Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 70

Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 70
6 FERÐALÖG Lance - dansnámskeið hefjast fimmtudaginn 9. september kl. 21.00 - 4 skipti Opið hús miðvikudaginn 8. september kl. 20.30 gömludansarnir dansaðir. Upplýsingar í síma 587 1616 - www.isdans.is Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a lengi verið heillaður af Tyrklandi og sérstaklega Istanbul en það er engin borg í Evrópu sem jafnast á við hana hvað söguna varðar enda búin að vera höfuðborg tveggja heimsvelda, aust- rómverska rík- isins og soldána- veldis.“ En hver nig verður ferðalag- inu háttað? „Við fljúgum til Istan- bul þar sem við stoppum í fjóra daga og reynum að líta á það allra markverðasta,“ segir Jón og nefnir Hagia Sophia kirkjuna, Bláu Moskuna og Baza- arinn. „Þaðan förum við með rútu suður til höfuðborgarinnar Ank- ara. Þar munum við annars vegar skoða Anatólíska safnið sem gefur innsýn inn í heimsmannkynssög- una og varpar ljósi á hvernig land- búnaðurinn og fjölmargt annað barst til Evrópu um Tyrkland. Hins vegar munum við skoða Graf- hýsi Ataturks sem Tyrkirnir halda mikið upp á enda á hann að hafa leitt þá inn í nútíðina.“ Frá Ank- ara verður haldið til Cappadocia- héraðsins þar sem er að finna afar merkilegar minjar. „Jarðvegur- inn er þannig að menn gátu mótað hann í alls kyns bústaði og hafa þeir holað sig inn í kletta, byggt kirkjur og neðanjarðarborgir svo dæmi séu nefnd.“ Síðan verður haldið á fornleifasvæðið Catalhoy- uk þar sem eina af elstu borgum heims er að finna. Hún var í byggð sjö til átta þúsund árum fyrir Krist og er á meðal fyrstu merkja um þéttbýli manna. „Að síðustu verður farið til Konya til að skoða minjar frá tímum Tyrkjanna sem komu til landsins árið 1.000. Þeir lögðu að velli austrómverska keis- aradæmið sem hafði sitt höfuðað- setur í Konstantínópel. Borgin féll árið 1453 og þá varð Istanbul að höfuðborg heimsveldis sem náði umlukti miðjarðarhafið að miklu leiti Miðjarðarhafs, öll Austurlönd nær og langt inn í Evrópu, en féll í seinni heimsstyrjöldinni.“ Frá Konya verður haldið til Istanbul og þaðan heim. Jón á von á því að þessi tíu daga ferð, sem hefst hinn 15. október, verði krefjandi en að ferðalangarnir séu drifnir áfram af áhuga. Hann segir örfá sæti laus en nánari upplýsingar veitir starfsfólk ÍT-ferða. -v e Tilkomumikil sjón Farið verður að bláu moskunni í Istanbul. Ótrúlegar minjar Í Cappadocia-hérað- inu er jarðvegurinn þannig að menn gátu mótað í hann alls kyns bústaði. Í höfuðborginni Í Ankara er grafhýsi Atatürks sem Tyrkir halda mikið upp á.Óvenjuleg byggingarlist Ferðalangarnir munu skoða klettaborgir í Zelve dal. HVAÐ KOM ÞÉR MEST Á ÓVART VIÐ BORGINA ÞÍNA? Það sem kom okkur skemmtilega á óvart var útivistarsvæðið í kringum borgina, Odenwald garðurinn. Skógurinn bíður upp á fjöldann allan af stuttum gönguleiðum sem liggja nánast beint úr miðbæn- um og upp úr dalnum með gott útsýni yfir borgina, ána Neckar, og umhverfið í kring. UPPÁHALDSVEITINGASTAÐ- URINN? Ef við erum með gesti og viljum kynna þá fyrir þýskri matarmenningu, þá verður Kultur- brauerei í gamla bænum oftast fyrir valinu. Bjórinn þeirra er einn sá besti í borginni og maturinn er sýnishorn af því besta í svabískri matarlist. Þeir eru líka með stóran og huggulegan bakgarð sem er opinn fyrir gesti á sumrin. FLOTTASTA FATAVERSLUNIN? Uppáhalds fataverslunin mín heit- ir Glueck og er á göngugötunni. Þetta er pínulítil verslun, en hún er t.d. með gott úrval af dönskum merkjum, svo ég finn nánast alltaf eitthvað sem ég verð að eignast. UPPSKRIFT AÐ GÓÐU KVÖLDI? Kvöldmatur á litlum, huggulegum veitingastað í gamla bænum, ís í eftirmat hjá GelaTo Go á göngu- götunni og að lokum eins og einn kokkteill hjá Schultzes, sem er pínulítill kokkteilbar í hverfinu okkar. HVERJU MÁ MAÐUR ALLS EKKI MISSA AF? Kastalinn er stolt borgarinnar og því eitthvað sem maður ætti að sjá. Mér finnst skemmtilegast að ganga beint upp að kastalanum úr gamla bænum við sólsetur og sjá sólina setjast við hinn enda borgarinnar. HEIMAMAÐURINN  Heidelberg ÞÓRDÍS LINDA ÞÓRARINSDÓTTIR TÖLFRÆÐINGUR OG KENNARI VIÐ HÁSKÓLANN Í HEIDELBERG NECKAR fljót Kastalinn í Heidelberg gnæfir yfir borginni og er stolt íbúa hennar. NORDICPHOTOS/GETTY Ráðhústorgið Kaffihús á markaðstorginu við ráðhúsið í Heidelberg. FRAMHALD AF FORSÍÐU Heillaður Jón segir enga borg í Evrópu jafnast á við Istanbul.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.