Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 8
8 1. október 2010 FÖSTUDAGUR EVRÓPUMÁL „Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusam- bandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd.“ Þetta sagði Gauti Krist- mannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgef- ið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur mál- stefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu“ til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið,“ kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir.“ Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóð- tungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður. - kóþ Málstefna Evrópusambandsins er grundvallarstefna innan þess og án hennar liði það fljótlega undir lok: ESB er sterkasti leikur íslenskrar tungu GAUTI KRISTMANNSSON Var áður eindreg- inn andstæðingur ESB-aðildar, en skipti um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið. Mál Treholts grandskoðað Mál Arne Treholts, norska embættis- mannsins sem fyrir aldarfjórðungi var dæmdur fyrir njósnir í þágu Sovét- ríkjanna, var í gær tekið fyrir á fundi endurupptökunefndar sakamála í Nor- egi. Á fundinum varð ljóst að nefndin hyggst skoða mál hans ofan í kjölinn. NOREGUR UMHVERFISMÁL Stjórn Vatnajökuls- þjóðgarðs leggur til í verndaráætl- un fyrir þjóðgarðinn að ýmsum slóðum og vegum verði lokað fyrir umferð. Í sameiginlegu svari stjórnar þjóðgarðsins til allra þeirra ríf- lega tvö hundruð aðila sem gerðu athugasemdir við upphaflega verndaráætlun er bent á að mark- mið með stofnun náttúruverndar- svæðis sé að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menn- ingarminjar. „Í seinni tíð hefur umferð öku- tækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi,“ segir stjórnin. „Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðin- um með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölg- un ökuleiða rekst á markmið nátt- úruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið.“ Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við áætl- un stjórnar þjóðgarðsins er svo- kölluð „ferðafrelsisnefnd“ Eyja- fjarðardeildar ferðaklúbbsins 4x4. Hún mótmælir sérstaklega lokun fjögurra akvega. Þetta eru leið norðan Dyngjufjalla, slóði sunn- an Vaðöldu, stytting inn á veg um Dyngjufjalladal og vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið. „Höfundar áætlunarinnar ætla að komast upp með að LOKA leiðum án rökstuðnings og allr- ar umfjöllunar,“ segir í athuga- semdum Eyjafjarðardeildarinnar, sem meðal annars ræðir um afar umdeilda lokun vegar um Vonar- skarð. „Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda (hverfur jafn- vel milli ára) og akstur um þessa leið í Vonar skarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu.“ Þá gagnrýna jeppamennirnir að leggja eigi áherslu á almenn- ingssamgöngur í stað einkabíla: „Í rannsóknargögnum Vegagerð- ar ríkisins kemur fram að akstur einnar stórrar bifreiðar sé jafn slítandi á vegi og nokkrar tugþús- undir einkabíla.“ Eyjafjarðardeildin segist ekki eingöngu hafa eigin hagsmuni í huga. „Þó svo að telja megi að við höfum einungis sjónarmið jeppa- mennsku að leiðarljósi, þá er það staðreynd að mjög fáir gestir, nýt- ingaraðilar (smalar, veiðimenn og svo framvegis), og einnig starfs- menn þjóðgarðsins munu vart komast leiðar sinnar án vegslóða innan hans og góðra aðkomu- leiða.“ Eins og fram hefur komið ætla ýmsir hópar að koma saman í Von- arskarði á morgun til að mótmæla áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóð- garðs. Ekki hefur náðst tal af for- manni stjórnarinnar né umhverf- isráðherra sem taka á ákvörðun um áætlunina. gar@frettabladid.is Segja umferðarþunga rekast á náttúruvernd Félög jeppafólks gera alvarlegar athugasemdir við áætlun sem felur í sér lokun ýmissa vega í Vatnajökulsþjóðgarði. Jeppafólkið segir lokanirnar órökstuddar. Stjórn þjóðgarðsins segir aukna bílaumferð rekast á markmið náttúruverndar. NÝSKÖPUN Snilldarlausnir Marel, hugmyndasamkeppni framhalds- skólanna, hefst í dag. Fyrsta keppnin var haldin í fyrra en þá áttu þátttakendur að auka nota- gildi herðatrés. Í ár eiga þeir sem þátt taka í keppninni að auka virði og nota- gildi pappakassa. Engu skiptir hvernig kassi það er. Hugmyndasamkeppnin er opin öllum framhaldsskólanemum. Í fyrstu verðlaun eru eitt hundrað þúsund krónur. Helmingi lægri upphæð er veitt fyrir frumleg- asta myndbandið og hugmyndina. Verðlaunin verða afhent í Alþjóð- legu athafnavikunni, sem fram fer 15.