Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 98

Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 98
66 4. september 2010 LAUGARDAGUR DENNIS HOPPER Leikarinn umdeildi lést á heimili sínu í Los Ang- eles í maí síðastliðnum af völdum krabbameins í blöðruhálskirtli, 74 ára gamall. Hann var þekkt- astur fyrir leik sinn í Easy Rider, Apocalypse Now, Blue Velvet og Speed. Krabbamein er skaðvaldur sem mannfólkið ótt- ast meira en flest annað. Stjörnurnar í Hollywood fá jafnmikið að finna fyrir sjúkdómnum og aðrir, rétt eins og leikarinn Michael Douglas komst að á dögunum. Þrátt fyrir að búa við mikinn lúxus og lifa sannkölluðu draumalífi eru stjörnurnar í Hollywood fjarri því að sleppa við þá sjúkdóma sem herja á venjulegt fólk. Af og til fellur fólk í valinn af völdum krabbameins í kvikmyndaborg- inni, rétt eins og annars staðar, á meðan aðrir hafa verið svo heppnir að losna við meinið eftir að hafa gengist undir vel heppnaða lyfjameðferð. Fréttablaðið tók saman lista yfir þær Hollywood- stjörnur sem hafa glímt við krabbamein undan- farin ár. Eins og gefur að skilja hefur glíman gengið misvel og sumar stjörnurnar eru þegar farnar yfir móðuna miklu á meðan aðrar prísa sig sælar og líta björtum augum á framtíðina. Veikindi Hollywood-stjarna Fimmtán myndir keppa í flokknum Fyrir opnu hafi á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september. Ein mynd- anna er spænsk og nefnist Fake Orgasm og fjallar öðrum þræði um gervifullnægingar kvenna en í raun fjallar hún um kynjafræði og þróun sjálfsmyndar okkar. Í tengslum við sýningu myndar- innar verður efnt til keppni í gervi- fullnægingum á Næsta bar þar sem strákar og stúlkur munu etja kappi í þessari sérstöku íþrótta- grein. „Það er búið að tala við eitt- hvert fólk. Þetta verða bæði karlar og konur,“ segir Hrönn Marinós- dóttir hjá RIFF. Hún segir að myndin Fake Orgasm hafi fallið misvel í kramið hjá fólki. „Marg- ir hreinlega ganga út en aðrir fíla hana í botn.“ Aðrar myndir í flokknum Fyrir opnu hafa fjalla um kynskiptinga, samfélags- legt hrun, undarlega finnska fjöl- skyldu, lífið í harðsvíruðu dönsku fangelsi og ýmislegt fleira. Íslendingar keppa í fullnægingu DRIFTING Spænska myndin Drifting er ein þeirra sem keppa í flokknum Fyrir opnu hafi. Um sjötíu erlendir gestir hafa verið staðfestir á tónlistarráðstefn- una You Are in Control sem verður haldin í fjórða sinn dagana 1. og 2. október. Blaðamenn eru vænt- anlegir frá Bretlandi, Danmörku og Bandaríkjunum. 250 manns komu á ráðstefnuna í fyrra en í ár er búist við um 300 til 350 manns, enda hefur aðsóknin aukist tölu- vert á milli ára. Ráðstefnan fer fram á Hilton Nordica-hótelinu. Forsala miða hefur gengið vel en frá og með 5. september hækkar miðaverðið og mun það haldast óbreytt á meðan miðar eru til. Skráning fer fram á heimasíðu ráðstefnunnar www. youareincontrol.is. 350 þátttakendur ÓLÖF ARNALDS Ólöf Arnalds spilaði á ráðstefnunni You Are in Control í fyrra. MICHAEL C. HALL Í janúar síðastliðnum var tilkynnt að Dexter- leikarinn væri að gang- ast undir meðferð við Hodgkins-krabbameini sem ræðst á ónæmis- kerfi fólks. Í febrúar bárust síðan fregnir um að Hall hefði jafnað sig að fullu og væri reiðubú- inn til að takast á við Dexter á nýjan leik. MICHAEL DOUGLAS Stutt er síðan leikarinn greindist með krabbamein í hálsi. Hann gengst nú undir geisla- og lyfjameð- ferð og segir líkurnar 80% á að hann nái fullri heilsu á nýjan leik. Douglas, sem verður 66 ára síðar í mánuðinum, fékk Ósk- arinn fyrir hlutverk sitt í Wall Street árið 1987. CHRISTINA APPLEGATE Greindist með brjóstakrabbamein 2008 og sem betur fer greindist það fljótt þannig að hægt var að stöðva útbreiðsluna. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig lét hún fjarlægja bæði brjóst sín og núna er hún laus við meinið. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttun- um Married … with Children. PATRICK SWAYZE Leikarinn, dansarinn og tónlistarmaðurinn, sem sló í gegn í Dirty Dancing, lést fyrir rúmu ári eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann greindist með meinið í janúar 2008 og þurfti á endan- um að játa sig sigraðan, 57 ára gamall.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.