Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 54

Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 54
 4. september 2010 LAUGARDAGUR6 Intrum á Íslandi er hluti alþjóðlega innheimtufyrirtækisins Intrum Justitia, sem er leiðandi fyrirtæki í Evrópu á sviði markvissrar stýringar viðskiptakrafna (Credit Management Services). Um 3000 starfsmenn vinna hjá Intrum í 22 Evrópulöndum. Hjá Intrum á Íslandi starfa yfir 130 starfsmenn á 12 skrifstofum Intrum um land allt. Intrum býður fyrirtækjum og stofnunum upp á heildarlausnir á sviði innheimtumála. Fyrirtækjasvið - ráðgjafi Intrum óskar eftir að ráða ráðgjafa á Fyrirtækjasvið Í starfinu felst ráðgefandi sala á þjónustulausnum Intrum, samskipti við viðskiptavini, greining og ráðgjöf varðandi meðferð viðskiptakrafna auk tilboðs- og samningagerða. Viðkomandi þarf að búa yfir söluhæfileikum, frumkvæði, jákvæðni og drifkrafti. Í starfinu reynir á sjálfstæð vinnubrögð og virka þátttöku í teymisvinnu. Krafa er gerð um reynslu af sambærilegum störfum. Viðskiptafræði- menntun eða sambærileg gráða er kostur en ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg D. Hjaltadóttir, ráðningarstjóri Intrum á Íslandi í síma 440 7122. Vinsamlegast sækið um á heimasíðu www.intrum.is. Umsóknarfrestur er til 14. september. Ráðið verður í starfið sem fyrst. Leikskólastjóri á Hólmavík Meginhluverk leikskólastjóra er að: Veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri skólans. Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans í samstarfi við sveitarstjórn. Menntunar- og færnikröfur: • Leikskólakennaramenntun áskilin • Menntun, hæfni og reynsla í stjórnun æskileg • Færni í mannlegum samskiptum • Áhugi á börnum og samskiptum við þau • Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar, frumkvæði og metnaður í starfi Hólmavík er í 234 km fjarlægð frá Reykjavík og tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð sem rúmlega 500 manns búa í. Þar er góð þjónusta, öflugur grunn- og tónlistaskóli, fjölbreytt menningarstarf og góð íþrótta- og útivistaraðstaða í einstaklega fallegu umhverfi. Nánar á www.strandabyggd.is og www.123.is/laekjarbrekka. Umsóknarfrestur er til 15. september næstkomandi. Umsóknir, ásamt ferilskrá og meðmælendum, berist á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík, netfang: holmavik@holmavik.is, sem einnig gefur nánari upplýsingar, s. 451 3510. Staðan er laus frá og með 1. október 2010. Hólmavík, 31. ágúst 2010 Sveitarstjóri Strandabyggðar Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík auglýsir eftir leikskólastjóra. Í skólanum eru um 30 börn í tveimur deildum og þar dvelja börn frá 1 árs aldri. Einkunnarorð skólans eru: Gleði – Virðing – Vinátta. Bakarí á landsbyggðinni Óskum eftir að ráða bakara, eða mann vanan bakstri sem getur unnið sjálfstætt. Upplýsingar í síma 8983643 Jakob - Lifið heil www.lyfja.is Atvinnutækifæri hjá Lyfju Vegna breytinga og vaxandi starfsemi getum við bætt lyfjatæknum og sölu- og afgreiðslufólk í okkar frábæra starfsmannahóp. Um er að ræða hlutastörf í apótekum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Í boði eru líflegir vinnustaðir, gott vinnuumhverfi, samkeppnishæf laun og möguleiki á starfsþróun. Starfs- og ábyrgðarsvið: Störfin felast í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum í verslun, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra. Hæfniskröfur: Við leitum að drífandi starfsfólki með ríka þjónustulund, söluhæfileika, góða tölvukunnáttu og getu til að vinna undir álagi. Reynsla af verslunarstörfum er æskileg og reynsla úr apóteki er kostur. Nánari upplýsingar um störfin má finna á heimasíðu okkar, www.lyfja.is og hjá starfsmannahaldi (hallur@lyfja.is) í síma 530 3800. Tekið er við umsóknum á vefslóðinni www.lyfja.is. Umsóknarfrestur er til 12. september 2010 og farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek og heilsubúðir víðs vegar um landið ásamt því að starfrækja lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur, skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem góður starfsandi ríkir og að starfsfólk fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi. Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 5 13 71 0 9. 20 10 Við leitum að sjálfstæðu, skipulögðu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur áhuga á að ganga til liðs við framsækið og spennandi fyrirtæki. Borgarlögmaður óskar eftir að ráða lögfræðing Helstu verkefni • Lögfræðilegar álitsgerðir og ráðgjöf til borgarstjórnar, borgarráðs, borgarstjóra, stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar • Undirbúningur dómsmála • Meðferð stjórnsýslukæra • Samningagerð • Fyrirsvar vegna skaðabótakrafna sem beint er gegn Reykjavíkurborg • Uppgjör slysabóta á grundvelli kjarasamninga Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættispróf eða meistaragráða í lögfræði • Færni til framsetningar máls í ræðu og riti • Skipuleg og fagleg vinnubrögð • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Lipurð og færni í samskiptum Laun eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Stéttarfélag lögfræðinga. Nánari upplýsingar veitir Kristbjörg Stephensen, borgarlög- maður, í síma 411 4100 eða í gegnum tölvupóstfangið kristbjorg.stephensen@reykjavik.is Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf í starfsumhverfi þar sem reynir á góða alhliða þekkingu á flestum réttarsviðum lögfræðinnar. Áhersla er lögð á símenntun og miðlun þekkingar milli starfsmanna. Embætti borgarlögmanns er í Ráðhúsi Reykjavíkur og þar starfa sex lögmenn. Umsóknarfrestur er til 17. september nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt fylgiskjölum skulu berast í gegnum vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.