Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 65

Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 65
LAUGARDAGUR 4. september 2010 5 „Það er afskaplega forvitnilegt að fylgjast með býflugum að störfum og ef maður er heppinn sést drottn- ingin. Einnig má sjá flugurnar koma með blómasafa og breyta í hunang, og barnamat handa lirfun- um sem eru prótínhlaðin frjókorn. Þá sjást þær loftræsta búið og end- urnýja, þrífa hver aðra og dansa þegar þær segja öðrum flugum frá fundi gjöfuls frjókornasvæðis. Þá dansa þær í áttu og segja í hvaða stefnu svæðið er, hve langt sé í það og hve mikið sé þar að finna. Að lokum gefa þær smakk af því sem þær færðu heim í bú,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson, býbóndi og for- stöðumaður Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins í Laugardal, þar sem fram fer uppskeruhátíð býbænda milli klukkan 14 og 16 í dag. Tómas segist rétt farinn að læra fyrstu stafina í lestri á atferli býs. „Býflugur eru ótrúlega klókar og mannlífið væri ekki samt ef þeirra nyti ekki við. Ávaxtauppskera heimsins byggist á því að býflug- ur frjóvgi plönturnar og því hafa menn áhyggjur af fækkun þeirra sem skilaði sér í hærra matvæla- verði. Ég hvet því alla til að vera góðir við býflugur því þær eru blíðlynd skordýr sem einnig gefa okkur afurðir eins og hunang, bývax í krem eða kerti, blómafrjó- korn og própólis-efni sem þær nota til að kítta í búið sitt svo ekki vaxi þar bakteríur og notað var fyrr á öldum í lækningaskyni til sótt- hreinsunar,“ segir Tómas. Á hátíðina koma býbændur af sunnanverðu landinu með sýnis- horn af uppskeru sumars og gefa gestum að smakka hunang sem slengt verður úr búi á staðnum. „Íslenska hunangið hefur mis- munandi lit og bragð eftir því hvað- an af landinu það kemur. Þannig er það gyllt og bragðmilt héðan úr garðinum en svart og bragðmeira við Heklurætur þar sem bý sækir í háfjallajurtir og lyng.“ Að sögn Tómasar hefur orðið sprenging í umsóknum um aðild að Býflugnaræktendafélagi Íslands á síðustu tveimur árum. „Það tengist auknum garð- og ræktunaráhuga landsmanna, en einnig breyttum hugsunarhætti. Nú vill fólk verja tómstundum í annað en fjármálavafstur og gera eitthvað uppbyggilegt í staðinn, eins og heimatilbúnar, hreinar náttúruafurðir,“ segir Tómas sem er sjálfur með bráðaofnæmi gagn- vart stungum býflugna. „Alibýflugur hafa ólíka skap- gerð og villibý sem finnst ekki enn á Íslandi. Ef fólk rekst á býflugu þarf ekkert að óttast; þær eru seinreittar til reiði og stinga ekki nema við mikið áreiti. En auð- vitað geta ónæmisviðbrögð leitt til dauða við býstungu og sjálfur kýs ég að fara í búning þegar ég þarf að fara í búið, enda 40 þúsund flugur inni þegar mest er,“ segir Tómas. Þess má geta að þessi helgi er sú síðasta sem tækin í garðinum eru opin í ár. Í tilefni þess er tilboð á dagspössum um helgina þar sem stykkið fæst á 1.000 krónur í stað 1.700 króna. thordis@frettabladid.is Blíðlynd skordýr Geðprúðar býflugur dansa, baðast, loftræsta og vinna hunang á uppskeruhátíð býbænda í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir 3.000 býflugur þurfa að þreyja vetur í býkúpu drottningar svo næsti árgangur verði góður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR einn barnaís eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Bæði námskeiðin hefjast 13. september Fyrirlestur 11. september Verð kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444-5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar: 6:35 og 17:20 mán/mið/fös. Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu WWW.NORDICASPA.IS Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl! Ertu að glíma við: Mataróþol Matarfíkn og sykurlöngun Maga- og ristilvandamál Verki og bólgur í liðum Streitu, þreytu og svefnleysi Þunglyndi Aðra lífsstílssjúkdóma Stórfengleg borg Lettlandi Forn borg menningar og lista við Eystra saltið. Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Miðstöð menningar og lista við Eystrasaltið. Gamli bærinn er frá árinu 1201 verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja St. Peter´s og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Verð kr. 83.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel og fararstjórn Trans-Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda. Aukaflug beint til Riga, sökum mikils áhuga Beint flug frá Keflavík 21.-25. okt Beint flug frá Akureyri 21.-25. okt á mann miðað við tvo í herbergi Laugavegi 63 • s: 551 4422
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.