-21. nóvem- ber næst- kom- andi, að því er segir í til- kynn- ingu. - jab Nemar keppa um hugmyndir: Eiga að bæta pappakassa EFNAHAGSMÁL „Nærri 99 prósent íslenskra fyrirtækja falla undir skilgreininguna á litlum og meðal- stórum fyrirtækjum,“ benti Katr- ín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á í ræðu sinni á fjármögnunarráð- stefnu Evrópusambandsins (ESB) í Reykjavík í gærmorgun. Á ráð- stefnunni var kynnt átak ESB til að ýta undir lánveitingar til fyr- irtækja þar sem starfsmenn eru færri en 250 talsins. Sambandið brúar þá bil vanti veð til þess að fyrirtækin teljist hæf til lántöku. Katrín sagði fjölda tækifæra til staðar hér á landi og vísaði meðal annars til viðleitni stjórnvalda til að ýta undir nýsköpun, orkuiðnað og ferðamennsku. „Til að nýta þessi tækifæri verðum við að tryggja aðgang að fjármagni,“ sagði hún og vakti athygli á því að í sam- anburði þjóða, svo sem hjá Glo- bal Entrepreneurship Monitor, sé fjármögnun verkefna einmitt einn helsti veikleiki íslensks viðskipta- umhverfis. Katrín kvaðst vonast til þess að ráðstefnan bæri ávöxt og hvatti fulltrúa íslenskra fjármálafyrir- tækja, sem og smærri og meðal- stórra fyrirtækja, til að kynna sér fjármögnunarleiðir sem opna mætti með tilstilli Evrópusambandsins. „Til staðar eru ónýtt tækifæri og ég vona að við getum hagnýtt þau öllum til hagsbóta.“ - óká Nær öll íslensk fyrirtæki teljast annað hvort smá eða meðalstór: Fjármögnun er veikasti hlekkurinn Í GÆR Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Vilmos Budavari frá framkvæmdastjórn ESB og Timo Summa, yfirmaður sendi- nefndar ESB á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÁMSKEIÐ LJÓSSINS Ný námskeið að hefjast í Ljósinu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN / UNGMENNI 10–12 ÁRA Styrkjandi námskeið fyrir börn sem eiga nákominn aðstandanda sem hefur greinst með krabbamein. NÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA SEM EIGA KRABBAMEINSGREINDAN AÐSTANDANDA Á LÍFI Námskeiðið stuðlar að jákvæðri uppbyggingu og er unnið í gegnum skemmtileg verkefni / ævintýrameðferð sem hæfir aldri barnanna. Leiðbeinendur hafa margra ára reynslu í að vinna með börnum og unglingum. Hefst 7. október. Fim. kl. 16.30-18.00, 10 skipti Fræðsla, stuðningur og umræður. Leiðbeinendur eru: Sálfræð- ingur, hjúkrunarfræðingur og djákni með margra ára reynslu af að vinna með krabbmeinsgreindum og aðstandendum. Hefst 6. október. Mið. kl. 19.30-21.30, 7 skipti JÓGA FYRIR BYRJENDUR Nýtt 4 vikna námskeið Hefst 5. október. Þri. kl. 16.30 og fös. kl. 10.00 Karlmenn sérstaklega velkomnir Skráning í síma 561 3770 / Langholtsvegi 43 / www.ljosid.is Líðan farþega eftir atvikum Farþega Iceland Express, sem þurfti nauðsynlega að komast undir læknishendur á leiðinni frá Tenerife í fyrrinótt, líður eftir atvikum. Maðurinn þurfti að komast á sjúkrahús í fluginu og því var ákveðið að lenda í Lissabon í Portúgal. SLYS Ökufantur sektaður Ökuþór hefur verið dæmdur fyrir að aka tvívegis alltof hratt miðað við leyfi- legan hraða á Suðurlandi. Hann skal greiða áttatíu þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, ella sæta fangelsi í sex daga. LÖGREGLUMÁL Hver eru rökin? Já Nei Loka Vonarskarði fyrir ökutækjum og hestum Náttúrufræðistofnun telur verndargildi svæðisins hátt. Það er viðkvæmt og þarf ekki mikla umferð til að valda varanlegri röskun. Liggur um grjót og sanda og umferð skemmir ekki. Hamlar aðgangi annarra en göngufólks að svæðinu. Takmarkar mögu- leika ferðaþjónustunnar. Veiðibann við Snæfell og Eyjabakka Viðkvæmur gróður þolir illa umferð. Svæðið mikilvægt varp- og fellisvæði gæsa. Hentar vel fyrir gönguferða- mennsku. Svæðið þolir jafn vel umferð gangandi veiðimanna eins og umgang gönguferðahópa, vísindamanna, skólahópa og annarra ferðamanna. Þjóðgarðsverðir geti lokað svæðum Valdheimildir þjóðgarðsvarða eru ótvíræðar og koma fram í lögum um Vatna- jökulsþjóðgarð. Ráðstafanir á þeirra vegum um lokun svæða, krefjast rökstuðnings og eru bundnar við tilteknar aðstæður. Vald þjóðgarðsvarða of mikið. Óskorað vald til að banna og leyfa án samráðs við nokkurn annan. „Duttlungar“ eins manns eigi ekki að ráða. 1. Forseti hvaða lands hamstraði íslenskan mat í Leifsstöð í millilend- ingu? 2. Hvaða kvikmyndaþríleikur er talinn vera sá besti í sögunni? 3. Hvað heitir rokksveitin sem Dr. Gunni er meðlimur í og er að koma saman í fyrsta sinn í 17 ár? SVÖR 1. Úkraínu 2. Hringadróttinssaga 3. s.h. Draumur LÖGREGLUMÁL Tvær 25 ára gaml- ar konur voru handteknar í Kópavogi um fimmleytið í gær eftir að hafa gengið í skrokk á konu og numið hana á brott í bifreið. Atvikið átti sér stað fyrir utan verslun Krónunnar í Lindunum í Kópavogi og var það vegfarandi sem tilkynnti lögreglu um málið. Konurnar tvær voru stöðvaðar af lögreglu í kjölfarið og færðar til yfirheyrslu. Fórnarlambið er rúmlega tvítugt að aldri. Lögregla getur ekki staðfest að þessu sinni hvað konunum gekk til og segir málið vera á mjög viðkvæmu stigi. - sv Mannrán og líkamsárás: Kona numin á brott í bifreið VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.