Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2010, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 04.09.2010, Qupperneq 48
Íslendingurinn Ragnhildur Guð- mundsdóttir kynntist Sayoko fyrir einskæra tilviljun á ferðalagi um Egyptaland fyrir fimmtán árum. „Þá fannst Sayoko hún hafa himin höndum gripið að rekast loks á Íslending því frá barnæsku hafði hún haft brennandi áhuga á Íslandi og ávallt dreymt um að skoða norð- urljós á íslenskum himni, eins og flestir Japanar sem eru heillaðir af norðurljósunum og koma hing- að um langan veg til að sjá þau yfir vetrartímann,“ segir Ragnhildur í kærkomnum félagsskap Sayoko. Sayoko er menntaður tannfræð- ingur en hefur nú unnið við Ike- bana blómaskreytilist í 33 ár. Með sýningunni vill hún kynna Íslend- ingum undraheim Ikebana þar sem blómum er raðað eftir fast- mótuðum hefðum og hver skreyt- ing hefur sína merkingu sem túlka má eins og hvert annað listaverk. Nám í Ikebana blómaskreyting- um tekur fimm ár en í raun er ekki hægt að verða fullnuma í listinni. Því fer Sayoko fjórum sinnum á ári í námsferðir til Kyoto, hinnar fornu höfuðborgar Japans og vöggu Ike- bana-menningarinnar. Þess á milli sýnir hún list sína í Japan og kenn- ir hana á ýmsum skólastigum. „Ég var ekki viss hvort við mundum nokkurn tímann sjást aftur eftir Egyptaland því svo langt var á milli Japans og Íslands, en tveimur árum síðar kom Sayoko til mín og fór með okkur hringinn í kringum landið. Hún er vitaskuld spæld að sjá engin norðurljós yfir sumartímann, en er ekki síður hrifin af íslenskum fossum og fisk- inum. Því fórum við að sjá Hraun- fossa og Barnafoss í Borgarfirði í vikunni og á óskalistanum var að sjá friðarsúlu Yoko Ono í Viðey, sem hefur verið mikið umfjöllun- arefni í Japan,“ segir Ragnhildur sem sjálf fór til Japans að heim- sækja Sayoko 1999. „Við erum afskaplega góðar vinkonur og eigum sameiginleg- an mikinn ferðaáhuga. Sayoko er einstaklega góð og notaleg kona og Japanar auðvitað annálaðir fyrir kurteisi. Hún er evrópsk sál í asískum líkama því hún elskar fornar evrópskar borgir og kom hingað himinlifandi beint frá Prag. Ég er því ævinlega þakklát forsjóninni fyrir að leggja götur okkar saman því í hennar sam- fylgd hef ég kynnst svo mörgu nýju og ógleymanlegt ævintýri að heimsækja hana í litla bæinn hennar utan við stórborgina Nii- gata á vesturströnd Japans og kynnast menningu Japana eins og maður gerir aðeins ef maður þekkir heimamann og býr inni á japönsku heimili.“ Sayoko sýnir í Garðheimum í dag og á morgun og verður með sýnikennslu milli klukkan 14 og 17. thordis@frettabladid.is Vinkonurnar Sayoko og Ragnhildur Guðmundsdóttir kynntust óvænt þegar báðar héldu á vit Egyptalands fyrir hálfum öðrum áratug. Framhald af forsíðu Opið hús verður í Heilsudrekanum í Skeifunni í dag, þar sem börnum og fullorðnum gefst meðal annars færi á að kynna sér kung fu, hugræna teygjuleikfimi, tai chi og heilsumeðferð. Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu UNGBARNANUDD Námskeið 9. september nk. BAKNUDDNÁMSKEIÐ Námskeið 18.-19. september nk. ANDLITS- OG HÖFUÐNUDD Námskeið 11. september nk. Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. 5 ÁRA AFMÆLI 5 ÁRA GÖMUL VERÐ DAGANA 1. - 8.SEPT bailine vaxtarmótun bailine · Hlíðarsmári 11, 201 Kópavogur · Sími 568 0510 · www.bailine.is Tímapantanir í síma 568 0510 www.bailine.is Strandgötu 43 | Hafnarfirði fridaskart.is S K A R T G R I P A H Ö N N U Ð U R & G U L L S M I Ð U R „Slétt og brugðið“ Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.