Fréttablaðið - 04.09.2010, Qupperneq 92
60 4. september 2010 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
SARA MCMAHON
Hausttískan er litrík, þjóðleg og stelpuleg í ár. Mikið
er um mynstraðar sokkabuxur við þjóðlega kjóla
sem minna svolítið á hippana forðum daga. Kjólarnir
eru margir úr léttum efnum sem flæða fallega en
jakkarnir flestir þykkir og hlýlegir.
TÍSKAN LEITAR AFTUR Á NÁÐIR FORTÍÐARINNAR Í HAUST:
ÞJÓÐLEGT OG LITRÍKT
HIPPAPRINSESSA
Fyrirsætan Agyn-
ess Deyn klæðist
hippalegri skyrtu
frá Anna Sui og
skokk yfir.
RÓMANTÍK
OG KVENLEIKI
Flaksandi kjólar
og pífur í anda
19. aldarinnar.
Nútímalegar
hefðarfrúr frá
Christian Dior.
HLÝLEGT VESTI Þjóðlegt
og fallegt vesti frá franska
hönnuðinum Jean-Paul
Gaultier.
> HLÝIR FÆTUR Í VETUR
Nú má fara að huga að skókaupum fyrir vet-
urinn. Það er fátt verra en að ganga í gegnum
veturinn með kalda og blauta fætur. Ný vetrar-
lína frá Kron by Kron Kron er komin í
sölu auk þess sem nóg er til af
góðum kuldaskóm í skóbúð-
um borgarinnar.
Í allt sumar hef ég orðið fyrir því óláni að klæða mig of vel
þegar ég fer út úr húsi. Ég fer til að mynda alltaf í jakka þrátt
fyrir að nóg hefði verið að fara út á peysunni og þegar út
er komið þarf ég að byrja á því að fækka aftur klæðum
þar sem jakkanum var ofaukið.
Þrátt fyrir þennan vandræðagang minn
lenti ég í því um helgina að vera of lítið klædd
í kaldri norðanáttinni, aldrei þessu vant. Ég
æmti og óaði á meðan ég var alveg að krókna
úti í íslensku sumri og óskaði þess að hafa klætt
mig eilítið betur. Lukkulega þurfti ég þó ekki að
hanga lengi úti í kuldanum og þegar inn kom gat
ég gleymt norðanáttinni og kuldabola og einbeitt
mér þess í stað að gleði og glaum.
Haustið kemur von bráðar og kannski var bara
ágætt að ég hafi verið svona rækilega minnt á
að veður getur verið kalt hér á Fróni. Þá held
ég kannski áfram fyrri iðju; að klæða mig of
vel. Því eins og hann faðir minn sagði alltaf, þá
er betra að vera of mikið klæddur heldur en of
lítið, því það er alltaf hægt að klæða sig úr verði
hitinn of mikill.
Ég er líka svo heppin því persónulega hef ég
meira gaman af hausttísku heldur en sumar-
tísku. Ég er mjög hrifin af peysum í öllum
stærðum og gerðum og minna hrifin af stutt-
buxum og öðrum léttum klæðnaði þannig ég ætti
að geta haldið á mér hita í haust og vetur án frekari
vandkvæða. Ég hef lært mína lexíu.
Lítið eða mikið, það er efinn
TÍSKULEG SAMSUÐA
Gaultier sótti inn-
blástur sinn víða um
heim, meðal annars til
Tyrklands, Grikklands
og Tógó.
FLOTT OG FRJÁLSLEG
Skemmtilegt „cape“,
mynstraðar sokka-
buxur og hippalegur
kjóll munu glæða
lífið lit í haust.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/G
ETTY
Skemmtilega
ökklaskó með fyllt-
um hæl frá versluninni
Einstökum Ostakökum
við Laugaveg.
OKKUR
LANGAR Í
…
Drapplitaðir skór verða vinsælir
í vetur. Þessir eru frá Mentor
merkinu og fást í GS Skóm.
Skemmtilegt og
handhægt sett úr
Demin & Rose
línu Bobbi
Brown. Passar
fullkomlega í
handtöskuna!
At first
sight
naglalakkið
frá Mac,
klassískt og
smekklegt.
Hárgloss frá
Toni&Guy, með lækk-
andi hitastigi þarf að
fara vel með hárið
og þetta mýkir hárið
og gefur því gljáa.
vhs spólu í
kolaportinu
Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag.
Tryggðu þér áskrift í dag!
FYRIR 229 KRÓNUR
FÆRÐ ÞÚ:
frábæra skemmtun í
heilan sólarhring fyrir
alla fjölskylduna
eða
512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Hugsaðu
Þegar þig
vantar skó
Afslátturinn gildir laugardag og sunnudag gegn framvísun þessarar auglýsingar
Herradagar um helgina í Smáralind
15%
Afsláttur
Af Herra
vörum