Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 6
6 1. október 2010 FÖSTUDAGUR NEYTENDAMÁL Dekkjaverkstæðið KvikkFix í Kópavogi kom best út í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á 35 hjólbarðaverkstæðum víðs vegar um land á mánudag. Allt að 111 prósenta verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við dekkjaskipti, umfelgun og jafnvæg- isstillingu. Mesti verðmunurinn var á þjón- ustu við dekkjaskipti á 18 tommu jeppadekkjum, sem kostaði 5.950 krónur hjá KvikkFix, en 12.540 hjá Sólningu í Kópavogi. Minnstur verðmunur var hins vegar á þjónustu við dekkjaskipti á 15 tommu stálfelgum undir smábíl. Þjónustan var ódýrust hjá Kvikk- Fix, eða 4.650 krónur en dýrust hjá umboðsaðila Toyota á Akureyri, 6.990, sem er 50 prósenta munur. Þjónusta fyrir meðalbíl á 16 tommu álfelgum var ódýrust hjá KvikkFix, eða 4.650 krónur, og umboðsaðili Toyota á Akureyri var með lægsta verðið á þjónustu við jeppling, eða 5.900 krónur. Miðað við síðustu könnun, sem gerð var í fyrra, hefur verð á dekkjaskiptum á Toyota Yaris á 15 tommu dekkj- um lækkað eða staðið í stað síðan í fyrra, í 16 tilfellum af 27. - þj Verðlagskönnun ASÍ á dekkjaþjónustu sýnir allt að 111 prósenta verðmun: Mikill munur milli verkstæða DEKKJASKIPTI Mikill munur er á verði milli dekkjaverkstæða. DÝRALÍF Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mán- uðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus,“ segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur.“ Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kær- komna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolít- ið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel,“ segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér.“ Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel,“ segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust.“ Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endan- um. Ævar Petersen, fuglafræðing- ur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálk- inn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is Bjargaði og hýsti fálka Illa leikinn turnfálki fannst í Vestmannaeyjum fyrir þremur vikum. Fékk að- hlynningu og mat hjá fuglaunnanda í þrjár vikur og var sleppt lausum í gær. FUGLINN FLOGINN Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu. RUTH OG FÁLKINN Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. TURNFÁLKINN Tegundin er náskyld íslenska smyrlinum og lík honum í útliti. Umvafin þjónustu Rekstrarþjónusta Skyggnis Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar um rekstrar- þjónustu Skyggnis. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is Treystu okkur fyrir heildarrekstri tölvukerfa þinna og þú getur áhyggjulaus tryggt viðskiptavinum þínum gæði og framúrskarandi þjónustu. Við umvefjum þig þjónustu og pössum að tölvukerfi þín séu til reiðu þegar þú vinnur og vökum yfir þeim þegar þú sefur. Skyggnir - Rekstrarþjónusta án aukareikninga. H 2 H Ö N N U N JAFNRÉTTISMÁL Aðstæður kven- fanga hér á landi eru mun lakari en karlfanga, samkvæmt Kven- réttindafélagi Íslands og Vernd – fangahjálp. Óviðunandi er að föngum sé mis- munað á grundvelli kyns síns og það varðar við lög, segir í álykt- un félaganna. Fyrir það fyrsta sé einungis eitt fangelsi í boði fyrir konur. Þá gefist konum ekki sömu tækifæri og körlum til að stunda vinnu samhliða vistun og þær eigi ekki kost á dvöl í opnu fangelsi líkt og karlfangar. - sv Umhverfi fanga á Íslandi: Aðstæður mun verri fyrir konur LÖGREGLUMÁL Fartölvu og mynda- vél var stolið úr húsi í Kópavogi í fyrradag. Þá hurfu símar og skartgripir úr kjallaraíbúð í Laug- ardal og áfengi var tekið úr veit- ingastað í miðborginni. Brotist var inn í fimm bíla á höfuðborg- arsvæðinu og úr þeim meðal ann- ars stolið GPS-tæki, radarvara og leðurtösku, sem innihélt skilríki, greiðslukort og seðlaveski. Sem fyrr ítrekar lögreglan að verð- mæti séu ekki skilin eftir í bílum. Fáein hnuplmál komu sömu- leiðis á borð lögreglu og þá var tveimur reiðhjólum stolið í borg- inni, öðru í vesturbænum en hinu í Breiðholti. - jss Lögregla sendir viðvörun: Alda innbrota og þjófnaða LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn um þrítugt hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Þeim er gefið að sök að hafa ræktað kannabisplöntur og stolið raf- magni til ræktunarinnar. Mennirnir voru með tuttugu kannabisplöntur í bílskúr á Sel- fossi þegar þeir voru gripnir í júlí á síðasta ári. Annar þeirra hafði tengt fram hjá rafmagnsmæli sem mældi rafmagn í bílskúrn- um. Með þessum hætti hagnýttu mennirnir sér á ólögmætan hátt orku til fíkniefnaræktunarinnar. Þeir óskuðu eftir fresti til að taka afstöðu til sakarefnisins við þingfestingu málsins. - jss Tveir karlmenn ákærðir: Stálu rafmagni og ræktuðu Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Er réttlætanlegt að loka á aðra en göngufólk um Vonarskarð í Vatnajökulsþjóðgarði? JÁ 28,5% NEi 71,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið á tónleika með íslensku tónlistarfólki á árinu? Segðu þína skoðun á visir.is INDLAND, AP Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Ind- landi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratug- um og jafnvel öldum saman. Indverskir múslimar halda upp á staðinn vegna þess að þar standa rústir mosku, sem reist var á sextándu öld en eyðilögð í óeirðum árið 1992. Þeir vilja end- urreisa moskuna. Hindúar segja moskuna hafa verið reista á fæðingarstað guðs- ins Rama, og vilja því reisa þar bænahof. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að múslimar geti gert tilkall til þriðjungs svæðis- ins, nefnilega þess hluta þar sem moskan stóð, en tveir hópar hind- úa geti skipt á milli sín afgang- inum. Fyrstu viðbrögð bæði múslima og hindúa við dómnum voru hóf- stilltari en búist var við. Lög- menn hvorra tveggja sögðust ætla að áfrýja úrskurðinum. „Við vonumst til þess að hægt verði að leysa úr öllum vandamál- um varðandi hindúa og múslima með vinsamlegum hætti,“ sagði Haji Arfat, leiðtogi annars hind- úahópsins. - gb Múslimar og hindúar á Indlandi verða að skipta á milli sín helgum bænastað: Spenna vegna dómsúrskurðar ÚRSKURÐI FAGNAÐ Nemendur í hindúa- skóla á Indlandi fögnuðu úrskurðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP M YN D IR /Ó SK A R P . F R IÐ R IK SS O N KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.