Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 61
LAUGARDAGUR 4. september 2010 13
Hugbúnaðarþróun
Vegna vaxandi verkefna og stórra samninga erlendis leitar Handpoint eftir öflugum starfsmanni í hugbúnaðargerð
við spennandi verkefni á sviði handtölva og snjallsíma (iPhone og Android).
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða verkfræði er skilyrði
• Reynsla af .NET umhverfi (web services og C#) er skilyrði
• Reynsla og þekking á C++ er skilyrði
• Reynsla af Java og Python er kostur
• Reynsla af forritun greiðslukerfa er kostur
• Þekking á Objective C og iPhone þróun er kostur
• Meðmælendur úr starfi
Handpoint ehf. er ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir handtölvur og snjallsíma (smartphones),
með sérstaka áherslu á gerð greiðslukerfa til að taka við kortagreiðslum. Hugbúnaður félagsins er seldur víða um
heim og meðal viðskiptavina félagsins má nefna Manchester United, British Airways, easyJET, Ryan Air og Adidas.
Handpoint er með skrifstofur í Kópavogi og Cambridge í Bretlandi. Starfsmaður í þróunardeild yrði staðsettur
í Hlíðasmára í Kópavogi.
Umsóknir sendist á info@handpoint.com ásamt nákvæmri ferilskrá.
Umsóknarfrestur er til 20. september 2010.
Auglýst eftir umsóknum í
Norrænu tungumála- og
menningaráætlun Nordplus
(Nordplus Nordiske Sprog- og
Kulturprogrammet) fyrir auka-
umsóknarfrest
• Styrkir til samvinnu á sviði tungumála
Norræna ráðherranefndin hefur ákveðið að Tungumála-
og menningaráætlun Nordplus verði mótuð og komið
á fót utan Menntaáætlunar Nordplus sem sérstakur
vettvangur helgaður norrænum tungumálum.
Fyrir aukaumsóknarfrest 15. október 2010 hefur
Tungumála- og menningaráætlun
Nordplus til umráða 411.950 EVRUR.
Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð standa
að Tungumála- og menningaráætlun Nordplus 2008-
2011. Einnig eiga sjálfsstjórnarsvæðin Færeyjar,
Grænland og Álandseyjar ásamt samíska málsvæðinu
aðild að verkefninu.
Meginmarkmið Tungumála- og menningaráætlunar
Nordplus á árunum 2008-2011 eru:
• Að styrkja málskilning og þá sérstaklega skilning á
grannmálunum (dönsku, norsku og sænsku).
• Að auka áhuga, þekkingu og skilning á norrænni
menningu, málum og lífsháttum.
Umsóknarfresturinn 15. október 2010 er aðeins fyrir
þann hluta áætlunarinnar sem er helgaður norrænum
málum. Veittir verða styrkir til verkefna og samstarfsneta.
Áherslur 2010
• Verkefni sem efla málskilning barna og ungmenna
(á dönsku, norsku, sænsku).
• Verkefni sem innihalda leiðbeiningar um hvernig best
sé að kenna dönsku, norsku og sænsku í Finnlandi,
Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og samísku svæðunum.
• Verkefni sem innleiða verkefnið ’sprogpiloterne’ í
kennslu ungmenna (14-19 ára)*
• Verkefni sem styrkja stöðu málskilnings í kennara-
menntun og styrkja samvinnu um stefnumótun á sviði
norræna mála í kennaramenntun á Norðurlöndunum.
• Verkefni sem innihalda hugleiðingar um val háskóla á
tungumálum sem kennt er á.
• Samstarfs- og þróunarverkefni á sviði tungutækni
• Verkefni sem stuðla að því að markmið norrænu
tungumálaherferðarinnar (Nordisk Sprogkampagne)
náist*
*Upplýsingar:
• um Nordisk Sprogkampagne, sjá
www.nordisksprogkampagne.org
• um ’sprogpiloterne’, sjá: www.sprogpiloter.dk
Öllum umsóknum verður að skila rafrænt gegnum
umsóknarkerfið ARS á slóðinni: http://ars.norden.org
Umsóknarfrestur er 15. október 2010
Nánari upplýsingar á heimasíðu Landskrifstofu Nordplus:
www.nordplus.is
Upplýsingar á norrænum málum á aðalsíðu Nordplus:
www.nordplusonline.org/sca/sprog_kultur
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…