast um allan heim og skil ekkert í þeim að barma sér yfir nýjum og nýjum áfangastað. En kannski má ég vera fegin að vera ekki í þeirra hópi. Ég fæ allavega ennþá fiðrildi í magann fyrir ferða- lög. É g lauk BA-gráðu í frönsku árið 2001 og hóf í framhaldinu störf við franska sendiráðið í Reykja- vík. Þegar ég frétti, fyrir fimm árum síðan, af lausri stöðu við íslenska sendiráðið í París ákvað ég að slá til og sækja um. Þangað var ég svo ráðin sem aðstoðarmaður sendiherra og hef ég verið búsett þar síðan ásamt frönsk- um eiginmanni og börnum,“ segir Lilja Björk Stefánsdóttir spurð um aðdrag- anda þess að hún hóf störf í íslenska sendiráðinu í París. Um síðustu jól kom eiginmaður Lilju henni skemmtilega á óvart þegar hann gaf henni vikuferð til Sjanghæ. „Ég vissi svo sem lítið sem ekkert um Sjanghæ, en nafnið hljómaði exótískt og spennandi. Eitthvað gat ég lesið mér til um borgina því Heimssýningin 2010 var opnuð þar með pompi og prakt í maí og var töluverð umfjöllun um hana í frönsku pressunni. Tveimur dögum fyrir brottför, eftir ljúfa dvöl á heima- slóðum, kíkti ég á veðurspána: 35°c og glampandi sól, alla vikuna. Ekki alveg minn tebolli en of seint að hætta við! Þann 18. ágúst flugum við til Dubai og svo þaðan á áfangastað, alls rúmlega 14 tímar í háloftunum. Þrátt fyrir vott af flughræðslu var þetta langa ferðalag svo sannarlega þess virði. Sjanghæ er stór- kostleg borg,“ segir Lilja. Í Sjanghæ búa 20 milljónir manna og hefur uppbyggingin þar á síðustu árum verið gríðarlega hröð að sögn Lilju. „Skýjakljúfarnir skipta hundruðum, hver öðrum glæsilegri og ekkert lát virð- ist vera á framkvæmdagleðinni. Þarna úir og grúir af hátískubúðum og hágæða úraverslunum og Champs-Elysées blikn- ar í samanburði við Huaihuai-breiðgöt- una. Lúxusinn er allsráðandi og ennþá dýrari en í París. Það er erfitt að skilja, þrátt fyrir alla 20 milljón íbúana, hvern- ig rekstur allra þessara lúxusverslana gengur upp, þegar meðallaunin í Shang- hæ eru 150-200 evrur á mánuði. Enda eru búðirnar og verslunarmiðstöðvarn- ar áberandi mannlausar.“ Síðasta deginum í Kína eyddu Lilja og maðurinn hennar í Zhujiajiao, sem er úthverfi í um klukkutíma fjarlægð frá miðborginni. „Zhujiajiao eru nokkurs konar Feneyjar Sjanghæ, þar sem ferðast er um á gondólum og bæjarlífið í Zhuji- ajiao virtist hafa verið óbreytt í hundr- uð ára. Þar keyptum við gersemar fyrir slikk og drukkum grænt te við skipa- skurðinn. Hitamælirinn var kominn upp í 37°c og ekki fór mikið fyrir loftkælingu á þessum slóðum. Við héldum þó göngu okkar ótrauð áfram um þröngar götur bæjarins. Mig fór að gruna að einhverju hefði verið laumað í tevatnið mitt, þegar ég rak augun í skilti á íslensku! Jú, það var ekki um að villast, við höfðum ramb- að inn á Heima-barinn í Sjanghæ. Barinn er skreyttur íslenskum fánum og mynd- um úr norrænu goðafræðinni og á stórri töflu á veggnum má finna ýmsar fleyg- ar setningar, eins og „Ísland, stórasta land í heimi.“ Kínverjarnir tóku okkur opnum örmum og buðu að sjálfsögðu upp á víkingadrykkinn „Ísland“. Sannarlega eftirminnileg endalok á ógleymanlegu ferðalagi.“ - eö HEIMASLÓÐIR Í SJANGHÆ Lilja Björk Stefánsdóttir býr í París ásamt manni og börnum og vinnur í íslenska sendiráðinu þar. Hún fékk veglega jólagjöf frá manninum sínum um síðustu jól sem var vikuferð til Sjang- hæ sem þau fóru nú í ágúst. Þar rakst hún meðal annars á bar sem heitir Heima. Skilti á íslensku Heima-barinn í Sjanghæ. Bund-hverfið í Sjanghæ Með útsýni yfir Pudong-viðskiptahverfið. Árið 1990 stóðu nokkrir kofar hrísgrjónaræktenda þar sem nú rís hver skýjakljúfurinn á fætur öðrum. Sá nýjasti, Shanghai Center, er í byggingu og verður hann 632 m á hæð og 127 hæða. Lilja Heima hjá sér í París. MYND/ ÚR EINKASAFNI RÓMANTÍSKUR FERÐAMÁTI flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.